Skessuhorn


Skessuhorn - 28.07.2021, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 28.07.2021, Blaðsíða 12
miðvikudagur 28. júlí 202112 myndavél hefur verið komið fyr- ir undir vatnsyfirborðinu í veiði- fossi í grímsá. Fossinn er framan við veitingahúsið í Fossatúni og er fyrrum helsti maðkveiðistaður ár- innar, en ekki er veitt í honum eft- ir að grímsá varð eingöngu flugu- veiðiá. allur lax í ánni þarf að fara upp veiðifoss og því hafa gestir á útipalli veitingahússins í Fossatúni löngum getað séð fiskinn stökkva þar. myndavél eykur á þessa upplif- un gesta þar sem möguleiki er á að sjá laxinn athafna sig undir vatns- yfirborðinu og í beinni útsendingu á skjá í sal veitingahússins. að sögn Steinars Berg í Fossatúni stendur til að þróa hugmyndina enn frek- ar ef vel tekst til, jafnvel bæta við myndavélum og hafa útsendinguna aðgengilega í rauntíma á netinu. mm mæðrastyrksnefnd akraness er að fá margar beiðnir um matar- aðstoð þessa dagana. Það er víða þröngt í búi. „Ef einhverjir eru af- lögufærir með að styrkja félagið, þannig að hægt sé að veita öðrum lið, þá er reikningsnúmerið okkar: 0552-14-402048 kt: 411276-0829,“ segir í tilkynningu til íbúa á akra- nesi og í nágrenni. „við gefum út reikning fyrir bókhaldið hjá fyrir- tækjum,“ bæta konurnar í mæðra- styrksnefnd akraness við. mm vegagerðin og landeigendur graf- ar í Þorskafirði náðu á föstudag- inn samkomulagi um vegalagn- ingu í gufudalssveit. Þar með er langþráðum áfanga náð í deilu sem nær fjölmörg ár aftur í tímann, en nú hefur framgangur nauðsynlegra samgöngubóta á sunnanverðum vestfjörðum loks verið tryggður. Eigendur grafar voru þeir einu sem ósamið var við. deilur hafa staðið um framkvæmdina vegna áhrifa á umhverfið. við endurupp- töku málsins nú síðustu ár hefur í allri hönnun verið lögð höfuð- áhersla á að leita leiða til þess að lágmarka þau áhrif eins og nokk- ur kostur er. „vegagerðin og eigendur graf- ar eru á einu máli að standa vel að verki og vanda frágang eins og kostur er. landeigendur graf- ar hafa staðið gegn framkvæmd- inni með hagsmuni náttúrunnar að leiðarljósi og verið í forgrunni í þeirri baráttu. í kjölfar niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála varðandi fram- kvæmdaleyfi hafa þeir hins vegar unnið að því með vegagerðinni að laga framkvæmdina sem best að landi innan landamerkja graf- ar þannig að hún hafi sem minnst inngrip í náttúruna,“ segir í til- kynningu. Framkvæmdir hófust sumarið 2020 með endurbyggingu vest- fjarðavegar frá Skálanesi í gufu- dal sem gert er ráð fyrir að ljúki nú á næstu vikum og verður þá rúm- lega fimm km kafli vestfjarðaveg- ar lagður bundnu slitlagi. Nú í vor hófust svo framkvæmdir við þver- un Þorskafjarðar frá kinnarstöð- um að Þórisstöðum og er bygging 260 m langrar brúar að hefjast og er gert ráð fyrir verklokum 2024. Næsti áfangi verksins er bygging djúpadalsvegar, rúmlega fimm km langs vegar sem mun tengja djúpadal við nýjan vestfjarðaveg. útboð var auglýst 21. júlí síðast- liðinn og gert er ráð fyrir að þeim framkvæmdum verði lokið sumar- ið 2022. Frekari útboð verða svo auglýst í haust. mm Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norð- vesturkjördæmi var samþykktur á fundi kjördæmisráðs flokksins síðastliðinn sunnu- dag. Efstu sæti eru skipuð í samræmi við niðurstöðu prófkjörs sem fram fór í júní. Þórdís kolbrún reykfjörð gylfadóttir, varaformaður og ráðherra, leiðir listann. í öðru sæti er Haraldur Benediktsson, al- þingismaður og bóndi. í þriðja sæti er Teit- ur Björn Einarsson, lögfræðingur og vara- þingmaður, í fjórða sæti Sigríður Elín Sig- urðardóttir sjúkraflutningakona og í fimmta sæti er guðrún Sigríður Ágústsdóttir ráð- gjafi. Listann í heild sinni er þannig: Nr. 1. Þórdís kolbrún reykfjörð gylfa- dóttir, varaformaður og ráðherra Nr. 2. Haraldur Benediktsson, alþingis- maður og bóndi Nr. 3. Teitur Björn Einarsson, lögfræðing- ur og varaþingmaður Nr. 4. Sigríður Elín Sigurðardóttir sjúkra- flutningakona Nr. 5. guðrún Sigríður Ágústsdóttir ráð- gjafi Nr. 6. Örvar már marteinsson skipstjóri Nr. 7. magnús magnússon sóknarprestur Nr. 8. lilja Björg Ágústsdóttir, lögmaður og forseti sveitarstjórnar Nr. 9. Bjarni Pétur marel jónasson, starfar við aðhlynningu Nr. 10. Bergþóra ingþórsdóttir, nemi í félagsráðgjöf Nr. 11. Friðbjörg matthíasdóttir, oddviti og viðskiptafræðingur Nr. 12. Sigrún Hanna Sigurðardóttir, bú- fræðingur og bóndi Nr. 13. anna lind Særúnardóttir, meist- aranemi í félagsráðgjöf Nr. 14. gísli Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Tengils og formaður byggðarráðs Nr. 15. guðmundur Haukur jakobsson, pípulagningameistari og forseti sveitar- stjórnar Nr. 16. Eyrún ingibjörg Sigþórsdóttir, við- skiptafræðingur. mm Hefð er fyrir því í reykhólahreppi að útnefna íbúa ársins á reykhóla- dögum. að þessu sinni var það Sól- ey vilhjálmsdóttir í króksfjarðar- nesi sem varð fyrir valinu.. „Sóley hefur alla tíð verið dugleg og dríf- andi í ýmis konar félagsstarfi. Hún vann um árabil í útibúi landsbank- ans í króksfjarðarnesi, síðast sem útibússtjóri, allt þar til útibúið var lagt niður. Þjónusta hennar við við- skiptavini útibúsins var einstaklega góð og ævinlega hugsað í lausnum þegar úrlausnarefni bar að hönd- um,“ segir í umsögn sem birt var á vef reykhólahrepps. mm Margar beiðnir að berast um mataraðstoð Skjáskot af myndbandi úr Veiðifossi. Myndarlegur lax stormar upp hylinn. Gestir á veitingastaðnum geta fylgst með laxinum í hylnum Sóley Vilhjálmsdóttir og Arnór Grímsson. Sóley kosin íbúi ársins í Reykhólahreppi Tölvumynd af framtíðarvegi yfir Þorskafjörð og út Teigsskóg að vestanverðu. Samkomulag landeigenda Grafar og Vegagerðarinnar Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti framboðslista sinn Þórdís Kolbrún og Haraldur skipa efstu sæti listans.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.