Skessuhorn


Skessuhorn - 11.08.2021, Page 22

Skessuhorn - 11.08.2021, Page 22
mIðVIkudAguR 11. ÁgúST 202122 Við Esjurætur í litlu og notalegu húsi hitti blaðamaður Skessuhorns Carolin giese, eða Linu eins og hún er jafnan kölluð. Lina starf- ar sem ljósmyndari en hún hefur sérhæft sig í ljósmyndum af hest- um og hundum en einstaka kettir rata einnig í myndatökur til henn- ar. Lina er þýsk en hún kom fyrst til Íslands veturinn 2012 og vann í fjóra mánuði á hestabúi skammt hjá Egilsstöðum. Hún féll fyrir landinu og var ákveðin í að koma aftur. Hún lét verða af því fyrir tæpum tveimur árum og hefur verið hér síðan. Að- spurð segist hún ekkert vera á leið- inni aftur til Þýskalands á næstunni. „Ég elska Ísland, náttúruna hér, hestana og veðrið,“ segir hún og hlær. Blaðamaður kaupir ekki alveg þetta með veðrið og horfir á hana með mikilli vantrú. Lina hlær og fullyrðir að hún sé ekki að grínast. „Ég elska skýin, vindinn, myrkrið og kuldann. Ég er minna fyrir hita og bláan himinn marga daga í röð, eins og það hefur verið í Þýskalandi síðustu ár,“ segir hún sannfærandi. Persónuleiki íslenska hestsins heillaði Lina hefur haft áhuga á hest- um frá því hún var barn en um 13 ára gömul hitti hún fyrst ís- lenskan hest. „Ég var í fríi á hes- tabúi í Þýskalandi sem er með ís- lenska hesta. Ég varð strax heill- uð af þeim. Ég held það sé fyrst og fremst persónuleikinn þeirra, and- inn þeirra og karakter. Þeir eru líka svo fallegir og í allskonar skemmti- legum litum,“ segir Lina og bros- ir. Lina lauk námi í hestafræðum (equine science) í Þýskalandi og samhliða ljósmyndun er hún að vinna á hestabúinu í Steinsholti í Hvalfjarðarsveit. „Ég er þar tvo til þrjá daga í viku að þjálfa og huga að öllum þeim verkum sem til falla á svona búi,“ segir Lina og bætir við að nú sé þó sumarfrí hjá hest- unum. Áhuginn á ljósmyndun hef- ur líka verið til staðar frá því Lina var barn en hún átti gamla filmu- vél þegar hún var lítil en missti svo áhugann á ljósmyndun þegar hún var unglingur. Áhuginn kviknaði aftur um 17 ára aldurinn og fljót- lega fór Lina að sökkva sér alveg í ljósmyndun. „Þegar ég fæ svona ástríðu fer ég oftast á kaf,“ segir hún og hlær. En árið 2017 ákvað hún að stofna fyrirtæki utan um ljósmyndunina og hefur unnið við hana síðan. Drungalegur stíll „Ísland er paradís fyrir ljósmynd- ara, allavega mig,“ segir Lina og hlær. „Ég hef alltaf verið mjög tengd náttúrunni og nýt þess að vera úti, sérstaklega í íslensku veðri,“ segir hún en ljósmynda- stíll Linu er nokkuð drungalegur og dimmur og segir hún gott að ná slíkum myndum á Íslandi. Að- spurð segist hún bæði taka að sér að mynda ákveðna hesta eða hunda fyrir fólk en einnig fær hún að fara inn í hestahópa og taka mynd- ir fyrir sig sem hún svo selur. „Ég fæ oft að heimsækja hestahópa og þá er ég oftast ekki með neitt plan. Ég bara fer með myndavélina og sé hvað ég get fengið. Stundum fæ ég margar skemmtilegar myndir en stundum enga. Þetta er áskorun og ég elska það,“ segir hún. myndirn- ar notar hún svo til að gera dagatöl en einnig er hægt að kaupa prent hjá henni. „Ég tek líka mynd- ir fyrir fólk af ákveðnum hestum, bæði þar sem hesturinn er einn og í hópi. Stundum fer ég í hóp þar sem ég þarf að finna ákveðinn hest og ná myndum af honum. Það get- ur verið erfitt og tekst ekki alltaf en þá þarf ég að koma aftur,“ seg- ir Lina. Hún tekur einnig mynd- ir af hestamannamótum, ræktun- armyndir eða sölumyndir og seg- ist tilbúin að skoða allskonar verk- efni. Eftirminnilegasta myndatakan Spurð um skemmtilegustu mynda- tökuna segir Lina ólíklegt að eitt- hvað komi til með að toppa það að mynda hesta við eldgosið á Reykja- nesinu. „Ég fór að gosinu svona tveimur dögum eftir að það byrjaði og sá að ég bara varð að koma með hest þangað,“ segir Lina og brosir. Hún fann hesta sem pössuðu vel í þetta verkefni og segir þennan dag hafa verið einn þann besta. „Þetta var erfitt en vel þess virði. Við fór- um á hestunum leið sem notuð er við smölun á haustin svo við vorum ekki að fara innan um allt fólkið. Við þurftum að passa að velja dag þar sem veðrið hentaði, vindátt- in þurfti að vera rétt og það þurfti að finna hesta sem eru rólegir og góðir. Við gættum þess líka að vera nokkuð langt frá gosinu sjálfu. Þetta er sú myndataka sem stendur upp úr hjá mér og mun líklega allt- af gera,“ segir Lina. Hægt er að skoða myndir eftir Linu og hafa samband við hana á heimasíðunni hennar; linaimages. com eða í gegnum Instagram un- dir nafninu Linaimages. Þá verður hægt að skoða myndir eftir hana á sýningu sem hún ætlar að opna í útgerðinni í Ólafsvík í september. arg/ Ljósm Giese Myndir sem Lina hefur tekið bæði af hestum og hundum á Íslandi. Flutti til Íslands til að taka myndir af íslenska hestinum Carolin Giese flutti frá Þýskalandi til Íslands fyrir tæpum tveimur árum og starfar sem ljósmyndari. Lina með myndavélina í hópi hesta.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.