Skessuhorn - 11.08.2021, Side 31
mIðVIkudAguR 11. ÁgúST 2021 31
kári lék gegn liði Njarðvíkur á
Rafholtsvellinum suður með sjó á
föstudaginn í 2. deild karla í knatt-
spyrnu. Lítið markvert gerðist í
fyrri hálfleik en Njarðvík komst
yfir á 50. mínútu þegar kenneth
Hogg skallaði boltann í mark kára
en Ísak Örn Elvarsson jafnaði met-
in skömmu síðar með skalla eftir
hornspyrnu. Njarðvík komst síðan
aftur yfir á 69. mínútu þegar ken-
neth Hogg skoraði sitt annað mark
í leiknum eftir að hafa lagt boltann
snyrtilega í markhornið. káramenn
lögðu þá allt í sóknina það sem eft-
ir var leiks og á fjórðu mínútu í
uppbótartíma braut markvörð-
ur Njarðvíkur af sér innan víta-
teigs og víti réttilega dæmt. garð-
ar gunnlaugsson steig á punktinn
og skoraði örugglega úr vítinu og
lokastaðan 2-2 í leiknum og kára-
menn náðu í dýrmætt stig í botn-
baráttunni.
kári er í ellefta og næstneðsta
sæti deildarinnar með átta sig eft-
ir 15 leiki og eru nú sex stigum
frá öruggu sæti en fyrir ofan þá
eru Leiknir Fáskrúðsfirði með 14
stig og ÍR og Haukar með 19 stig.
Næsti leikur kára er einmitt gegn
Leikni næsta laugardag í Akranes-
höllinni og hefst klukkan 13.30.
Það er því ljóst að með sigri í þeim
leik gæti kári átt möguleika á að
halda sæti sínu í deildinni og setja
gríðarlega mikla spennu í botnbar-
áttuna.
vaks
Leikur ÍA og Hk sem átti að fara
fram síðastliðið fimmtudagskvöld
á Akranesvelli í Lengjudeild
kvenna í knattspyrnu var frestað
vegna þess að einn leikmaður Hk
greindist með Covid 19. Tveir
leikir fóru fram í deildinni þann
dag; FH vann kR á útivelli 0-2
og komst þar með á toppinn og
grindavík vann sinn þriðja leik af
síðustu fjórum þegar þær lögðu
botnlið Augnabliks af velli 1-0 og
hafa færst aðeins frá botnbarátt-
unni, í bili að minnsta kosti.
Skagastúlkur eru með ellefu
stig eftir tólf leiki í Lengjudeild-
inni og aðeins tveimur stigum
frá öruggu sæti þar sem Hk sit-
ur með níu stig og eiga þær einn
leik til góða á ÍA. Ekki er kom-
in ný dagsetning á leik ÍA og Hk
en næsti leikur ÍA er gegn topp-
liði FH á morgun, fimmtudag á
kaplakrikavelli og hefst klukkan
19.15.
vaks
Skagamenn tóku á móti Hk í
miklum fallbaráttuslag í Pepsi max
deild karla í knattspyrnu á sunnu-
daginn. Skagamenn byrjuðu af
miklum krafi og komust yfir strax
á annarri mínútu. Viktor Jóns-
son lagði þá boltann út á Alex-
ander davey sem skaut á markið
og fór boltinn af varnarmanni Hk
og í netið. um miðbik fyrri hálf-
leiks kom upp umdeilt atvik. gísli
Laxdal unnarsson átti þá hörku-
skot að marki og small boltinn í
slána og niður og virtist hafa farið
inn fyrir marklínuna. Skagamenn
fögnuðu ákaft en dómari leiks-
ins dæmdi ekki mark og í kjölfar-
ið fékk Jóhannes karl, þjálfari ÍA,
rautt spjald fyrir mótmæli en fleira
markvert gerðist ekki í fyrri hálf-
leik og staðan því 1-0 í hálfleik.
Í byrjun seinni hálfleiks fengu
Hk menn þrjú dauðafæri í sömu
sókninni. Valgeir Valgeirsson
slapp þá í gegn og átti skot sem
Árni marinó Einarsson, mark-
vörður ÍA, varði. Boltinn hrökk þá
til Birnis Snæs Ingasonar sem átti
næsta skot sem Árni varði einnig
og þriðja skotið kom frá Atla Arn-
arssyni sem hafði autt markið fyrir
framan sig en þá stökk Elías Tamb-
urini fyrir og bjargaði marki. Hk
menn vildu meina að boltinn hefði
farið í hendi Elíasar en ekkert var
dæmt. Skagamenn juku forskot sitt
eftir tæplega klukkutíma leik. gísli
Laxdal fékk boltann inn í teig og
skaut að marki og hafði viðkomu
í að minnsta kosti tveimur varnar-
mönnum Hk áður en hann endaði
í netinu. Hk gáfust ekki upp og
tæpum tíu mínútum síðar minnk-
aði Stefán Ljubicic muninn og eft-
ir þetta þyngdu Hk menn sókn-
arþunga sinn töluvert, gerðu þre-
falda skiptingu og fengu talsvert af
færum sem þeir ekki nýttu. Það var
svo sjö mínútum fyrir leikslok sem
Skagamenn komust aftur tveimur
mörkum yfir. Steinar Þorsteinsson
átti þá skot af 20 metra færi sem
markvörður Hk hefði átt að verja
en boltinn lak í netið og rétt fyr-
ir leikslok skoraði Ísak Snær Þor-
valdsson eftir sendingu frá Viktori
og lokastaðan því 4-1 fyrir Skaga-
menn og þrjú mikilvæg stig í hús.
Bestu leikmenn ÍA í þessum leik
voru Árni marinó, Alex davey og
Ísak Snær en annars má segja að
leikmenn ÍA hafi sýnt mikinn kar-
akter og góða liðsheild í þessum
mikilvæga leik og þeir stigu aldeil-
is upp eftir slæmt tap gegn Stjörn-
unni í síðasta leik. Næsti leikur
Skagamanna í Pepsi max deildinni
er gegn Breiðabliki næsta sunnu-
dag á kópavogsvelli en hins veg-
ar eiga Skagamenn heimaleik gegn
FH í 16-liða úrslitum mjólkur-
bikarsins á morgun, fimmtudag, á
Akranesvelli og hefst hann klukk-
an 18.
vaks
körfuknattleiksdeild Skallagríms
tilkynnti í liðinni viku ráðningu
tveggja nýrra leikmanna fyrir kom-
andi keppnistímabil í 1. deild karla.
Félagið samdi við Litháann deivi-
das mockaitis og Bandaríkjamann-
inn Elijah Bailey. mockaitis er 213
cm hár miðherji sem kemur til
Skallagríms eftir að hafa varið síð-
asta ári í EBA deildinni á Spáni.
Bailey er aftur á móti bakvörður,
190 cm hár og spilaði fjögur ár í
annarri deild bandaríska háskóla-
boltans áður en hann spilaði tvö ár
í efstu deild í Armeníu við góðan
orðstír. „Þessir leikmenn eru vænt-
anlegir til landsins í ágústmánuði,“
segir í tilkynningu frá Skallagrími.
Þess má geta að félagið endurnýj-
aði nýlega samninga sína við fjóra
leikmenn; Ólaf Þorra Sigurjóns-
son, marinó Þór Pálmason, Almar
Örn Björnsson og Alexander Jón
Finnsson. Auk þess er framherjinn
Nebojsa knezevic enn á mála hjá
Skallagrími en hann skrifaði undir
þriggja ára samning við félagið fyrir
síðasta tímabil.
Frekari leikmannatilkynningar
eru væntanlegar frá Skallagrími á
næstu vikum.
glh
Víkingur Ólafsvík tók á móti liði
ÍBV í Lengjudeild karla í knatt-
spyrnu á Ólafsvíkurvelli á laug-
ardaginn. Eyjamenn komust yfir
eftir hálftíma leik með marki frá
Ísak Andra Sigurgeirssyni sem lék
óáreittur með boltann inn í teig
Ólsara og sneiddi boltann snyrti-
lega í nærhornið. Eyjamenn voru
mun sterkari aðilinn í leiknum og
þeir bættu við öðru marki snemma
í seinni hálfleik þegar Breki Óm-
arsson skoraði eftir stoðsendingu
Ísaks Andra. Víkingur fékk þó tvö
góð færi undir lok leiksins, fyrst
áttu þeir skalla í þverslá Eyjamanna
og svo annan skalla sem fór í hlið-
arnetið. Fleiri urðu mörkin ekki
í leiknum og lokatölur 0-2 fyrir
Eyjamenn.
Víkingur situr sem fastast á botni
Lengjudeildarinnar með tvö stig
eftir 13 leiki og er nú tíu stigum frá
öruggu sæti en á tvo leiki til góða
á næstu lið. Í gær spilaði Víkingur
frestaðan leik gegn toppliði Fram
á Ólafsvíkurvelli, en leikurinn
var ekki hafinn þegar blaðið fór í
prentun.
vaks
Fyrsti leikur Skallagrímsmanna á komandi tímabili verður útileikur gegn Álftanesi
27. september.
Tveir bætast í hópinn hjá
Skallagrímsmönnum
Garðar Gunnlaugsson náði að jafna fyrir Kára á síðustu stundu.
Ljósm. Fésbókarsíða Kára.
Kári náði jafntefli gegn Njarðvík
Ísak Snær var sterkur á miðjunni hjá Skagamönnum í gær. Ljósm. úr safni/gbh
Skagamenn eygja von eftir
sigur á HK
Skagastúlkur spila næst gegn toppliði
FH í Lengjudeildinni. jósm. sas.
Leik ÍA og HK var
frestað vegna smits
Emmanuel Eli Keki, fyrirliði Víkings, í baráttu við leikmann ÍBV í leiknum á
laugardag. Ljósm. af
Ólsarar töpuðu
gegn Eyjamönnum