Skessuhorn - 18.08.2021, Page 26
MiðVikudaGur 18. ÁGúSt 202126
Pennagrein
Umboðsaði l i fyr ir Málning hf
301 Hval f jarðarsveit | S ími 896 2356 | gardjons@vis ir. i s
útimálun – innanhússmálun
sandspör t lun
þakmálun
múrviðgerðir
vinnuly f ta
þjónustusamningar
Hjá GJ málun eru al l ir með mik la og góða reynslu v ið
málningarvinnu, jafnt v ið út imálun sem og innimálun.
Um árabi l höfum við þjónustað mörg f yr ir tæki , stofnanir,
f asteignafé lög , e instak l inga og húsfé lög með góðum árangri og
fengist v ið ýmis spennandi verkefni .
Regluleg t v iðhald á fasteignum borgar sig. Málning er góð vörn
f yr ir veðri og vindum. Með reglulegu viðhaldi er hæg t að verja
fasteignir og koma í veg f yr ir dýrar framkvæmdir.
Freyja ingadóttir er nýr formað-
ur SÍNE, Samtaka íslenskra náms-
manna erlendis. Freyja var kjörin á
sumarráðstefnu SÍNE sem fram fór
laugardaginn 14. ágúst. Hún tekur
við formennskunni af Hauki Loga
karlssyni sem gengt hefur hlut-
verkinu síðastliðið ár. Freyja starfar
sem verkefnisstjóri hjá ferðaþjón-
ustufyrirtæki en útskrifaðist með
meistarapróf í alþjóðasamskiptum
frá Háskólanum í Edinborg í fyrra.
Síðastliðið ár gegndi Freyja hlut-
verki gjaldkera SÍNE.
Á Sumarráðstefnunni var far-
ið yfir störf SÍNE á síðasta starfs-
ári en þar bar hæst bólusetningar
íslenskra námsmanna erlendis og
gengisleiðrétting skólagjaldalána.
„Ég vil þakka fráfarandi formanni
fyrir frábær störf og um leið þakka
félagsmönnum fyrir traustið sem
þau hafa sýnt mér. Ég hlakka mjög
til að takast á við verkefni komandi
árs en um þessar mundir er einkar
mikilvægt að gæta hagsmuna náms-
manna erlendis. Ég mun leggja
áherslu á að tryggja hagsmuni
námsmanna gagnvart Mennta-
sjóði námsmanna og stjórnvöld-
um, en jafnframt leitast eftir því
að greiða götu nemenda hvar sem
þeir stunda nám sitt, en félagsmenn
SÍNE stunda nám um allan heim,“
segir Freyja ingadóttir, nýkjörinn
formaður SÍNE. Ásamt nýjum for-
manni var ný stjórn SÍNE kjörin en
hana skipa: anna Þórhildur Gunn-
arsdóttir, Bjarki Þór Grönfeldt, Ísak
rúnarsson, kolfinna tómasdóttir,
Númi Sveinsson, ragnar auðun
Árnason og Vera Jónsdóttir.
mm
Við háskólann á Bifröst er hefð og
hugur fyrir frumkvöðlastarfi. Það
var því kærkominn áfangi í frekari
þróun náms og fræðastarfs í þágu
nýsköpunar og skapandi atvinnu-
greina, sú ákvörðun ríkisstjórn-
ar katrínar Jakobsdóttur að rann-
sóknasetur skapandi greina skuli
byggjast upp á Bifröst.
Nú hefur verið undirritað sam-
komulag við Háskólann á Bifröst
um stofnun rannsóknaseturs skap-
andi greina sem verður starfrækt á
Bifröst. Staðsetning setursins á Bif-
röst er rökrétt framhald á stefnu
skólans, þori og framsýni en þar var
nýverið sett á laggirnar námsbraut
fyrir skapandi greinar á grunnstigi.
Náminu er ætlað að veita þekkingu
og hæfni til starfa í greinum sem að
eru í senn vaxandi og fjölbreyttar en
skapandi lausnir verða sífellt mikil-
vægari eftir því sem fram vindur
og viðfangsefnin verða stærri og
flóknari. Þetta er í anda hinnar ald-
argömlu sögu skólasetursins á Bif-
röst í Borgarfirði og endurspegl-
ast í farsælli sögu samvinnuskólans
á Bifröst sem spilaði stórt hlutverk
í aukinni menntun landsmanna á
tímum mikilla samfélagsbreytinga.
Háskólinn á Bifröst hefur sinnt því
hlutverki af miklum hug um langt
skeið og oftar en ekki þurft að heyja
harða varnarbaráttu til að halda
stöðu sinni. Sú barátta hefur mót-
að þann sóknarhug sem einkennir
skólann.
Ég hef í störfum mínum á póli-
tískum vettvangi verið talsmaður
uppbyggingar rannsóknastarfs há-
skóla á landsbyggðinni og talað
fyrir aðgerðum sem að styrkja starf
þeirra. Það er hlutverk okkar að
tryggja háskólunum á landsbyggð-
inni tækifæri til að vaxa og dafna.
Það er allra hagur að þar sé fjöl-
breytt nám sem að þjónar síbreyti-
legum þörfum og þróun samfélags-
ins.
Fjölbreytt námsval um allt land
er mikilvægt fyrir byggðaþróun
og byggðafestu. Í því felst að fleiri
nemendur úr fleiri áttum sækja há-
skólanám á landsbyggðinni með
tilheyrandi jákvæðum áhrifum á
nærumhverfið. rannsóknir á sviði
menningar- og hugverkagreina
eiga eftir að auka enn á þau áhrif.
Á landsbyggðinni er frjór jarðvegur
fyrir skapandi lausnir og er það mín
trú að með fræðilegum og hagnýt-
um rannsóknum muni fara hönd í
hönd staðbundin þekking og nýjar
lausnir.
Ég óska háskólanum á Bifröst
til hamingju með rannsóknarset-
ur skapandi greina. Framtíðin er
björt.
Bjarni Jónsson
Höfundur er oddviti vinstri grænna
í NV kjördæmi
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
(HVE) er með samning við félag
lækna sem sjá um að manna lækn-
isþjónustu á heilsugæslustöðinni í
Ólafsvík með verktökum sem fé-
lagið ræður til að taka að sér þjón-
ustuna hverju sinni. Í gegnum þetta
félag komstu sem verktaki á heilsu-
gæslustöðina.
Samkvæmt skipuriti HVE og
viðurkenndu verklagi er það fram-
kvæmdastjóri lækninga, faglegur
yfirmaður læknisþjónustu á HVE,
sem annast samskipti við félagið
vegna þjónustu lækna en ekki for-
stjóri. Ef eitthvað kemur upp á
varðandi þjónustuna er það hlut-
verk forsvarsmanna félagsins að
ræða við viðkomandi lækni. Þetta
eru aðilarnir sem þú segir „einstak-
ling sem ekki starfar á HVE“.
Framkvæmdastjóri lækninga
ásamt framkvæmdastjóra fjármála
áttu fund með þér í mars sl. þar
sem því var m.a. komið á fram-
færi að starfsmenn heilsugæslunnar
í Ólafsvík hefðu kvartað yfir sam-
starfinu. Þess var vænst að í kjölfar-
ið yrði hægt að koma samskiptum í
betra horf en það gekk ekki eftir.
Í framhaldi af fundi sem starfs-
menn heilsugæslunnar óskuðu eft-
ir með framkvæmdastjórn og ég sat
ásamt framkvæmdastjóra fjármála í
byrjun júní var ákveðið að afþakka
frekara vinnuframlag af þinni hálfu
og framkvæmdastjóra lækninga var
falið að ræða þá ákvörðun við for-
svarsmenn læknisþjónustunnar.
Það er fjarstæða og varla svara
vert að ég reki „heilsugæslulækna“
hægri vinstri „vegna óánægju
starfsfólks heilsugæslu ef því tekst
ekki að setja á læknana hálsgjörð
og fá að teyma, að eigin vild eins
og rakka“. Vinna á heilsugæslustöð
gengur út á góð samskipti og teym-
isvinnu (ekki teymingar!). rangt
er að læknir hafi verið látinn fara í
fyrra vegna óánægju starfsfólks.
Í bréfinu er fullyrt að ég hafi
ekki metnað til að koma til móts
við óskir/þarfir umbjóðenda HVE
um þjónustu. Þessu hafna ég, því
mönnun þjónustunnar er eindregið
áhersluatriði framkvæmdastjórnar.
Áherslan er á að manna stöður
lækna á heilsugæslustöðvum HVE
með fastráðnum sérfræðingum í
heimilislækningum en því miður
hafa auglýsingar ekki skilað árangri
enn sem komið er því erfitt reynist
að fá lækna til starfa á landsbyggð-
inni. Þjónustan er því enn veitt
með afbrigðum í formi verktöku
sem vissulega hefur bjargað miklu
en er ekki unnt að líta á sem varan-
lega úrlausn. Í ljósi þessa ætti það
ef til vill að vera þér umhugsunar-
efni að vinnuframlag þitt í Ólafsvík
skuli vera afþakkað á sama tíma og
læknaskorturinn er jafn mikill og
raun ber vitni.Með kveðju,
Jóhanna F. Jóhannesdóttir, for-
stjóri HVE
Pennagrein
Rannsóknasetur skapandi
greina á heima á Bifröst
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
Svar við opnu bréfi
Þorsteins Jóhannes-
sonar skurðlæknis
Freyja Ingadóttir formaður stjórnar
SÍNE.
Freyja kjörin nýr
formaður SÍNE