Skessuhorn - 11.08.2021, Side 18
mIðVIkudAguR 11. ÁgúST 202118
Þau guðrún maría Björnsdóttir
og Jóhann Páll Þorkelsson, bænd-
ur á Snartarstöðum í Lundarreykj-
ardal í Borgarfirði, setja sig nú í
startholurnar fyrir komandi ver-
tíð í kartöfluuppskeru. „kartöflu-
vertíðin byrjar fyrr en við áttum
von á. uppskeran er fyrr heldur
en venjulega, miðað við hvað vor-
ið var kalt,“ segir guðrún maría,
eða gunna mæja eins og hún er
alla jafnan kölluð, um leið og hún
tínir, vigtar og flokkar nýupptek-
ið smælki í þar til gerða poka fyr-
ir kartöfluþyrsta viðskiptavini sína.
Ásamt því að rækta kartöflur eru
þau með tæplega 40 mjólkandi kýr,
160 kindur og 20 geitur. Blaðamað-
ur Skessuhorns spjallaði við bænd-
urna um komandi uppskeru, áskor-
anir sem fylgir kartöfluræktun og
nýja húsnæði fjölskyldunnar.
Bruninn
Fjölskyldan á Snartarstöðum lenti í
því sem allir óttast. Aðfararnótt 2.
júní á síðasta ári brann íbúðarhús
þeirra. upptök eldsins voru rakin
til spjaldtölvu. Húsið gjöreyðilagð-
ist í brunanum ásamt öllu innbúi.
Engan slasaðist þó í eldinum þar
sem allir komust óskaddaðir út í
tæka tíð áður en aðstoð var kölluð
til. Í kjölfar brunans tók við tíma-
bundin óvissa varðandi heimili fjöl-
skyldunnar á Snartarstöðum. kom
fljótt í ljós að fjölskyldan skyldi fá
23 milljónir króna í tryggingarbæt-
ur fyrir húsið en nú er búið að reisa
nýtt á grunni þess gamla. Fjöl-
skyldan flutti inn undir lok síðasta
árs og hefur verið að hreiðra um
sig síðan. „Það er ýmiss frágangur
sem á eftir að klára í húsinu,“ segir
gunna mæja um nýja heimilið. Á
meðan framkvæmdir á nýju íbúð-
arhúsi stóðu yfir gisti fjölskyldan í
15 fermetra óeinangruðu gestahúsi
sem er staðsett á móti íbúðarhús-
inu. Þau fengu að auki gám að láni
sem notaður var sem eldhús.
Frosinn koddi
gunna mæja og Jóhann Páll höfð-
ust við í gestakofanum lengur en
þau ætluðu sér, eða fram í nóv-
embermánuð, áður en þau svo
færðu sig um set yfir í nýja hús-
ið sitt. Húsið var þá að vísu ókl-
árað en komið vel á veg. „Ég var
að fara að búa um einn morgun-
inn og toga í koddann hans Jó-
hanns sem lá þá upp við timbur-
vegginn í gestahúsinu þar sem við
héldum til. koddinn virtist vera
eitthvað fastur en gaf sig svo frá
veggnum með tilheyrandi hljóð-
um. Þá áttaði ég mig á að koddinn
hefði frosið fastur við vegginn. Þá
sagði ég bara; nei, hér sofum við
ekki í nótt,“ segir gunna mæja og
hlær við tilhugsunina en þau hafa
eftir þetta gist á nýja heimili sínu.
„Þá var búið að tengja gólfhitann
í nýja húsinu svo við fluttum inn í
hlýjuna,“ bætir hún við.
„Við gunna vorum aðallega í
gestahúsinu á meðan þessi tími
stóð yfir. Stelpurnar voru um
haustið að megninu til hjá ömmu
sinni og afa sem búa í Bæjarsveit-
inni. Þá var kominn skóli og svona
og hægt að fara í bað hjá ömmu og
afa, eðlilegt bað, en ekki í sund-
laug hér inn í dalnum sem var ann-
ars baðaðstaðan okkar gunnu alla
jafnan á þessu tímabili,“ útskýrir
Jóhann Páll léttur í lund.
Ætlaði aldrei að gerast
kartöflubóndi
Jóhann Páll og gunna mæja gerðu
tilraun til kartöfluræktunar fyrst
fyrir þremur árum og hafa ver-
ið að prófa sig áfram í ræktuninni
síðan. En samkvæmt Jóhanni, sem
kemur af kartöflubændum norður í
Eyjafirði, var planið aldrei að fara
kartöfluleiðina í lífinu. „Ég ætlaði
aldrei að gera þetta. Þetta var svo
rosalega mikil vinna hvernig þetta
var gert heima. Það var farið eft-
ir gömlu aðferðinni,“ segir Jóhann
Páll. „Ég fór samt sem áður svipaða
leið ef út í það er farið. keypti mér
alveg eins vél til að taka upp. Svo er
ég með gömlu vélina heima til að
setja niður kartöflurnar. Í rauninni
sama brasið en við höfum auðveld-
að aðferðina við að koma kartöfl-
unum til neytandans. Aðferðirnar
heima voru barn síns tíma,“ bætir
Jóhann við. „Einn frændi hans Jó-
hanns hélt hreinlega að hann væri
orðinn ruglaður að ætla að fara út
í þetta,“ bætir gunna mæja við og
hlær.
Helvítis, hellings vinna
Ræktaðar eru þrjár tegundir af
kartöflum á Snartarstöðum; rauð-
ar íslenskar, gullauga og premier,
sem þau setja niður í einn og hálfan
hektara á landi sínu og skipta nið-
ur í þrjá kartöflugarða. Þessar þrjár
tegundir kartaflna eru jafnframt al-
gengustu afbrigði í ræktun hér á
landi. Premier er fljótvaxið afbrigði,
gullauga miðlungi fljótvaxið en
rauðar eru seinsprottnar. „Premier
kartöflurnar koma yfirleitt fyrstar
í búðirnar en eru líklega ekki eins
spennandi og gullaugað eða rauðu
íslensku. Yngri kynslóðin vill hins
vegar smælki, líklega því þær eru
svo mjúkar og góðar,“ segir Jóhann
Páll um litlu, smáu, eftirsóknar-
verðu kartöflurnar. „Það er kannski
ekki mikið í boði af smælki frá þess-
um stóru í kartöfluræktun hérlend-
is þar sem þeir vaða með vélarnar á
kartöflugarða sína. Smælkið verður
eftir í görðunum þar sem vélarnar
ná þeim ekki upp, það er svo smátt.
Það nennir náttúrlega enginn að
tína það upp,“ bætir Jóhann við en
þessa dagana eru þau hjúin í því að
handtína smælkið.
„Ég mæli ekkert sérstaklega með
því, en þetta venst. Smælkið er
gífurlega vinsælt en það er alveg
helvítis, hellings vinna við að tína
þetta,“ segir gunna mæja hrein-
skilin um leið og hún setur hand-
fylli af smælki í poka. „Við tökum
ekki upp með vél á þessu stigi, svo
þetta er allt handunnið. Yfirleitt
bíðum við fram í ágústlok við að
taka þetta upp með vél. Þá verða
kartöflurnar búnar að herða sig og
eru þá tilbúnar.“
Flusið viðkvæmt
Ísland er á norðurmörkum ræktun-
arsvæðis kartaflna og er því mikil
sveifla í uppskerumagni eftir tíðar-
fari. Passa þarf að bera á kartöflu-
garðana passlega mikið og á réttum
tíma. Nú eru kartöflurnar í miklum
vexti en svo þegar líður á og fer að
dimma og kólna meira þá fer kart-
aflan í hálfgerðan dvala og verður
sterkari. „kartaflan er eins og egg.
Við erum að taka þetta upp með
Kartöfluuppskeran í ár lofar góðu
-Rætt við kartöflubændur á Snartarstöðum í Lundarreykjardal
Jóhann Páll og Gunna Mæja, kartöflubændur í Lundarreykjardal.
Gullauga. Kartöflubændurnir segja allar nýjar kartöflur vera mjög góðar, sama
hvort þær eru litlar eða stórar.
Gunna Mæja sorterar nýupptekið smælki.
Hægt er að nálgast nýuppteknar kartöflur í gömlum Land Róver sem staðsettur er
úti við veg. Þar er sjálfsafgreiðslu fyrirkomulag.