Skessuhorn


Skessuhorn - 18.08.2021, Síða 19

Skessuhorn - 18.08.2021, Síða 19
MiðVikudaGur 18. ÁGúSt 2021 19 Átt þú rétt á styrk ? Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga Sjómennt styrkir starfsmenntun sjómanna beint til fyrirtækja í útgerð. Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sjómenntar Kynntu þér rétt þinn á www.sjomennt.is Sjómennt Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • sjomennt@sjomennt.is Þín leið til fræðslu Sveitamennt styrkir starfsmenntun beint til sveitafélaga og stofnana þeirra á landsbyggðinni. Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sveitamenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.sveitamennt.is Sveitamennt Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • sveitamennt@sveitamennt.is tónlistarkonan Soffía Björg Óðins- dóttir frá Einarsnesi í Borgarfirði hef- ur verið tíður gestur inn á heimilum landsmanna í sumar. Í júnímánuði hófst þáttaserían Sumarlandinn á rúV þar sem landinn er heimsóttur, skemmti- legar sögur sagðar, náttúran könnuð og áhugaverðir viðburðir leitaðir uppi. allir þættir hafa svo endað með söng frá Soffíu Björgu. „Ég fékk símtal frá Gísla Einars sem að viðraði þessa hug- mynd við mig. Við Gísli höfum áður verið ráðin til þess að skemmta á upp- ákomum, hann sem veislustjóri og ég að spila,“ segir Soffía Björg um hvern- ig Sumarlandaævintýrið hafi komið til. „Ætli hann hafi ekki fengið hug- myndina út frá því. Ég reyni að taka mig ekki hátíðlega þegar ég kem fram og mér finnst Sumarlandinn einmitt vera svo léttur og skemmtilegur,“ bæt- ir hún við. „Þetta var frábært upplifun. Ég hafði í raun ekki hugmynd hvað þetta væri stórt, þannig séð. að flytja lag vikulega yfir sumartímann í sjón- varpi allra landsmanna. Ég held ég hafi fattað svona í miðju ferlinu; sjitt, þetta er pínu flott.“ Kominn tími á nýja plötu Soffía hefur nýtt einangrunina sem er fylgifiskur heimsfaraldursins til að rækta tónlistina sína og stefnir að því að gefa út nýja plötu á næstunni. Hún segir jafnframt að það hafi verið kom- inn tími á nýja plötu frá sér en hún gaf út eina 12 laga plötu árið 2017 ásamt því sem hún hefur gefið út tvö ís- lensk lög eftir það, Þeir vaka yfir þér og Heyholt. „Ég spilaði fyrstu plötuna mína í góðan tíma eftir útgáfu hennar og átti hún góðan líftíma,“ segir Soffía um plötuna sína, Soffía Björg. „Megn- ið af komandi plötu samdi ég seinasta sumar í fyrstu bylgju Covid og áttaði ég mig á að ég væri að búa til einhverja heild. Þá var tekin ákvörðun að fylgja því eftir og búa til plötubarn,“ bætir Soffía við. Lærði óvart á píanó Nýja platan varð til í óæskilegri ein- angrun að sögn Soffíu og segir hún þetta ferli hafa neytt hana til þess að kafa ofan í skuggasjálfið til þess að sjá hvað væri þarna á botninum. „Þetta er dirty work, en maður þarf að gera þetta nokkrum sinnum á lífsleiðinni. Þannig platan fjallar um það svolítið, en lögin segja samt mismunandi sög- ur. Ég kynni hana bara betur þegar hún fær að líta dagsljósið,“ segir Soffía um væntanlega plötu. „Platan verð- ur öðruvísi en fyrri verk en samt Sof- fíustimpill á henni. Ég er með glænýja hljóðfæraskipan. Eins og má heyra í Judgement day þá er þar píanó, slag- verk, selló, trompet og raddir. útsetn- ingarnar eru gjörólíkar en í mínum fyrri lögum þar sem allt hefur verið meira og minna gítardrifið. auk þess verða einn eða tveir dúettar á plöt- unni. Ég nýtti tímann á seinasta ári þegar öll gigg duttu niður og lærði óvart á píanó. Ég fékk áráttu þegar ég var komin með smá tilfinningu fyrir því og lögin byrjuðu að flæða í gegn eins og með gítarinn.“ Vangaveltur um lífið og dauðann Í lokaþætti Sumarlandans, sem sýnd- ur var síðastliðinn sunnudag á rúV, flutti Soffía Björg lagið Judgement day sem hún gaf út í sumar og verð- ur jafnframt fyrsta lagið af kom- andi plötu hennar. Í þættinum tók hún lagið í breyttri útgáfu og fékk góða gesti til liðs við sig, Pétur Ben, krumma og Fríðu dís, en um hvað er lagið? „Judgement day er svona vangaveltur um lífið og dauðann. Svolítið karma tengt. Það þurfa allir að borga tollinn af gjörðum sínum í gegnum lífið í hvaða formi sem það kemur. Einnig fjallar lagið um vin- skap, það er gott að eiga sanna vini sem maður getur alltaf leitað til og eru til staðar fyrir mann og öfugt,“ svarar Soffía sem fannst einnig gaman að ímynda sér samningaviðræður við almættið. „Ég að grátbiðja að kom- ast til himnaríkis þrátt fyrir alla vit- leysuna sem maður hefur gert í gegn- um tíðina, líkt og maður væri að tala við dyravörð á skemmtistað að hleypa sér inn, og hvort vinirnir mættu ekki koma með í partíið. Pínu kómískt,“ bætir hún við. tónlist Soffíu í heild sinni má nálgast í gegnum tónlistar-streymis- veituna Spotify, þar er meðal annars hægt að hlusta á nýjasta lagið hennar Judgement day, en ný plata er vænt- anleg á næstunni. glh allflestir sláturleyfishafar hafa nú birt verðskrár sínar fyrir sauð- fjárinnlegg haustsins. Meðaltals- hækkun á lambakjöti frá síðustu sláturtíð er 6,3% og verður veg- ið meðalverð 519 kr. fyrir kílóið í haust. Þetta kemur fram á upp- lýsingasíðu Landssamtaka sauð- fjárbænda. Leiðrétting á afurða- verði til bænda mun því ekki nást fram, en bændur höfðu fyr- ir tveimur árum óskað eftir því að kílóið af lambakjöti færi á þess- ari sláturtíð upp í 700 krónur til að vinna upp það 40% verð- fall sem varð á kjötmarkaðinum árin 2016-2017. „Sauðfjárbænd- ur munu að óbreyttu standa eft- ir nær launalausir enn eitt árið,“ skrifaði unnsteinn Snorri Snorra- son framkvæmdastjóri LS. mm Þungt hljóð í sauðfjárbændum Soffía Björg með nýja plötu í bígerð Judgement Day kom út í sumar og er nýjasta lag Soffíu. Hægt er að hlusta á það á Spotify. Ljósm. aðsend. Soffía Björg í St. Gallen í Sviss þar sem hún spilaði á Nordklang Festival. Ljósm. Natascha Dittli.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.