Skessuhorn - 03.11.2021, Síða 18
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 202118
Þegar Creditinfo birti í október
síðastliðnum lista yfir fyrirmyndar-
fyrirtæki hér á landi vakti athygli að
efst á lista yfir vestlensku fyrirtækin
var Borgarverk í Borgarnesi, annað
árið í röð. Þrátt fyrir að á þessum
lista sé að finna ýmis öflug fyrir-
tæki m.a. í útgerð og fiskvinnslu, er
fjölbreyttur annar rekstur sem fyr-
irtæki í fremstu röð eru að stunda.
Hér á Vesturlandi er annað jarð-
vinnuverktakafyrirtæki til að mynda
búið að verma lista Creditinfo öll
þau tólf ár sem viðurkenningar
þessar hafa verið veittar, en það er
Bjarmar ehf á Akranesi. Borgarverk
flokkast með stórum fyrirtækjum
og er í 92. sæti á landsvísu yfir ár-
angur í rekstri og efnahag á síðasta
ári. Framúrskarandi fyrirtæki eiga
það sameiginlegt að vera stöðug
fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á
sterkum stoðum og verða að upp-
fylla ströng skilyrði. Meðal annars
að vera í efstu hæfisflokkum lána-
fyrirtækja, ársreikningi skal skila á
réttum tíma, rekstrartekjur vera að
lágmarki 50 milljónir króna síðustu
þrjú ár, framkvæmdastjóri skráð-
ur í fyrirtækjaskrá RSK, rekstrar-
hagnaður, eða Ebita, þarf að hafa
verið jákvæð síðustu þrjú ár, eigin-
fjárhlutfall a.m.k. 20% og eignir að
minnsta kosti 100 milljónir króna
síðustu þrjú ár.
Blaðamaður Skessuhorns ákvað
að fræðast nánar um rekstur Borg-
arverks og þá sem eiga og reka fyr-
irtækið í dag. Eigendurnir eru tve-
ir; Kristinn Sigvaldason og Óskar
Sigvaldason og fara með jafnan
hlut hvor. Aðspurðir segja þeir að
samkomulagið sé gott, verkaskipt-
in skýr, oft talast við í síma og því
gangi samstarf þeirra vel. „Þetta
gengur stóráfallalaust hjá okkur.
Við kunnum að rífast, en að sama
skapi að sættast,“ segja þeir og
brosa. Auk þess segja þeir ómetan-
legt að hafa gott fólk hvort sem er
í lykilstöðum eða almenna starfs-
menn sem margir hverjir hafa ver-
ið dyggir fyrirtækinu í áratugi. Nýtt
skipurit var tekið í notkun fyrr á
þessu ári og fjölgað var í hópi milli-
stjórnenda.
Þrátt fyrir að bera sama eftirnafn
eru þeir Kristinn og Óskar ekki
bræður. Kristinn á rætur vestur á
Brúarhrauni en fór ungur að starfa
hjá Vegagerðinni en síðar hjá Sig-
valda Arasyni stofnanda Borgar-
verks í Borgarnesi. Óskar er hins
vegar sonur Silla og hefur óslitið,
ef frá eru talin ár við nám, starf-
að við fyrirtækið frá því hann var
krakki. Hefur raunar aldrei ver-
ið á launaskrá hjá öðru fyrirtæki.
Ungir fóru þeir Kristinn og Óskar
að starfa saman. Tóku árið 1989
að sér snjómokstur fyrir Samskip
í Reykjavík og eru enn með þann
samning, en segjast gjarnan vilja
fara að losna undan honum. Til að
fræðast um fyrirtækið var slegist í
för með Óskari Sigvaldasyni í eina
dagsstund. Við mæltum okkur mót
á skrifstofu hans í Mosfellsbæ, sest
var upp í bíl og ekið sem leið lá yfir
Hellisheiðina og austur á Selfoss.
Þar bættist Kristinn í hópinn.
Á gömlum grunni
Í bílferðinni austur á Selfoss leysti
Óskar úr nokkrum vinnutengdum
málum í gegnum síma; reddingum
vegna kaupstefnu erlendis, flutningi
á nýju tæki og önnur skipulagning
vinnudagsins. Hann segir ferða-
tíma í bílnum milli vinnustöðva oft
nýtast ágætlega en starfsstöðvarnar
eru þrjár; í Borgarnesi, Mosfellsbæ
og Selfossi og því kemur það ekki
á óvart að hann er búinn að aka
vinnubílnum 22 þúsund kílómetra
frá því í maí. En fyrst að uppruna
Borgarverks.
„Hann karl faðir minn stofn-
aði Borgarverk árið 1974 en hafði
þar áður verið með vörubíl í rekstri
allt frá 1955. Fyrsta formlega verk-
efni Borgarverks var að brjóta land
í Sandvík í Borgarnesi; gera götur
og leggja lagnir. Fyrirtækið óx svo
nokkuð hratt hjá honum fyrstu
árin. Mikil vinna var fyrir Vega-
gerðina, hitaveitan frá Deildar-
tungu var lögð í Borgarnes og á
Akranes og Borgarfjarðarbrúin var
í byggingu. Árið 1981 flutti hann
svo í núverandi aðsetur fyrirtækis-
ins við Sólbakka 17 í Borgarnesi þar
sem höfuðstöðvar okkar eru enn í
dag. Á síðasta ári fluttum við svo
einnig inn í nýtt 1800 fermetra hús
sem við byggðum á Selfossi. Not-
um það mestallt sjálfir, en leigjum
450 fermetra Ræktunarsambands
Flóa og Skeiða sem er í dag öflugt
fyrirtæki í jarðborunum. Í Borg-
arnesi erum við með starfsemi í 400
fermetrum við Sólbakka en eigum
einnig 900 fm. iðnaðarhúsnæði í
Brákarey. Árið 2014 keyptum við
jarðvinnuhlutann út úr Ræktunar-
sambandi Flóa og Skeiða. Rækt-
unarasambandið hafði haft mikla
starfsemi á Suðurlandi og átti þar
ómælda viðskiptavild. Þannig má
segja að Borgarverk hafi náð ster-
kri tengingu við Suðurlandið og að
það hafi verið okkar lán, því upp úr
því fer okkar starfsemi að stækka
ár frá ári, meðal annars með aukn-
um verkefnum á Suðurlandi. Áfram
rekum við þó aðalskrifstofu okkar í
Borgarnesi og stýrum þaðan ýms-
um verkum og klæðningarstarf-
seminni sem er kjölfesta í okkar
rekstri.“
Nýtt skipurit
Óskar segir það hafa verið árið 2005
sem þeir Kristinn kaupa fyrirtækið
og Sigvaldi Arason hættir þá smám
saman aðkomu sinni eftir hálfrar
aldar störf. Engu að síður byggi fyr-
irtækið á arfleifð hans. „Það verður
að segjast að það hefur gengið vel
hjá okkur undanfarin ár. Allt frá
árinu 2014 höfum við haft veltu-
aukningu sem nemur að meðaltali
20% á hverju ári. Afkoman er fín
og verkefnastaða sömuleiðis. Síð-
astliðið vor tókum við svo í gagnið
nýtt skipurit sem byggir á tillögum
sem KPMG hafði unnið fyrir okk-
ur. Við erum að vísu enn að slípa til
verkferla og annað enda stórt verk-
efni út af fyrir sig að skipta verkum
upp og láta allt ganga eins smurt
og best verður á kosið. Nú er því
verkaskiptin þannig að ég er fram-
kvæmdastjóri og undir það starf
heyra starfsmannamál, tilboðsgerð,
samskipti við viðskiptavini og sam-
ræming vinnu sviðsstjóra. Kristinn
er sviðsstjóri í Borgarnesi og er yfir
nýframkvæmdum sem alltaf eru í
gangi víðs vegar um landið. Við
réðum í sumar Auði Guðmunds-
dóttur í starf sviðsstjóra yfir verk-
efnum á Suðurlandi og stýrir hún
nú daglegum verkefnum þar, en þar
er í mörg horn að líta enda mikil
þensla í uppbyggingu nýrra hverfa
í höfuðstað Suðurlands. Yfir tækni-
sviði Borgarverks er Sæmundur
Víglundsson, Stefanía Nindel er
fjármálastjóri, Einar Örn Arnarson
er sviðsstjóri klæðninga og Sím-
on Aðalsteinsson er yfir véla- og
viðhaldssviði. Saman er þetta teymi
firnasterkt að mínu mati.“
Fjarfundir góðir - oftast
Óskar segir að stjórnendur og sviðs-
stjórar hittist á Teams fundum alla
mánudagsmorgna og leggi á ráðin
um verkefni vikunnar. „Við berum
þar saman bækur okkar og miðlum
þekkingu og skilaboðum innan fyr-
irtækisins.“ Aðspurður segir Óskar
Kíkt í vinnuna til eigenda Borgarverks
Fyrirtækið skipar efsta sæti á lista fyrirtmyndarfyrirtækja á Vesturlandi
Fyrsta verkefni nýstofnaðs Borgarverks var gatnagerð í Sandvíkinni í Borgarnesi.
Ljósm. sa.
Óskar Sigvaldason og Kristinn Sigvaldason eiga og reka Borgarverk.
Óskar og Auður Guðmundsdóttir sviðsstjóri á Suðurlandi að skoða nýja
vinnugalla sem voru í mátun fyrir starfsmenn.
Meðal undirverkta Borgarverks á Selfossi er Vélsmiðja Ólafs R Guðjónssonar á
Akranesi, sem sérhæfir sig í suðu hitaveituröra. Hér er Óli Gonna nýbúinn að ljúka
við suðu og á spjalli við Kristinn.
Selfoss er byggt á flatlendi og innan bæjar er gamall moldartippur sagður hæsta
kennileiti bæjarins. Því fangar Ingólfsfjallið athyglina, ekki síst vegna þess að þar
fer fram umfangsmikil efnisvinnsla af toppi fjallsins.