Skessuhorn


Skessuhorn - 03.11.2021, Page 6

Skessuhorn - 03.11.2021, Page 6
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 20216 Sælingsdalslaug opnuð aftur DALIR: Sælingsdalslaug hef- ur verið opnuð aftur og er opnunartími mánudaga og miðvikudaga frá kl. 17-21. Þá er einnig opið annan hvern laugardag frá klukkan 10.30- 15.30 og er næsta laugar- dagsopnun 6. nóvember næst- komandi. -vaks Margföld eftir- spurn eftir mjólk LANDIÐ: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu bár- ust 187 gild tilboð um kaup og sölu á síðasta tilboðsmark- aði ársins fyrir greiðslumark mjólkur 1. nóvember sl. Í gildi er ákvörðun ráðherra um að hámarksverð skuli vera þrefalt afurðastöðvaverð, sem við lok tilboðsfrests var 305 kr. fyr- ir hvern lítra. Við opnun til- boða kom fram jafnvægisverð sem er jafnt hámarksverði. Skemmst er frá því að segja að fjöldi gildra tilboða um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 13, en fjöldi gildra tilboða um kaup voru 174, eða ríflega þrettán sinnum fleiri. Boðn- ir voru til sölu alls 1.135.858 lítrar en óskað eftir að kaupa 8.565.000 lítra. -mm Reynir ráðinn til N1 LANDIÐ: Skagamaðurinn Reynir Leósson hefur ver- ið ráðinn sem nýr forstöðu- maður fyrirtækjasviðs hjá N1. Reynir hefur starfað síðustu þrjú ár í VÍS sem forstöðu- maður fyrirtækjaráðgjafar. Í tilkynningu segir að Reynir hafi mikla reynslu af sölu og þjónustu á fyrirtækjamarkaði en auk þess að leiða fyrirtækja- ráðgjöf VÍS hafi hann síðustu ár sinnt starfi forstöðumanns fyrirtækjasölu Vodafone og verið framkvæmdastjóri aug- lýsinga hjá Sagafilm. Reynir er giftur Katrínu Rós Baldurs- dóttur, sem vinnur í ferlastýr- ingu hjá Össuri hf. og eiga þau tvo drengi. -vaks Luku slætti í nóvember BORGARFJ: Tíðin síð- sumars og í haust gerði bændum víða um vestanvert landið erfitt um vik að ljúka heyskap. Fátítt er að hey- skapur nái fram í október en að þessu sinni var töluvert um að bændur slægju annan, þriðja eða jafnvel fjórða slátt í þeim góða mánuði. Oft var um svokallaðan þrifaslátt að ræða og heyinu ýmist pakk- að í rúllur eða því dreift á mela til uppgræðslu. Síðast- liðinn mánudag, 1. nóvem- ber, var hey tekið saman og því pakkað á bæ einum í upp- sveitum Borgarfjarðar. Hey- skapur í nóvember heyrir vissulega til undantekninga en líklega má nú opinberlega halda því fram að heyskap sé lokið þetta árið. -mm Aðaltvímenning- ur framundan BORGARFJ: Næstkom- andi mánudagskvöld hefst aðaltvímenningur Briddsfé- lags Borgarfjarðar, þriggja kvölda keppni. Spilað er í Logalandi og byrjað klukk- an 20. Að sögn Ingimundar Jónssonar stjórnarmanns eru allir velkomnir að taka þátt, meðan húsrúm leyfir. Síð- astliðinn mánudag var eins kvölds tvímenningur spilað- ur. Langefstir með 63,7% skor voru þeir Logi Sigurðs- son og Heiðar Baldursson, í öðru sæti Sveinn Hallgríms- son og Flemming Jessen með 57,8% og þriðju Rún- ar Ragnarsson og Guðjón Karlsson með 54,8%. -mm Góður gangur er í framkvæmdum við nýtt netaverkstæði Guðmund- ar Runólfssonar hf í Grundarfirði. Nú eru starfsmenn á fullu við að reisa upp stálgrindurnar og gengur verkið vel. Það verður væntanlega búið að reisa og loka húsinu inn- an nokkurra vikna en þá er öll inni- vinnan eftir. Stefnt er að því að taka húsið í notkun fljótlega eftir ára- mótin og verður það mikill munur til hins betra fyrir starfsmenn neta- verkstæðisins. tfk Samtök sveitarfélaga á Vestur- landi settu á síðasta ári í gang ver- kefni um gerð viðskiptaáætlana. Var það unnið í samstarfi við Pál Kr. Pálsson ráðgjafa og fyrirtæki hans Skyggni ehf. Auglýst var eft- ir áhugasömum fyrirtækjum og einstaklingum til þátttöku og sóttu 14 aðilar um. Ákveðið var að velja fimm umsóknir til frekari vinnu og fengu þær allar 500 þúsund króna styrk til að vinna viðskiptaáætlanir undir leiðsögn Páls. Verkefnið var fjármagnað af Sóknaráætlun Vest- urlands. Á vef SSV er greint frá því hverj- ir unnu viðskiptaáætlanir. Það voru: Skipavík ehf. - Víkingaskip úr trefjaplasti; Arnaldur Máni Finns- son - Styrkleikamiðstöð á Snæ- fellsnesi; Hraunsmúli ehf. - Rækt- un jarðepla og þróun úrvinnslu- afurða; Kári Viðarsson - Sjóböð í Krossavík; og Hulda Guðmunds- dóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Kristín Sverrisdóttir - Búkona, sölubíll og matvagn. Vinna við við- skiptaáætlanirnar hófst í nóvem- ber á síðasta ári en hún fólst m.a. í markaðsgreiningu, framkvæmda- áætlun og kostnaðaráætlun. Allir þátttakendur luku vinnu sinni í sumar og sóttu þrír af fimm síðan um styrk í Uppbyggingarsjóð Vesturlands síðla sumars og fengu allar þrjár umsóknirnar styrki úr sjóðnum. Umsókn Kára Viðars- sonar um Sjóböð í Krossavík fékk hæsta styrkinn, eða 3,7 milljónir króna. mm Kári Viðarsson kynnti verkefnið sitt á úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vestur- lands 1. október sl. Ljósm. ssv. Verkefnið Sjóböð í Krossavík fékk hæsta frumkvöðlastyrkinn Húsið er farið að taka á sig mynd. Grindin komin upp á netaverkstæði G.Run hf

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.