Skessuhorn


Skessuhorn - 03.11.2021, Síða 22

Skessuhorn - 03.11.2021, Síða 22
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 202122 Körfuboltaþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson hefur síðustu ár verið umdeildasti þjálfari landsins. Árið 2017 hætti Brynjar Karl sem þjálf- ari stúlknaflokks hjá Stjörnunni og var mikið fjaðrafok í kringum þau starfslok. Þaðan færði hann sig yfir til ÍR og með honum fjöldi stúlkna úr Stjörnuliðinu. Hjá ÍR gat hann haldið áfram starfi sínu með þær stelpur sem fylgdu honum úr Stjörnunni. Brynjar Karl barð- ist fyrir því þegar hann var þjálf- ari hjá ÍR að stelpurnar gætu spilað við stráka á sama aldri og það vakti athygli þegar hann mætti fyrir utan Ásgarð í Garðabæ árið 2017 á Ís- landsmeistaramót drengja í körfu- bolta með stelpunum sínum að mótmæla því að þær fengju ekki að spila við stráka. Allt varð svo vitlaust á Akureyri tveimur árum síðar þegar lið hans ÍR neitaði að taka við Íslandsmeistarabikarnum í minnibolta ellefu ára stúlkna að hans undirlagi. Stelpurnar skildu síðan gullmedalíurnar eftir á gólf- inu þegar þær löbbuðu út og í kjöl- farið var Brynjar Karl rekinn frá ÍR. Í febrúar á þessu ári var sýnd í sjónvarpi Símans heimildamyndin Hækkum rána sem vakti gríðarlega athygli en þar hafði stelpunum, sem voru á aldrinum 8-13 ára á þessum tíma, verið fylgt eftir á nokkurra ára tímabili. Um myndina segir á Kvikmyndavefnum: „Árið 2015 var körfuboltaflokkur fyrir stelp- ur stofnaður á Íslandi. Þjálfarinn var óvenjulegur og hækkaði í sífellu rána. Þær voru þjálfaðar eins og leiðtogar utan vallar og afrekskonur innan vallar. Þær settu sér snemma það markmið að keppa ávallt við þá bestu og voru sigursælar í drengja- og stúlknamótum. Þetta er saga 8-13 ára stúlkna sem vildu breyta viðmiðum í kvennakörfu á Íslandi. Með miklum fórnarkostnaði tók- ust þær á við það mótlæti sem því fylgdi.“ Litið á liðið sem skæruliðasamtök Síðustu þrjú ár hefur Brynjar Karl verið að þjálfa þær stelpur sem fylgdu honum áfram, fyrst und- ir merkjum Ungmennafélagsins Kjalarness en í vetur var ákveðið að senda þær til keppni í 1. deild kvenna undir merkjum Aþena- -UMFK. Þær æfa á Kjalarnesi en þar sem íþróttahúsið þar er ekki löglegt til keppni þá fengu þær inni á Akranesi og spila sína heimaleiki þar í vetur. Blaðamaður Skessu- horns skellti sér á leik Aþenu-UM- FK gegn Fjölni á dögunum og horfði á Brynjar Karl og stelpurn- ar hans þurfa að lúta í lægra haldi, 52:67. Síðan settist hann niður eft- ir leik með Brynjari Karli og spurði hann fyrst hvernig það hefði komið til að lið Aþenu spilaði heimaleiki sína á Akranesi. Brynjar Karl seg- ir að ástæðan sé einföld, þau fái ekki aðstöðu í bænum. „Við feng- um aðstöðu á Kjalarnesi til að æfa og æfum að meðaltali fimm sinn- um í viku. Flestar stelpurnar eru í 9. bekk (14 ára), tvær í 10. bekk og svo tvær sem eru eldri. Æfinga- hópurinn telur rétt um tíu stelpur en aðalástæðan fyrir því að ákveðið var að senda Aþenuliðið í keppni í meistaraflokki var til þess að opna fyrir það að fá eldri stelpur inn í hópinn. Þegar mestu lætin voru í kringum mig og liðið var kannski ekki mjög vinsælt að stelpur kæmu inn í þessi skæruliðasamtök eins og litið var á okkur á þessum tíma.“ Blaðamaður spyr hann hvort að öldurnar hafi ekki aðeins lægst eft- ir þessa mynd og alla þessa umfjöll- un og segir Brynjar að hann hefði nánast farið í þagnarbindindi í þrjú og hálft ár, svaraði aldrei neinu og ætlaði alltaf að gera það þegar myndin kæmi út. „Það voru svo lygilegir hlutir að gerast og það nennir enginn að fara svona djúpt í einhverjar pælingar með einhverj- ar stelpur og halda að það sé eitt- hvað dýpra en fólk þekkir úr hvers- dagsleikanum.“ Góðar minningar og góð reynsla En hvernig er umgjörðin í kring- um Aþenu? Eru margar hend- ur að hjálpa til í kringum liðið? „Þetta eru mest foreldrar og mik- ið af mínum fyrrverandi leikmönn- um líka. Töluvert af fólki sem ég var að þjálfa hérna á Skaganum sem er góður hópur af fólki sem hægt er að treysta á. Það er líkast til ástæð- an fyrir því að við fengum að koma hingað. Góðar minningar og góð reynsla. Ég var að þjálfa á Skagan- um „on og off“ frá 1994 til 2000. Spilaði með ÍA í kringum gullaldar- tímabil ÍA og var landsliðsmaður. Ég þjálfaði svo liðið þegar átti að leggja það niður og mannaði það með fullt af krökkum. Ég er vanur því að vera með unglingalið í full- orðinsdeildum. Ég stofnaði á sín- um tíma meðal annars körfubolta- akademíu hjá FSu á Selfossi. Það verkefni vakti mikla athygli og gekk mjög vel um tíma enda fór liðið í efstu deild.“ Hvernig er svona lið fjármagn- að? „Við fengum okkur erlendan leikmann fyrir tímabilið og höf- um fengið styrki í það, ég hef lagt í þetta sjálfur og einnig foreldr- ar í kringum liðið. Annars eru all- ir þjálfarar hjá liðinu í sjálfboða- vinnu og allir borga sjálfir fyrir sig. Þetta er langmesta sjálfboðavinna sem ég hef tekið þátt í á svona tím- um sem allir eru að tala um að sjálf- boðavinna sé að líða undir lok, það er bara kjaftæði. Þú verður bara að nota þín eigin meðul til að virkja fólk, fólk er alltaf að leita að ein- hverjum tilgangi því stundum get- ur lífið verið hálf tilgangslaust fyr- ir mjög marga. Ertu ekki sammála því?” segir hann og hlær. Aþena UMFK tekur þátt í fyrsta skipti í 1. deild kvenna í körfunni í vetur. En það hefur ekki geng- ið átakalaust og segir Brynjar að nú loksins hafi þau fengið að vera félag. Þau hafi í tvö ár barist fyr- ir því og mikið gengið á: „Þetta var stoppað af í tvö ár. Við feng- um ekki félagið skráð hjá ÍSÍ í tvö ár og þetta er þriðji veturinn okk- ar en fyrsti Aþenu veturinn okkar. Við spiluðum fyrstu tvö árin undir merkjum UMFK og erum að þjálfa krakka upp á Kjalarnesi. Þetta var mjög lítill hópur sem fór á Kjal- arnesið fyrst, við vorum bara sex stelpur sem stofnuðum klúbbinn. Við höfum af og til í gegnum árin mætt þessum stelpum sem fóru úr liðinu á sínum tíma og það er mik- ill kærleikur á milli þegar þau mæt- ast. Þetta var meira svona foreldra- vandamál heldur en hitt.“ Ekki allt bara töp og þunglyndi Nú hefur Aþena leikið fjóra leiki í deildinni í vetur, unnið einn og tapað þremur. Hvernig líst hon- um á deildina og hver eru markmið liðsins? „Ég hef aldrei fylgst með fyrstu deildinni áður en við erum að fá miklar áskoranir í þessu þannig að ég er mjög ánægður með það. Þetta er alvöru mótspyrna, þær hafa hins vegar verið að spila einnig í stúlkna- flokki og eru taplausar þar. Þetta er því ekki allt bara töp og þunglyndi og svo erum við að fá nýjar stelp- ur inn í þetta þannig að það mun taka einhvern tíma að ná þessu Aþ- enu hugarfari. Við höfum fengið fjórar stelpur annars staðar frá og Bergþóra Holton sem hefur þjálfað mikið með mér, tók fram skóna og er að koma inn í rólegheitum eftir höfuðmeiðsli.“ Brynjar segir þá að helstu mark- mið liðsins séu að þau séu með ákveðna hluti sem þau langi til að gera inn á körfuboltavellinum og þurfi að sjá hvernig það geti skil- að þeim. „En stóru markmiðin eru í raun að búa til þessa umgjörð og þennan kjarna sem getur vaxið og dafnað. Að koma saman er byrj- un. Þetta er í raun allt annað dæmi hjá okkur af því að við eigum séns á því að vera með æfingahóp, getum verið fimm á fimm á æfingum sem ekkert er búið að vera í tvö ár. Þetta er búið að vera mjög skrítið á köfl- um, á tímabili tókum við inn 10- 12 ára stráka til að æfa með þeim. Það var ekkert sérstakt fyrir þær en fyrir strákana sem voru úr Aþenu strákaliðinu var það mjög gott því þeir urðu helvíti góðir!“ Meira á orði en á borði Hvernig sér Brynjar Karl fyrir sér næstu ár hjá Aþenu? „Ég sé fyrir mér vonandi að ná að minnka þær hindranir sem íþróttaforystan legg- ur fyrir framan okkur og við fáum bara tækifæri til þess að gera þetta allt saman á einhverjum jafnréttis- grundvelli eins og öll hin liðin. Það er svolítið blóðugt að geta ekki haldið starfi úti fyrir yngri stelpur því ég held að það séu fáir klúbbar sem eru tilbúnir að setja jafn mik- inn metnað í það eins og við. Við fáum það ekki og ekki tíma inni í húsi og þetta er meira á orði en á borði í Reykjavík að menn vilji styðja við þetta stelpudæmi. Það er alveg sama hvert við förum í Laugardalnum. Það er ekki málið að við fáum ekki það sem við þurf- um, það er bara verið að reyna að búa til hindranir fyrir okkur. Fé- lagið fékkst ekki stofnað, við fáum hvergi inni í húsi neins staðar æf- ingar fyrir yngri stelpur. Ef við fáum það þá verða einhver félög fúl þó þau séu ekki með neitt starf að viti. Svo vantaði okkur heimavöll, við fengum að æfa úti á Álftanesi og þegar Stjarnan frétti það að við ætluðum að spila heimaleikina okk- ar þar þá komu þeir í veg fyrir það. Þess vegna spilum við heimaleik- ina okkar á Skaganum og það sem gerðist í Garðabænum var bara grjóthörð skemmdarstarfsemi og þess vegna enduðum við hér. Það er ótrúlegt að það sé ekki tími eða pláss fyrir okkur klukkan fimm á laugardegi, það er ótrúlegt. Það er enginn að spila á Álftanesi á þessum tíma því Stjarnan spilar sína leiki í Garðabæ.“ Augnablikið núna sem skiptir máli Blaðamaður tók eftir því í leikn- um í dag að Brynjar Karl lifir sig mikið inn í leikinn, er líflegur á línunni og hikar ekki við að taka leikmenn út af ef þær gera mistök. „Ég hef oft verið gagnrýndur fyr- ir þetta en tek það ekki mikið inn á mig. Mér finnst það skondið að fólk sé viðkvæmt fyrir því að leikmenn séu teknir út af fyrir að gera mis- tök. Það sem var sérstakt við þenn- an leik í dag var að við vorum bara rosa illa fyrirkallaðar og það gekk allt út á það að fá hausinn í gang heldur en að vera að leiðrétta ein- hver körfuboltamistök. Því venju- lega þegar einhver er að gera mis- tök þá er hann bara tekinn út af og það er bara leiðrétt á staðnum og svona er þetta hjá mér í yngri flokk- unum. Ef þú ferð alltaf inn á aft- ur að þá geturðu alveg eins spurt hvernig það sé fyrir stelpurnar að fá að fara svona oft inn á völlinn.“ Brynjar segir að lokum að það sé augnablikið núna sem skiptir máli í körfubolta en ekki tapleikurinn í síðustu viku. „Ef þú ert þjálfari og þér líður eins og þú sért að endur- taka þig þá er alveg eins gott stund- um að stelpurnar taki til dæmis leikhléið sjálfar. Þá fylgist maður með og þá er oft áhugavert að sjá og heyra hvað fer fram þar. Kannski tekur einhver frumkvæði sem hefur kannski ekkert að segja. Pælingin er sú að ef þú ert að byggja upp lið að þá er þetta stundum nauðsynlegt. Allt þetta fer í reynslubankann og hjálpar mér og liðinu að takast á við nýjar áskoranir.“ vaks Lið Aþenu sem leikur í fyrstu deildinni í vetur. Ljósm. vaks „Stóru markmiðin að búa til þessa umgjörð og þennan kjarna“ Rætt við Brynjar Karl þjálfara Aþenu í körfubolta kvenna sem spilar heimaleiki sína á Akranesi Brynjar Karl, þjálfari Aþenu. Ljósm. af vefsíðu Aþenu.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.