Skessuhorn


Skessuhorn - 18.08.2021, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 18.08.2021, Blaðsíða 8
MiðVikudaGur 18. ÁGúSt 20218 Stal bíl og lét lögguna fá AKRANES: Á fimmtudaginn í síðustu viku, 12. ágúst, var lög- reglu tilkynnt um að bíl hefði verið stolið í Borgarnesi. Þjóf- urinn sem tók bílinn ók á hon- um út á akranes þar sem hann lagði bílnum og stakk lyklunum í gegnum bréfalúgu á lögreglu- stöðinni. Engar skemmdir voru unnar á bílnum. -arg Aflatölur fyrir Vesturland 7.-13. ágúst Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 20 bátar. Heildarlöndun: 35.561 kg. Mestur afli: Ísak ak: 9.794 kg í fimm löndunum. Arnarstapi: 11 bátar. Heildarlöndun: 20.217 kg. Mestur afli: Hrafnborg SH: 3.484 kg í þremur róðrum. Grundarfjörður: 19 bátar. Heildarlöndun: 423.372 kg. Mestur afli: Sigurborg SH: 90.797 kg í einum róðri. Ólafsvík: 27 bátar. Heildarlöndun: 71.852 kg. Mestur afli: Brynja SH: 9.294 kg í þremur löndunum. Rif: 22 bátar. Heildarlöndun: 91.701 kg. Mestur afli: Bárður SH: 25.430 kg í fjórum löndunum. Stykkishólmur: 15 bátar. Heildarlöndun: 61.293 kg. Mestur afli: Bára SH: 23.628 kg í fimm löndunum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Bárður SH – riF: 9.556 kg. 7. ágúst. 2. Báður SH – riF: 7.802 kg. 8. ágúst. 3. Bára SH – StY: 6.596 kg. 13. ágúst. 4. Bára SH – StY: 5.626 kg. 8. ágúst. 5. Ísak ak – akr: 5.425 kg. 13. ágúst. -arg Penninn var á lofti í íþróttahúsi Stykkishólms um helgina þegar hvorki meira né minna en 20 leik- menn í körfuknattleik skrifuðu und- ir leikmannasamninga fyrir kom- andi vetur í meistaraflokki karla og kvenna. Jafnframt var geng- ið frá ráðningu á þjálfurum meist- araflokkanna beggja. Gunnlaugur Smárason var ráðinn til þriggja ára sem þjálfari meistaraflokks karla. Sömuleiðis var Baldur Þorleifs- son einnig ráðinn til þriggja ára sem þjálfari meistaraflokks kvenna. Þá gekk stjórn barna- og ungling- aráðs frá samningum við þjáfara yngriflokka fyrir komandi vetur en hann verður leiddur áfram af fyrr- um leikmanni Snæfells og fyrrum landsliðskonu, Gunnhildi Gunn- arsdóttur, sem verður nýr yfirþjálf- ari barna- og yngriflokka Snæfells. „Það var glæsilegt að sjá allan þennan fjölda og það er ljóst að það eru allir á því að halda uppi körf- unni í Stykkishólmi næstu árin,“ segir í tilkynningu frá körfuknatt- leiksdeild Snæfells. Ljóst var eftir síðasta tímabil að meistaraflokkur kvenna í Snæ- felli gaf ekki kost á áframhaldandi sæti í úrvalsdeild kvenna í körfu- knattleik, þrátt fyrir að hafa tryggt sitt sæti að deildarkeppni lokinni. kvennalið Snæfells mun því spila í 1. deild kvenna á komandi tíma- bili sem hefst í október. karlalið Snæfells spilar í 2. deild í vetur og hefst tímabilið hjá strákunum strax í næsta mánuði. glh Mikið er um að vera í Ólafsvíkur- höfn þessa dagana en ásamt því að verið er að endurbyggja Norður- tanga er dýpkunarskipið dísa búið að vera að dýpka í höfninni. Svo bættust þeir við reynir og Pétur Mikli á sunnudaginn er dráttarbát- urinn Grettir Sterki dró reyni og Pétur Mikla frá Súðavík til Ólafs- víkur. Ferðin tók um 20 klukku- tíma. Nota á prammann til að fara þar sem dýpkunarbáturinn kemst ekki að vegna þrengsla. Magn- ið sem á að taka er um 4000 rúm- metrar. dísa er á loka metrunum með að ljúka því verki sem henni var ætlað. þa Frá því í byrjun júní hafa verið framkvæmdir í gangi á Laugar- braut á akranesi. akraneskaup- staður er að endurnýja gangstétt- ir við götuna og samhliða því eru Veitur að skipta um vatns- og raf- lagnir.Verktaki endurnýjunar gangstétta er Skóflan ehf og verk- taki lagnavinnu er Þróttur ehf. Þessu verki er skipt í tvo áfanga: Laugarbraut, 1. áfangi, átti að ljúka 31. júlí síðastliðinn en er enn í fullum gangi. 2. áfangi, krókat- ún, átti að hefjast 1. ágúst og ljúka 31.ágúst en ekki eru hafnar fram- kvæmdir í þeirri götu. Það er því ljóst að í báðum þessum fram- kvæmdum er mikil seinkun en þeim átti að ljúka samkvæmt áætl- uðum framkvæmdartíma í lok ágúst 2021. vaks Körfuboltinn lifir í Stykkishólmi Vaskur hópur körfuboltafólks í Hólminum ásamt þjálfurum. Ljósm. sá. Mikill búnaður við dýpkun í Ólafsvíkurhöfn Seinkun á endurnýjun gangstétta Framkvæmdasvæðið við Laugarbraut.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.