Fréttablaðið - 22.07.2022, Page 4
magdalena@frettabladid.is
NEYTENDAMÁL Sigurður Már Guð-
jónsson, formaður Landssambands
bakarameistara og framkvæmda-
stjóri Bernhöftsbakarís, segir í við-
tali við Fréttablaðið að hækkun á
hveiti hafi haft mikil áhrif á bak-
arameistara.
„Þetta er stærsta einstaka hráefn-
ið sem við kaupum. Eftir innrásina
í Úkraínu hefur þetta hækkað um
tugi prósenta og eins og gefur að
skilja hefur það haft mikil áhrif á
okkar starfsemi í þessum geira,“
segir Sigurður og bætir við að farið
hafi verið að örla á hveitiskorti um
tíma.
„Margir fóru þess vegna að
kaupa aðrar tegundir af hveiti sem
þeir hafa ekki verið að kaupa áður
þannig að erfitt er þess vegna að
bera saman verð.
Sumar heildsölur hafa þó séð
tugprósenta hækkanir. Aðrir vilja
meina að staðan sé að batna að
hluta til.“
Sigurður bætir við að ýmislegt
bendi til að staðan geti verið að
skána þó erfitt sé að fullyrða um
það.
„Það var frétt frá Þýskalandi í gær
þar sem kom fram að þrátt fyrir
þennan mikla hita þá verði upp-
skeran nokkuð góð. Það eru virki-
lega jákvæðar fréttir því uppskeru-
brestur leiðir sjálfkrafa til mikilla
hækkana ofan í þetta.“
Sigurður segir að hljóðið í bök-
urum sé misjafnt. Sumir séu bjart-
sýnir á að staðan muni skána
meðan aðrir eru svartsýnir.
„Sumir heildsalar vilja meina
að verðið muni ekki lækka á næst-
unni meðan aðrir telja að það muni
lækka í haust. Það er einfaldlega of
snemmt að segja til um það en við
munum vita það innan tíðar.“ n
Eftir innrásina í Úkra-
ínu hefur þetta hækk-
að um tugi prósenta og
eins og gefur að skilja
hefur það haft mikil
áhrif á okkar starfsemi.
Sigurður Már
Guðjónsson,
formaður
Landssambands
bakarameistara
Samkeppnishæfni
skiptir öllu máli til
þess að auka lífskjör
ríkja.
Lilja Alfreðs-
dóttir, ferða-,
viðskipta- og
menningarmála-
ráðherra
Ferða-, viðskipta- og menn-
ingarmálaráðherra segist
vera hlynntur því að gera
breytingar til að stuðla að
aukinni samkeppnishæfni.
Framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins segir að grípa
þurfi til aðgerða ef ekki eigi
illa að fara.
magdalena@frettabladid.is
VIÐSKIPTI Íslendingar reka lestina
í samanburði við Norðurlöndin
þegar kemur að samkeppnishæfni.
Ísland er í 16. sæti í úttekt IMD-
viðskiptaháskólans í Sviss á sam-
keppnishæfni ríkja.
Halldór Benjamín Þorbergs-
son, framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins, segir það vera
mikil vonbrigði hversu aftarlega á
merinni við séum þegar kemur að
samkeppnishæfni. Það komi ber-
sýnilega í ljós í mælingum á sam-
keppnishæfni á hverju einasta ári
að Ísland sé að dragast aftur úr.
„Við erum ekki bara eftirbátur
Norðurlanda heldur margra ríkja
innan OECD. Það þarf að ein-
falda fólki og fyrirtækjum að hefja
rekstur og skapa verðmæti og störf.
Við sjáum þetta meðal annars í
áformum til lagasetningar á þingi til
að takmarka erlendar fjárfestingar,“
segi Halldór og bætir við að Samtök
atvinnulífsins hafi lengi talað um
að það verði að einfalda regluverk
og gera fyrirtækjum og fólki auð-
veldara fyrir.
„Við erum að flækja undirstöðu
verðmætasköpunar alltof mikið og
það þarf að stíga af krafti inn í þessa
þróun ef ekki á illa að fara.“
Lilja Alfreðsdóttir, ferða-, við-
skipta- og menningarmálaráðherra,
segir í samtali við Fréttablaðið að
vilji sé, af hennar hálfu, til að bæta
þessa stöðu. „Samkeppnishæfni
skiptir öllu máli til þess að auka
lífskjör ríkja. Við þurfum alltaf
að vera á tánum varðandi sam-
keppnishæfni og við sjáum að við
getum bætt nokkra þætti hjá okkur í
þessum efnum,“ segir Lilja og nefnir
í því samhengi erlenda fjárfestingu.
„Við þur f um að sk ý ra það
umhverfi enn frekar. Ég er mjög
hlynnt erlendri fjárfestingu í þjón-
ustu og framleiðslu, en hins vegar
þurfum við að fara varlega varðandi
auðlinda- og innviðakerfin okkar.“
Lilja bætir við að við séum sterk
hvað varðar samfélagslega innviði.
Við séum aftur á móti að sjá afturför
í alþjóðaviðskiptum og alþjóðlegri
fjárfestingu. „Við erum um þessar
mundir að vinna með Kauphöllinni
til þess að skoða möguleikana til að
auka erlenda fjárfestingu hér á landi
og stuðla að góðu aðgengi fyrirtækja
að erlendu fjármagni.“
Hún segir jafnframt að mikilvægt
sé að auka aðgengi fyrirtækja hér á
landi að erlendum sérfræðingum.
„Í þeim málum vil ég horfa til Kan-
ada. Þeir hafa gjörbylt kerfinu sínu.
Áður tók sex mánuði hjá þeim að
afgreiða umsóknir um atvinnu-
leyfi. Nú tekur það aðeins 10 daga.
Við þurfum að skoða breytingar í
þessum efnum.“ n
Vilji sé til að bæta samkeppnishæfni
Ísland er í 16.
sæti í úttekt
IMD-viðskipta-
háskólans í Sviss
á samkeppnis-
hæfni ríkja.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Halldór
Benjamín
Þorbergsson,
framkvæmda-
stjóri SA
Tómatur
Í þínu besta formi.
islenskt.is
ser@frettabladid.is
FERÐAÞJÓNUSTA Erlendir ferðamenn
á Norðurlandi eru farnir að láta sjá
sig í sama mæli og fyrir tíma heims-
farald ursins, að sögn Aðalheiðar
Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra
Markaðsstofu Norðurlands.
„Þetta er bara frábært, við-
spyrnan er það góð,“ bætir hún við
og segir greinilegt að uppbygging
ferðamannastaða í landshlutanum
sé að skila sér í umtali og orðspori
út fyrir landsteinana og nefnir þar
til sögunnar Demantshringinn um
Mývatn, Dettifoss, Hljóðakletta,
Ásbyrgi og Húsavík, en uppbyggður
og malbikaður vegur tengir nú loks-
ins þessar kunnu náttúruperlur.
„Umferðin á þessum slóðum
hefur aukist til muna,“ segir Aðal-
heiður og nefnir svo annan ferða-
möguleika til sögunnar. „En þar á
ég við Norðurstrandarleiðina, sem
við höfum markaðssett sérstaklega
á undanförnum misserum, en þar
keyra menn utan alfaraleiðar um
strandvegina alla sem hlykkjast frá
Hvammstanga í vestri að Bakka-
firði í eystri, fyrir annes og inn með
víkum og fjörðum.“
Aðalheiður segir þessa vegferð
vekja sérstaka athygli þeirra ferða-
manna, erlendra og íslenskra, sem
vilji ferðast hægt í fámenni. „Þessi
ferðaupplifun, að njóta fremur en
þjóta í náttúrukyrrðinni sem er ekki
uppfull af öðrum ferðamönnum, er
að verða æ vinsælli,“ segir hún.
Aðalheiður segir haustið líta mjög
vel út í bókunum og á von á enn
meira ferðaári næsta sumar þegar
þýska f lugfélagið Condor hefur
áætlunarflug á milli Frankfurt og
Akureyrar og Egilsstaða frá maí
fram í október. Einnig megi búast
við fjölda breskra ferðamanna gangi
reglubundið f lug á vegum Niceair
til og frá Lundúnum eftir, en félagið
leitar nú leiða til að fá flugheimildir
milli London og Akureyrar. n
Demantshringurinn á Norðausturlandi hefur slegið í gegn
Dettifoss er á meðal áfangastaða á Demantshringnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Hækkun á hveiti haft mikil áhrif
birnadrofn@frettabladid.is
COVID-19 Í gær lágu 23 einstaklingar
með Covid-19 á Landspítala. Einn
var í öndunarvél á gjörgæsludeild.
Frá því fyrsta smit Covid greind-
ist hér á landi þann 28. febrúar árið
2020 til dagsins í gær höfðu 1.598
einstaklingar legið á Landspítala
með sjúkdóminn. Þar af höfðu 142
legið á gjörgæslu og 77 þeirra þurft á
aðstoð öndunarvélar að halda.
75 einstaklingar með Covid-19
höfðu í gær látist á sjúkrahúsinu frá
upphafi faraldursins hér á landi. n
Enn liggja margir
inni með Covid
birnadrofn@frettabladid.is
SKÓLAMÁL Tvær deildir Háskóla
Íslands hafa fengið ný nöfn og heitir
Hjúkrunarfræðideild nú Hjúkr-
unar- og ljósmóðurdeild. Þá kallast
deildin sem áður var Sagnfræði- og
heimspekideild nú Deild heimspeki,
sagnfræði og fornleifafræði.
Þrettán nýir deildarforsetar tóku
til starfa við Háskóla Íslands 1. júlí
auk nýs forseta Heilbrigðisvísinda-
sviðs, Unnar Þorsteinsdóttur. n
Tvær deildir í HÍ
fengið ný nöfn
Þrettán nýir deildarforsetar tóku til
starfa 1. júlí síðastliðinn.
4 Fréttir 22. júlí 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ