Fréttablaðið - 22.07.2022, Qupperneq 13
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
FÖSTUDAGUR 22. júlí 2022
Afskorin blóm eru í miklu uppáhaldi hjá listakonunni Margréti. Hér hefur hún sett fallegan bleikan vönd í vasa. MYND/MÓHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR
Það er alltaf gaman að koma í Viðey.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
jme@frettabladid.is
Sögukonan og umhverfis- og
þjóðfræðingurinn Björk Bjarna-
dóttir mun leiða gesti um Viðey
í skemmtilegri náttúrugöngu
með þjóðsögum á morgun milli
klukkan 12.15 og 15.30. Fjölbreytt
saga eyjunnar fléttast einnig inn í
gönguferðina.
Á göngunni segir Björk frá plöntu-
lífinu í eyjunni, nytjum þeirra,
lækningamætti og tengingu þeirra
við þjóðtrúna. Fuglalífið verður
einnig til skoðunar. Með hafið
allt um lykjandi er kjörið tækifæri
að segja frá þjóðsagnaverum eins
og marbendlum, margýgjum, haf-
mönnum, hafströmbum og öðrum
verum sem halda til í hafinu. Þá
verður spáð í uppruna huldufólks
og gestir heyra af samskiptum
Magnúsar Stephensen konferenz-
ráðs og huldukonu einnar.
Ganga fyrir öll
Gangan er jafnt fyrir börn og full-
orðna. Siglt verður stundvíslega
frá Skarfabakka klukkan 12.15.
Þátttaka í göngunni er gestum að
kostnaðarlausu. Gjald í ferjuna
fram og til baka er 1.950 krónur
fyrir fullorðna og 975 fyrir börn
7–17 ára í fylgd fullorðinna. Börn
6 ára og yngri sigla frítt. Hand-
hafar Menningarkorts Reykjavíkur
fá 10% afslátt í Viðeyjarferjuna
og handhafar Gestakortsins
(Citycard.is) sigla frítt. Nánari upp-
lýsingar um aðgengi og fleira er
að finna á Facebook-viðburðinum
Þjóðsögur fyrir börn í Viðey. n
Þjóðsögur í Viðey
sjofn@frettabladid.is
Margrét er fædd og uppalin á
Akureyri umvafin yndislegri fjöl-
skyldu, eins og hún segir sjálf frá.
„Við erum sex systkinin og erum
mjög samrýmd og náin. Maðurinn
minn heitir Guðmundur Árnason
og við eigum eina dóttur, Móheiði.
Fyrir margt löngu lærði ég leirlist
í Danmörku þar sem ég dvaldi
í sex ár og það hafði vissulega
mikil áhrif á mig. Ég kom heim
til Akureyrar aftur 25 ára og hef
starfað við leirlistina síðan á mínu
verkstæði sem ég rek í Gránufélags-
götu 48 þar sem ég er einnig með
sölugallerí.
Ég hef unnið mikið eftir pönt-
unum og oft undir mikilli tíma-
pressu en nú ætla ég að hætta að
taka pantanir og gefa sjálfri mér
aukið svigrúm til þess að skapa,
vinna að sýningum og ferðast,“
segir Margrét dreymin á svip.
Húsið hefur tilfinningalegt gildi
Húsið í Kotárgerði sem Margrét og
eiginmaður hennar eiga og búa í í
dag er reisulegt og fallegt með stór-
fenglegu útsýni sem lætur engan
ósnortinn. Margrét segir það enga
tilviljun að þau hjónin hafi fjárfest
í þessu húsi og hún tengist því til-
finningaböndum.
„Ég ólst upp í húsi með miklu
útsýni til norðurs og við fjöl-
skyldan áttum svo margar góðar
stundir á fallegum sumarkvöldum
þegar við fylgdumst með mið-
nætursólinni. Það var hefð á mínu
bernskuheimili að hafa kvöldkaffi,
mamma bakaði iðulega pönnu-
kökur og gerði kakó og við elsk-
uðum þessi löngu sumarkvöld.
Eftir að ég flutti að heiman sakn-
aði ég alltaf þessa útsýnis svo það
var mér sérlega kært þegar okkur
bauðst að kaupa okkar núverandi
hús fyrir tíu árum, þar sem útsýnið
er eins og það sem ég ólst upp við á
mínum bernskudögum.
Húsið er teiknað af föður mínum
fyrir rúmum 50 árum svo það
gefur því svo sannarlega mikið
gildi í mínum huga.“ Margrét segir
Listrænt heimili
umvafið hlýju
Leirlistakonan Margrét Jónsdóttir býr á einstak-
lega fallegum stað á Akureyri í húsi sem er henni
afar kært með útsýni eins og hún hafði á bernsku-
árunum. Heimili hennar er listrænt og skapandi
en um leið afslappandi, umvafið hlýju og ást.
B Ä S T A I T E S T
Bäst-i-Test 2022.s
e
BESTA
SÓLARVÖRNIN
7 ár
Í RÖÐ
Fæst í Apótekum, Hagkaup, Fríhöfninni
og víðar | nánar á evy.is og celsus.is
VATNASVÆÐI
UM ALLT LAND
36
FYLGIRIT VEIÐIKORTSINS
18. árgangur - Kr. 8.900
- frelsi til að veiða!
00000
Aðeins
8.900
Frelsi til
að veiða