Skessuhorn


Skessuhorn - 11.08.2021, Síða 23

Skessuhorn - 11.08.2021, Síða 23
mIðVIkudAguR 11. ÁgúST 2021 23 hársnyrtimeistara Dagur í lífi... Nafn: Stefanía g. Sigurðardóttir Fjölskylduhagir/búseta: Ég er gift Pétri Svanbergssyni og við búum saman á Býlu 1 í Hval- fjarðarsveit ásamt hundinum Leó og kettinum Búa. Við Pétur eig- um saman þrjú börn, það eru þau kristín minney (41 árs), davíð minnar (38 ára), og karen gréta (28 ára). Þau eru öll fjölskyldufólk og löngu flutt að heiman. Starfsheiti/fyrirtæki: Hársnyrti- meistari og eigandi mozart hár- snyrtistofu á Akranesi. Áhugamál: Númer eitt, tvö og þrjú eru það barnabörnin. Einn- ig eldamennska, vinnan mín og ferðalög. Dagurinn: Fimmtudagurinn 5. ágúst. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég vaknaði klukkan 6:45 og það fyrsta sem ég gerði var að fara í sturtu. Hvað borðaðirðu í morgun- mat? Ég fæ mér alltaf einn banana á morgnana en þennan morgun- inn gerði ég undantekningu þar sem mér áskotnaðist heimabak- að brauð og heimagerð kæfa frá Sigurlaugu gísladóttur vinkonu minni í Hlíðarbæ. Hún er algjör snillingur í eldhúsinu. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Ég fór að heiman um klukkan átta en kom við hjá dóttur minni og yngsta barnabarninu. Ég hopp- aði aðeins með honum á trampól- íninu, það finnst okkur rosalega gaman. Þaðan fór ég til Silju All- ans vinkonu minnar í einn kaffi- bolla. upp úr klukkan níu var ég mætt í vinnu á mozart. Fyrstu verk í vinnunni? Nú byrja allir dagar á því að sótt- hreinsa stofuna hátt og lágt. Hvað varstu að gera klukkan 10? klippa. Hvað gerðirðu í hádeginu? Það er lítið um hádegishlé í hár- greiðslunni en í hádeginu vann ég og fékk mér Caliber skál á milli viðskiptavina. Hvað varstu að gera klukkan 14? klippa og lita. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég var að vinna til 19:30. Það síð- asta sem ég geri er að ganga frá og sótthreinsa. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Ég keyrði heim. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? grillaðir þorskhnakkar og risa- rækjur, og það var ég sem eldaði. Hvernig var kvöldið? Bara mjög afslappað, fór í heita pottinn og horfði á eina mynd. Hvenær fórstu að sofa? um klukkan 23. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Þreif af mér meiköppið og tann- burstaði mig. Hvað stendur upp úr eftir dag- inn? Það eru allir dagar skemmtilegir hjá mér og þessi var engin undan- tekning. Þakklát fyrir fólkið mitt og alla kúnnana mína, þeir eru yndislegir. Eitthvað að lokum? Vertu skipstjóri í þínu lífi, ekki far- þegi. Samtímamyndlistarhátíðin Plan-B var haldin í sjötta skiptið í Borgar- nesi um liðna helgi. Hátíðin hefur frá árinu 2016 fest sig í sessi sem þekkt stærð í íslensku listalífi og vex ásmegin ár frá ári. „Hátíðin gekk mjög vel fyrir sig þetta árið og má líklegast tengja það við þann sveigj- anleika sem við höfum þurft að til- einka okkur síðasta ár við skipulag og undirbúning. Vegna aðstæðna í samfélaginu þá höfum við velt við steinum og skoðað margskonar möguleika varðandi framsetningu og framkvæmd hátíðarinnar,“ seg- ir Sigthora Odins, einn af skipu- leggjendum hátíðarinnar í samtali við Skessuhorn. „Við erum því orð- in nokkuð sjóuð í að sleppa tökum á því sem við stýrum ekki og skoðum heldur möguleikana sem felast í því sem við köllum yfirleitt hindranir í daglegu tali. En það er hægt að líta á hindranir á tvennskonar hátt, sem algjör vandræði eða sem dulbúna gjöf því þar finnum við nýjar leið- ir ef þær eru til staðar,“ bætir hún jákvæð við. „Listin á erindi við alla“ Skipuleggjendur Plan-B áætla að á annað hundrað manns hafi heim- sótt Borgarnes síðastliðinn laug- ardag þegar dagskrá hátíðarinnar stóð sem hæst og dreifðist fjöldinn vel á sýningarstaði sem voru átta talsins þetta árið. Formleg opnun var í húsnæði Borgarbyggðar, fyrr- um húsnæði Arion banka, og dró hún flesta gesti til sín en fólk sem sótti hátíðina var duglegt að fara á milli sýningarrýmanna og vildu ná að upplifa öll eða flest listaverkin á hátíðinni, að sögn Sigthoru. „Það er alltaf jafn ánægjulegt að upplifa áhuga fólks fyrir samtímamynd- list og sjá svona góðan fjölda sækja hátíðina heim og um leið skoða sig um og njóta þess sem bærinn býð- ur upp á. Listin á erindi við alla og því er svona vettvangur eins og Plan-B mikilvægur fyrir samfélagið því listamennirnir gefa almenn- ingi innsýn inn í hvernig hægt er að hugsa út fyrir línur, tileinka sér dirfsku og svo var mikil leikgleði og frelsi sem var nokkuð sammerkt með listaverkum hátíðarinnar. Það fannst okkur í verkefnastjórn mjög hressandi tilbreyting frá endalaus- um áfallafréttum og fréttum af heimsfaraldrinum og fylgifiskum hans,“ segir Sigthora jákvæð. Vilja spennandi listalíf í Borgarnesi um 100 tillögur að verkum bárust hátíðinni til þátttöku þegar opið kall var sent út í vor og sérstök val- nefnd valdi inn fimmtán verk að þessu sinni. Sá fjöldi verka sem val- inn er inn takmarkast annars veg- ar við fjármagn en einnig við sýn- ingarrými hátíðarinnar hverju sinni og þar sem Plan-B hefur ekki fast aðsetur getur skapast flækjustig að lofa fleirum verkum þátttöku en húsrými bíður upp á. „markmið okkar sem standa að hátíðinni er að Plan-B eigi eftir að halda áfram að stækka og þróast og að í Borgarnesi eigi eftir að byggjast upp mikið og spenanndi listalíf og menningarhús samtímalistar en ýmsar hugmynd- ir hafa verið bornar á borð sveita- stjórnar í gegnum tíðina. Við höld- um enn í þá von að þær hugmynd- ir verði að veruleika, það er í raun ekki mikið sem vantar upp, hér er fólk á svæðinu sem er menntað og vinnur í menningu á svæðinu og svo eru húsrými sem hefur endalausa möguleika. Það sem vantar er eins og alltaf fjármagn en það þarf allt- af smá fjármagn til að starta hlutum sem svo eiga eftir að gefa margfalt tilbaka,“ segir Sigthora bjartsýn. Tækifærin eru til staðar Plan-B hátíðin er orðin vel þekkt, bæði innan myndlistargeirans og víðar. „Við í teyminu erum virkilega stolt af þessu verkefni, við leggjum metnað okkar og allan þann tíma sem við getum til að koma þessu verkefni á laggirnar ár eftir ár og horfum full innblásturs til framtíðar því við sjáum svo marga möguleika sem standa samfélaginu til boða tengda listum og skapandi geir- anum. Við viljum að lokum þakka Borgarbyggð; bæði sveitastjórn og samfélaginu öllu, fyrir að taka þátt í þessu með okkur og styðja við há- tíðina með þeim hætti sem það ger- ir,“ segir Sigthora ánægð að end- ingu. glh/ Ljósm. Plan-B. Listahátíðin Plan-B vel sótt í Borgarnesi um liðna helgi List á sögulofti Landnámsseturs Íslands. Gestir Plan-B njóta listar í Grímshúsi í Brákarey. Alls voru átta sýningarrými á víð og dreif um bæinn, þar á meðal í Blómasetrinu Kaffi Kyrrð. „Það er alltaf jafn ánægjulegt að nema áhuga fólks fyrir samtímamynd- list,“ segir Sigthora Odins, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.