Skessuhorn


Skessuhorn - 03.11.2021, Page 24

Skessuhorn - 03.11.2021, Page 24
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 202124 Lista- og menningarhátíðin Vökudagar hófst á Akranesi síðastliðinn miðvikudag þegar Skólakór Grundaskóla reið á vaðið með fjölskyldusöngstund í Bókasafni Akraness. Vökudagar hafa verið haldnir síðan 2002. Tilgangur há- tíðarinnar er ekki síst að efla menningarlífið í bænum og lífga um leið upp á skammdegið. Umfang hátíðarinnar hefur aukist ár frá ári og hefur hún notið vaxandi vinsælda meðal bæjarbúa. Við dagskrá Vökudaga nú bætast ýmsir viðburðir sem tengjast Barnamenningarhátíð. Undanfarna daga og fram eftir þessari viku er mikið úrval viðburða og eru bæjarbúar og gestir hvattir til þess að vera duglegir að sækja þá. Ljósmyndari Skessuhorns, Kolbrún Ingvarsdóttir, fór á stúfana og fangaði stemninguna. frg Vökudagar standa nú yfir á Akranesi Fjöldi áhorfenda mættir á tónleika Skólakórs Grundaskóla. Skólakór Grundaskóla með stjórnanda sínum, Valgerði Jónsdóttur. Á Bókasafni Akraness sýnir Áslaug Benediktsdóttir vatns- litateikningar. Sýningin nefnist Vetrarblóm. Guðlaug Bergþórsdóttir opnaði í tilefni 80 ára afmælis síns á síðasta ári sýningu á handverki í Bókasafni Akraness. Á Sólmundarhöfða sýna fjórar konur verk sín utan dyra á sýningu sem nefnist Samtal menningar og náttúru. Það eru þær Borghildur Jósúadóttir, Bryndís Siemsen, Eygló Gunnarsdóttir og Steinunn Guðmundsdóttir. Á myndina vantar Borghildi. Sýningin Eldgos og skjálftar var sett upp í Stúkuhúsinu að Görðum. Sýningin er á vegum Náttúruminjasafns Íslands. Tinna Royal er með sýningu á vinnustofu sinni við Ægisbraut. Sýningin nefnist Fáðu þér meira. Sjöfn klæðskeri og Sigga vefari að störfum á vinnustofu þeirra við Ægisbraut. Í Hafbjargarhúsinu á Breið var sett upp hryllingsvölundarhús á sunnudagskvöldið. Uppvakningar og draugar tóku þar á móti gestum sem þangað þorðu. Á Hrekkjavökurölti á sunnudaginn. Þær voru á ferð í Skógarhverfinu, bönkuðu uppá og spurðu Grikk eða gott? Peta og Gríma við Álmskóga 17 slá aldrei slöku við þegar tækifæri er til skreytinga á hrekkjavöku. Ekki var árennilegt að kíkja þangað í kaffi!

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.