Skessuhorn - 11.08.2021, Blaðsíða 2
mIðVIkudAguR 11. ÁgúST 20212
Nú þegar sólin hefur loksins ver-
ið að láta sjá sig á Vesturlandi síð-
ustu daga er ekki úr vegi að minna
á það að bera á sig og börnin væna
slummu af sólarvörn. Sólin á klak-
anum er sterk og margir gleyma sér
þegar þeir hlaupa af stað út í sól-
ina og ætla að fá sér skyndibrúnku
og koma svo til baka skaðbrenndir á
sál og á líkama. Því er um að gera að
fara varlega í þessum efnum enda
er sólbrúnkan fljót að yfirgefa okk-
ur þó hún gefi okkur eins og malt-
ið, hraustlegt og gott útlit. Því eins
og maðurinn sagði: „Betri er bónda-
brúnka en engin brúnka.“
Á fimmtudag verður hæg breytileg
átt og skýjað með köflum en norð-
austan 5-10 m/s og dálítil væta með
suðaustur ströndinni. Hiti 11 til 20
stig, hlýjast inn til landsins. Á föstu-
dag verður norðlæg átt, 3-10 m/s og
skýjað að mestu, lítilsháttar rigning
austanlands fram eftir degi en bjart-
viðri suðvestan til. Kólnar lítillega
fyrir norðan og austan. Á laugardag
verður vestlæg eða norðvestlæg
átt, 5-10 m/s og skýjað en þurrt að
mestu. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast syðra.
Á sunnudag verður ákveðin suð-
vestlæg átt með rigningu í flestum
landshlutum en fremur hlýtt veður.
Á vef Skessuhorns var spurt í síðustu
viku: Syngur þú í baði/sturtu? 72%
sögðust aldrei gera það, 20% svör-
uðu stundum og 8% sögðust alltaf
syngja í sturtu eða baði.
Í næstu viku er spurt:
Ferðu oft út að borða?
Skjaldbakan Marteinn, eða Matti
eins og hún er kölluð, er 27 ára með
mikla ævintýraþrá og hún ákvað að
skreppa út á lífið fyrir nokkrum vik-
um. Ferðin gekk hægt eins og oft-
ast hjá skjaldbökum og þó, Matti
náði að komast alla leið í fjöruna
við Kalmansvík þar sem ætlunin var
kannski að húkka far með einhverju
skemmtiferðaskipinu og kíkja í
heimsókn til Galapagoseyja á ættar-
mót. Marteinn er verðugur Vestlend-
ingur vikunnar.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Vestlendingur
vikunnar
Veðurhorfur
Líklega óbreytt-
ar samkomutak-
markanir
LANDIÐ: Ríkisstjórnin hélt
síðdegis í gær blaðamanna-
fund í Reykjanesbæ. Þar voru
ýmsar ákvarðanir stjórnarinn-
ar kynntar, svo sem um þing-
rof og sitthvað fleira. Svan-
dís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra sagði þar frá minn-
isblaði Þórólfs guðnasonar
sóttvarnalæknis. Hann legg-
ur til að núverandi sóttvarna-
reglugerð verði framlengd um
tvær vikur. Að óbreyttu hefðu
þær runnið út að kvöldi föstu-
dagsins 13. ágúst. Fram kom
að hlutfall jákvæðra sýna hef-
ur verið tiltölulega mikið og
greind smit mörg í landinu.
Vísaði Svandís til orða Þórólfs
um að verið væri að rannsaka
áhrif veikinnar á bólusett fólk.
Ekki er komin reynsla á gang
veikinda þeirra sem eru sjö-
tugir og eldri þar sem helm-
ingur þeirra hefur verið veikur
í innan við viku. Svandís sagð-
ist gera ráð fyrir að skólastarf
verði með sama hætti og al-
mennt í samfélaginu, með 200
manna fjöldatakmörkunum.
Þó verði grímuskylda minni
þar sem börn sem fædd eru
eftir 2006 geta tekið grímuna
niður þegar þau setjast niður
í kennslustofum sínum síðar í
mánuðinum. -mm
25 smitaðir í gær
VESTURLAND: Fjöldi
smitaðra af Covid-19 á Vestur-
landi var í gær 25 og 42 að auki
voru í sóttkví. Langflest smit-
anna voru í umdæmi heilsu-
gæslu HVE á Akranesi, eða
15. Í grundarfirði eru fimm
í einangrun, fjórir í Ólafsvík
og einn í Borgarnesi. 27 voru í
sóttkví á Akranesi, sex í Borg-
arnesi, sex í grundarfirði og
þrír í Ólafsvík. Í heilsugæslu-
umdæmum HVE í Stykkis-
hólmi og Búðardal voru engir
hvorki í sóttkví eða einangrun.
Þetta kemur fram í yfirliti sem
Lögreglan á Vesturlandi gaf út
í gær. -mm
Leiðrétt
SKESSUHORN: Í síðasta
tölublaði Skessuhorns, í dálk-
inum dagur í lífi, vantaði nafn
viðkomandi. Hún heitir guð-
rún Vigfúsdóttir. Biðjumst við
velvirðingar á þessum mistök-
um. - vaks
Steypt undir
viðbyggingu
STYKKISHÓLMUR: Í gær,
þriðjudag, var steyptur sökk-
ull undir nýja viðbyggingu við
leikskólann í Stykkishólmi.
Frá þessu var greint á vef
Stykkishólmsbæjar en með-
fylgjandi mynd er sömuleið-
is þaðan. Börnin á leikskól-
anum fylgdust áhugasöm með
steypuvinnunni. -arg
Á fjörunni við Ytri Tungu í Stað-
arsveit lá í síðustu viku búrhval-
shræ sem þar rak á land 25. júlí
síðastliðinn. um er að ræða rúm-
lega tólf metra langan tarf sem að
líkindum hefur verið löngu dauð-
ur áður en hann rak á fjörur Stað-
sveitunga. Lyktin af hræinu bend-
ir í það minnsta til að skepnan sé
ekki nýdauð. Hræið vakti athygli
ferðafólks sem voru að mynda það
í gríð og erg þegar Tómas Freyr
kristjánsson fréttaritari Skessu-
horns leit þar við síðastliðinn mið-
vikudag.
mm/ Ljósm. tfk.
Skammt vestan við Sjóminjasafn-
ið á Hellissandi er nú tekið að rísa
úr jörðu hús Þjóðgarðsins Snæfells-
jökuls sem ber nafnið Jökulhöfði.
Húsið kemur til með að þjóna hlut-
verki þjóðgarðsmiðstöðvar, sem
Á fundi í hreppsnefnd Eyja- og
miklaholtshrepps síðastliðinn mið-
vikudag var tekið fyrir erindi frá
Snæfellsbæ dagsett 20. júlí síðast-
liðinn þar sem óskað er eftir af-
stöðu sveitarstjórnar til þess að
hafnar verði formlegar sameining-
arviðræður milli sveitarfélaganna.
Hreppsnefnd samþykkti með fjór-
um atkvæðum að hefja formlegar
viðræður við Snæfellsbæ um sam-
einingu sveitarfélaganna. gísli
guðmundsson greiddi atkvæði á
móti og lét bóka að hann teldi sam-
einingaviðræður ekki tímabærar að
svo stöddu.
meirihluti hreppsnefndar lagði
til að skipuð verði sameiningar-
nefnd sem getur síðan skipað und-
irnefndir ef þurfa þykir. Oddvita
og varaoddvita var falið að sitja
í nefndinni fyrir hönd Eyja- og
miklaholtshrepps. Jafnframt var
lagt til á fundi hreppsnefndar að
sveitarfélögin ráði ráðgjafafyrir-
tæki sem haldi utan um verkefnið
sem sjái m.a. um að stýra samtalinu
við íbúa. Eggerti kjartanssyni odd-
vita var veitt heimild til að vinna
að ráðningu ráðgjafa í samráði við
bæjarstjórn Snæfellsbæjar. mm
Ferðamenn flykktust að hræinu og létu lyktina ekki trufla góða mynd.
Búrhval rak á land í Staðarsveit
Breki Berg Tómasson lýsir ágætlega lyktinni sem lá í loftinu.
Ný Þjóðgarðsmiðstöð farin að taka á sig mynd
móttökustaður fyrir ferðamenn og
starfsmannaaðstaða þjóðgarðsins.
Verktakafyrirtækið Húsheild
er með framkvæmdirnar á sínum
herðum en samkvæmt útboðsgögn-
um er stefnt á að þeim ljúki næsta
vor. Skipslaga byggingin verður um
700 fermetrar að flatarmáli og er
nú búið að reisa húsið og hluta stál-
grindarinnar sem ber uppi stefni
hússins.
mm
Framúrstefnuleg hönnun þjóðgarðsmiðstöðvarinnar Jökulhöfða sem Teiknistofan Arkís hannaði.
Byrjað er að reisa
burðarvirkið
fyrir skipslaga
totuna sem rísa
mun austur úr
húsinu.
Samþykkt að hefja sameiningarviðræður
tveggja sveitarfélaga á Snæfellsnesi