Fréttablaðið - 22.07.2022, Blaðsíða 28
Ég var aldrei beint
hræddur við skrímslin
í hinum seríunum en í
þessari þá var púlsinn
hár.
Tómas Gauti Jóhannsson
Netflix hendir öllu í
vegginn og sér svo
hvað festist. Þú getur
ekki rekið fyrirtæki
þannig.
Hafsteinn
Sæmundsson
Hvernig fannst þér Stranger
Things 4?
Eddie gleður
Tómas Geir
Howser
Harðarson
leikari
„Ég varð að horfa
á fyrstu þættina
alla í bútum af
því ég var á fullu við að setja upp
leikrit í London. Ég og kærastan
höfum svo horft á þetta saman
en höfum ekki enn náð að horfa á
lokaþáttinn, sem er enda ekkert
eðlilega langur,“ segir Tómas Geir,
sem segist samt hafa sloppið við
spilla á netinu.
„Ég er mikill aðdáandi og mér
finnst nýja serían á öðrum fleti en
hinar og fannst þeir ná að toppa
sig. Ég gleymi alltaf seríunum
eftir að þær klárast og var ekkert
að missa mig úr spenningi en var
mjög sáttur, þeir tóku sér greini
lega góðan tíma í þetta.
Þetta er með betra sjónvarps
efni sem ég hef séð í langan tíma.
Skemmtanagildið er algjört og
það var góð ákvörðun hjá þeim að
lengja þættina og gera þá myrkari
en nokkurn tímann fyrr, enda
krakkarnir elst sjálfir samhliða
þáttunum. Þarna var mikill Night
mare on Elm Street fílingur og
frábærir nýir karakterar, eins og til
dæmis Eddie.“
Tónlistarvalið sér kapítuli
Erla Hlynsdóttir
blaðamaður
„Stranger Things
eru í miklu uppá
haldi á þessu
heimili og hefur
dóttir mín til
að mynda verið
Eleven á ösku
daginn. Biðin eftir fjórðu seríu,
sem frestaðist endurtekið út af
Covid, var algjörlega þess virði.
Það var ekki síst nostalgían í fyrstu
seríunni sem náði mér.
Þessi er mun drungalegri og
ég fullyrði að þetta sé sú besta
síðan við fyrst kynntumst íbúum
Hawkins og leyndarmálum bæjar
ins. Við erum eiginlega ekki að
spila lengur í sömu deild og þegar
þættirnir byrjuðu, ekki síst hvað
fjármagn varðar í þáttagerðina.
Ég hef síðan verið að missa mig
yfir hvað leikarinn Jamie Camp
bell Bower er algjörlega geggjaður
í hlutverki sínu. Tónlistarvalið
er síðan sér kapítuli en í þessari
seríu fáum við ekki bara Metallica
heldur er lag Kate Bush í einhverju
eftirminnilegasta atriði seinni
tíma í sjónvarpi. Nú þarf ég bara
að halda niðri í mér andanum þar
til lokaserían kemur.“
Fór fram úr væntingum
Tómas Gauti
Jóhannsson
handritshöfundur
„Nýja serían fór
gjörsamlega
fram úr mínum
væntingum. Þau
ná að jarðtengja
spennuna og
hryllingsandrúmsloftið miklu
meira. Ég var aldrei beint hræddur
við skrímslin í hinum seríunum en
í þessari þá var púlsinn hraður og
spennustigið fullkomið.
Þessi sería er ekki bara solid
nostalgíu poppkúltúr rúnk. Hún
var svo miklu meira og klárlega
besta hingað til. Ég vona innilega
við séum ekki á leiðinni í ein
hverja hasar endakall seríu. Finnst
þættirnir njóta sín mest í dulúð og
hægri uppbyggingu.“ n
Slær í gegn þvert yfir línuna
Hvernig líst þér á seinni hluta
Love Island?
Hafrún Elísa
Sigurðardóttir
aðdáandi
Love Island
serían í ár er
mjög góð og
spennandi. Ástin
er heldur betur
í villunni en við
erum að sjá, því
miður, mikið af eitraðri ást og
svikum. Það er mikið af drama í
hverjum þætti en það gerir þætt
ina svona góða. Þessi sería er góð
forvörn fyrir ungt fólk um hvernig
á ekki að koma fram við makann
sinn. Minn peningur fer á sjóðandi
heita parið EkinSu og Davide. n
Peningurinn á
Ekin-Su og Davide
Frú Ragnheiður, skaðaminnkun
Hafrún Elísa Sigurðardóttir
EkinSu og Davide eru afar vinsæl.
© GRAPHIC NEWSHeimild: Screen Rant, MovieWeb, Polygon Myndir: Netix, Amazon
Amazon er með dýpri vasa en Netix og hefur efni á því
að kasta peningahrúgu í dýr verkefni.
Átta þættir verða sýndir þann 2. september 2022.
Framleiðslukostnaður á hvern þátt af vinsælum streymisþáttum
The Crown
(2016-2020, Netix)
The Morning Show
(2019-2021, Apple TV+)
Game of Thrones
(Sería 8, 2019, HBO)
The Mandalorian
(2019-2020, Disney+)
The Pacic
(2010, HBO)
WandaVision
(2021, Disney+)
Obi-Wan Kenobi
(2022, Disney+)
Stranger Things
(Sería 4, 2022, Netix)
The Lord of the Rings:
The Rings of Power
(Sería 1, 2022, Amazon)
Friends (Sería 10,
2004, HBO/Netix)
Níu þættir voru sýndir
í tveimur hollum
í maí og júlí 2022.
$13m
$10m
$15m
$15m
$15m
$20m
$25m
$25m
$30m
$58m
Netix er undir smásjá heimsins með sífællt færri áskrifendur og tekjutap.
Fjórða serían af Stranger Things var ekki nóg til að snúa við fækkun áskrifenda.
Síhækkandi kostnaður streymisveituþátta
n Lykilspurningin
n Lykilspurningin
n Sérfræðingurinn
Samúel Karl
Ólafsson
blaðamaður
HBO er brátt
að fara að gefa
út forfram
hald af Game
of Thrones. Ný
stikla kom út
á dögunum og
Samúel Karl, blaðamaður á Vísi og
aðdáandi, er hrifinn.
„Þessi stikla úr House of the
Dragon þykir mér mjög efnileg
og sýnir að HBO virðist ætla að
halda sama framleiðslugildi og í
Game of Thrones. Það virðist við
fyrstu sýn ekkert minni metnaður
í þessum þáttum en var í Game
of Thrones, við framleiðsluna alla
vega.
Þættirnir fjalla um mjög áhuga
vert tímabil Westeros í söguheimi
George R.R. Martin og sömu
leiðis sjónrænu, en þessi átök um
hásætið fræga kallast Drekadans.
Drekar munu berjast, og bræður
líka. Þetta verður í það minnsta
mikið sjónarspil en ég bind miklar
vonir við þessa þætti. Það er þó að
mínu mati nokkuð hæpið að HBO
takist að fanga heimsbyggðina
með House of the Dragon eins
Game of Thrones þættirnir gerðu,
en forsvarsmenn fyrirtækisins
vilja auðvitað reyna á það hvort
gæsin geti verpt öðru gulleggi, ef
svo má segja.
Auk þessara þátta eru nokkrar
aðrar seríur úr söguheiminum í
vinnslu. Má þar nefna sögu prins
essunnar Nymeríu, sem stofnaði
House Martell og Dorne, og
mögulega seríu um líf Jon Snow
eftir atburði Game of Thrones.
Þá er einnig unnið að seríu um
ævintýri Corlys Velaryon, sjávar
snáksins svokallaða, sem er einnig
mikilvæg persóna í House of the
Dragon.“ n
Gæsin gæti verpt
öðru gulleggi
Netflix hefur misst millj-
ón áskrifendur til viðbótar
síðustu mánuði. Hafsteinn
Sæmundsson, hlaðvarps-
þáttastjórnandi og kvik-
myndaáhugamaður, segist
hafa sínar kenningar um það
hvers vegna.
odduraevar@frettabladid.is
Milljón áskrifendur hafa kvatt Net-
flix-streymisveituna frá því í apríl
síðastliðnum. Streymisveitan er þó
enn sem komið er sú langstærsta í
heimi, með um 220 milljónir áskrif-
enda. Stjórnendur Netflix óttuðust
í upphafi ársins að tvöfalt f leiri
áskrifendur myndu kveðja veituna.
„Ef það var eitthvað eitt, þá var
það Stranger Things,“ segir Reed
Hastings, forstjóri Netflix, spurður
út í það hvað hafi hægt á f lótta
áskrifenda.
„Ég hef ekki einu sinni horft á
seríuna,“ segir Hafsteinn hlæjandi,
spurður um það hvort Stranger
Things 4 hafi reynst haldreipi Net-
f lix-manna í sívaxandi streymis-
veitustríði gegn veitum eins og Dis-
ney+, Amazon Prime og HBO Max.
Allt annað landslag
„Ég kláraði fyrstu seríuna og fannst
seinni seríurnar alltaf hljóma eins
og algjör þvæla. Þannig að ef þú
nærð mér ekki með fyrstu seríunni
þá nenni ég ekki meir. Við getum
orðað það þannig að það er svo
mikið af góðu sjónvarpsefni og
maður þarf að vera gripinn strax.“
Spurður að því hvaða streymis-
veitu hann noti mest segir Haf-
steinn að þetta sé flókin spurning.
„Prime finnst mér góð. Hún kostar
líka svo lítið og ég elska gömlu hryll-
ingsmyndirnar þar, en svo er líka
Apple að gera alveg geggjaða hluti,“
segir Hafsteinn, sem segist skilja
vel að Netflix tapi nú áskrifendum
í hrönnum.
„Ég hef fylgst mjög mikið með
þessu og það sem Netflix þarf að
tækla í dag er eitthvað sem ekki
þurfti að tækla fyrir fimm árum.
Það er samkeppnin. Það sem þeir
gerðu líka, og mér finnst ekki snið-
ugt, er að þeir hækka verð og bjóða
svo upp á slakt efni. Gæðin á Netflix
eru ekki nógu mikil, þeir hafa ein-
beitt sér of mikið að fjölda frekar en
gæðum,“ segir Hafsteinn.
„Þeir hafa verið að dúndra út
efni, jafnvel með geggjuðum leik-
urum, sem er samt drasl. Svo gera
þeir myndir eins og Irishman, sem
ekkert stúdíó var tilbúið að gera út
af kostnaði, en þeir gera þetta bara
samt og hækka verðið hjá sér. Þetta
fer öfugt ofan í fólk sem svarar þá
bara með því að hætta við áskriftina
og fara annað.“
Hafsteinn segir að ástæðan sé
tvíþætt. „Það er samkeppnin. Það
er svo mikið í boði. Seinni ástæðan
er draslið. Hættið að gera drasl.
Netflix gerir kvikmyndir, þeir gera
sjónvarpsþætti, þeir gera uppistönd,
þeir gera heimildarþætti, þeir gera
anime-teiknimyndaþætti og svo eru
þeir að fara að dýfa tánum út í tölvu-
leikjaframleiðslu.“
Hafsteinn segir að það færi Net-
flix betur að reyna að skapa sér ein-
hvers konar sérstöðu. „Ekki reyna
að gera allt í einu.“
Fólk þreytt
Þá bendir Hafsteinn á að það hjálpi
Netflix ekki hve miklar tafir hafi
orðið á eftiráframleiðslu og gerð
tæknibrellna, meðal annars vegna
Covid-heimsfaraldursins. „Stranger
Things á svo að vera flaggskip, en ég
hefði haldið að það væri alls ekki
nóg að vera bara með eina svona
stóra seríu,“ segir Hafsteinn.
„Síðan er annað sem er nauðsyn-
legt að sé hluti af þessu samtali. Fólk
er komið með nóg af því að vera að
eyða tíma sínum í að horfa á seríu,
sem Netflix ákveður svo skyndilega
að hætta að framleiða. Netf lix er
alræmt fyrir þetta,“ segir Hafsteinn.
„Þeir eru farnir að hætta mis-
kunnarlaust við seríur, þar sem
eru jafnvel komnar tvær eða þrjár
seríur og þá verður fólk eðli máls-
ins samkvæmt bara pirrað,“ útskýrir
Hafsteinn, en sem dæmi má nefna
Mindhunter, seríu úr smiðju Netflix
um FBI-lögreglumenn, sem Netflix
hætti við að tveimur seríum lokn-
um. „Netflix hendir öllu í vegginn
og sér svo hvað festist. Þú getur ekki
rekið fyrirtæki þannig.“ n
Veggjakast Netflix
farið að draga dilk
á eftir sér
20 Lífið 22. júlí 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 22. júlí 2022 FÖSTUDAGUR