Skessuhorn - 03.11.2021, Qupperneq 31
MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 2021 31
Munið Fjölskyldutímana á
sunnudögum kl. 11:00-14:00
Klifur, leiktæki, spil, leikföng,
fjör og kósýheit.
Smiðjuvellir 17, Akranesi smidjuloftid.is
Afþreyingarsetur
á Akranesi
Eva María Jónsdóttir er tvítug
Skagakona sem byrjaði að leika
sér með saumavélina fyrir um
einu og hálfu ári og í dag hann-
ar hún og saumar föt sem hún sel-
ur á Instagram, undir nafninu By
Eva María. „Þetta byrjaði bara
þannig að ég var að græja föt fyr-
ir mig og deildi myndum af því á
Instagram. Þetta fékk mikla athygli
og ég ákvað því að stofna sérstaka
Instagram síðu fyrir það sem ég
var að sauma og þá vakti þetta enn
meiri athygli,“ segir Eva María og
brosir. Fötin sem hún saumar eru
úr glansefni í öllum regnbogans lit-
um og vekja því mikla athygli. Hún
er að sauma kjóla, buxur, pils og
allskonar toppa. En hvernig kom
það til að hún byrjaði á þessu? „Ég
var að skoða Instagram og sá mynd-
ir af fötum frá uppáhalds fatamerk-
inu mínu, Saks Potts. Það eru svona
föt úr glimmer efni og mig langaði
mikið í föt frá þeim, en þetta eru
mjög dýr föt. Ég ákvað því að finna
bara eins efni og sauma eitthvað
öðruvísi fyrir mig úr efninu,“ út-
skýrir Eva María.
Hefur lokið námi í
förðunarfræði
Eva María er fædd og uppalin á
Akranesi og hefur búið þar alla
tíð. Hún lauk námi frá Fjölbrauta-
skóla Vesturlands á Akranesi vor-
ið 2020, á svipuðum tíma og hún
var að byrja að prófa sig áfram
með saumavélina. Þá hefur hún
einnig lokið námi í förðunarfræði
frá Makeup studio Hörpu Kára.
„Ég hef samt ekki enn fengið tæki-
færi til að vinna við förðun en von-
andi er það að breytast. Á meðan
Covid hefur verið er svo lítið um
árshátíðir og svona viðburði þar
sem fólk vill fá förðun. En núna
eru að fara af stað ýmsir viðburð-
ir og ég fer að auglýsa mig,“ seg-
ir hún. Aðspurð segist Eva María
alltaf haft mikinn áhuga á hönnun
og handavinnu. „Ég var alltaf að
prjóna, hekla og sauma út. Mamma
mín átti svo saumavél uppi í hillu
og ég ákvað að prófa að taka hana
og byrjaði að leika mér, klippti nið-
ur boli og saumaði úr þeim upp á
nýtt. Svo ákvað ég að kaupa mér
efni og fór að sauma enn meira,“
segir hún og bætir við að þegar
hún var að byrja að prófa sig áfram
með saumavélina ákvað hún að fara
á saumanámskeið. Eva María seg-
ist fyrst og fremst vera að sauma
föt eftir pöntunum en að hún eigi
þó oftast eitthvað til á lager. Núna
segir hún að pantanir séu byrjað-
ar að berast fyrir áramótin en föt-
in sem hún saumar eru tilvalin í
áramótapartíið. Til þess að panta
hjá henni er hægt að senda skila-
boð á Instagram á notendanafnið
byevamariaa. „Ég græja það oft-
ast daginn eftir en stundum geri ég
það sama dag. Svo á ég stundum
eitthvað til ef fólk þarf að fá strax,“
segir hún.
arg/ Ljósm. aðsendar
Fötin sem Eva María saumar eru úr
litríkum efnum.
Saumar föt sem hafa vakið mikla athygli
Eva María Jónsdóttir hannar og saumar föt sem hafa vakið mikla athygli.
Kjóll sem Eva María saumaði.
Skemmtilega öðruvísi bolur sem Eva
María saumaði.
Bolur og buxur í stíl. Eva María getur líka saumað föt á börnin.