Skessuhorn


Skessuhorn - 03.11.2021, Síða 27

Skessuhorn - 03.11.2021, Síða 27
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2021 27 Það var allskonar hryllingur í gangi þegar blaðamaður Skessu- horns kíkti á föstudagsmorgun í heimsókn í Brekkubæjarskóla og Grundaskóla á Akranesi. Flest börnin höfðu haft mikið fyrir því að líta sem hræðilegast út þegar þau mættu í skólann og blaðamanni leið alls ekki vel þegar hann var á vappi um gangana. Hann náði þó að festa á myndir nokkrar hryll- ingsverur og náði svo rétt svo að sleppa lifandi út frá öllum þessum skrímslum. Hrekkjavakan náði svo hámarki á sunnudaginn þegar til að mynda var fjölskyldutími með hrekkjavökuívafi á Smiðjuloftinu og þá gátu börn gengið í merkt hús á Akranesi seinnipart dags og feng- ið grikk eða gott. Mesta spennan var þó fyrir Hryllingsvölundarhús- inu sem var á vegum Byggðasafns- ins í Hafbjargarhúsinu á Breið og var fjörið þar milli klukkan 19-21. vaks Hrekkjavakan hefur verið að vaxa í vinsældum síðustu ár og í Grundar- firði er komin einskonar hefð fyr- ir því að ófrýnilegar verur banki upp á hjá fólki og bjóði upp á grikk eða gott. Lilja Magnúsdóttir hef- ur verið forsprakki fyrir þessu og helsti hvatamaður. Í ár var safn- ast saman við Græna kompaní- ið sem Lilja rekur áður en haldið var í hrekkjaleiðangur. Ófreskjurn- ar söfnuðust saman í eina hópmynd fyrir ljósmyndara áður en leið- angurinn hófst. tfk Hrollur á Hrekkjavöku í grunnskólunum á Akranesi Sjötti bekkur í Grundó leit ekki vel út. Hræðilegir krakkar í 8. bekk í Brekkó. Fréttaritari rétt náði að smella af áður en hann þurfti að taka til fótanna enda fékk hann illt augnaráð frá þessum. Mikið fjör á hrekkjavökunni í Grundarfirði Hópur af allskonar furðuverum, stórum og smáum. Lilja Magnúsdóttir er hér í rauðu á miðri mynd þar sem hún fer yfir málin áður en lagt er í hann. Ansi skuggaleg skólahurð í Grundaskóla. Nemendur í yngri bekkjum Grundaskóla voru til í tuskið. Annar bekkur í Brekkubæjarskóla var meira en til í hrekkjavökuna.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.