Skessuhorn


Skessuhorn - 01.12.2021, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 01.12.2021, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 202110 Framsóknarflokkur, Sjálfstæðis- flokkur og Vinstrihreyfingin grænt framboð kynntu á sunnudaginn nýjan sáttmála um ríkisstjórnar- samstarf. Í tilkynningu frá flokk- unum þremur um nýjan sáttamála segir: „Sáttmálinn fjallar um sameig- inlega hagsmuni þjóðarinnar þar sem birtast leiðarstef flokkanna um efnahagslegar og félagslegar framfarir, vernd umhverfis, kraft- mikla verðmætasköpun, jafnrétti kynjanna og jafnvægi byggða og kynslóða. Tekist verður á við all- ar áskoranir með hag almennings að markmiði og í þeirri trú að vel- sæld verði best tryggð með traust- um efnahag, jöfnum tækifærum og aðgerðum í þágu nýsköpunar, um- hverfis og loftslags. Ný ríkisstjórn ætlar að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og byggja upp styrk ríkisfjármálanna á ný á grundvelli öflugs atvinnulífs. Áhersla verður lögð á framúrskar- andi umhverfi til verðmætasköpun- ar, þar sem til verða ný, fjölbreytt og verðmæt störf. Samspil peninga- stefnu, ríkisfjármála og vinnumark- aðar verður undirstaða þess að unnt sé að tryggja stöðugleika í verðlagi og vöxtum. Í sáttmála nýrrar ríkisstjórnar er lögð áhersla á baráttuna við lofts- lagsbreytingar með samdrætti í los- un, orkuskiptum og grænni fjár- festingu. Tekist verður á við það verkefni að búa íslenskt samfélag undir aukna tæknivæðingu auk þess að tryggja áframhaldandi lífskjara- sókn allra kynslóða. Ný ríkisstjórn ætlar að fjárfesta í fólki. Áhersla er lögð á að einstak- lingurinn sé hjartað í kerfinu og að öflugt velferðarkerfi sé undirstaða jöfnunar og tryggi að allir geti blómstrað. Áfram verður unnið að því að bæta afkomu eldra fólks, og sérstaklega horft til þeirra ellilíf- eyrisþega sem lakast standa. Unnið verður að því að tryggja betur fjár- hagslega stöðu barnafólks í gegn- um skatta og bótakerfi og verð- ur sérstaklega hugað að því að efla barnabótakerfið.“ mm Síðastliðinn sunnudag tók ný rík- isstjórn við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Fyrr um daginn var kynntur stjórnarsáttmáli sem flokksráð Framsóknarflokks, Sjálf- stæðisflokks og Vinstri hreyfingar- innar græns framboð höfðu áður samþykkt. Miklar breytingar verða nú á ráðuneytum og verkaskiptingu þeirra. Ný ráðuneyti stofnuð og verkefni auk þess færð milli ráðu- neyta. Sjálfstæðisflokkur verður áfram með fimm ráðuneyti, Fram- sókn með fjögur og Vinstri græn þrjú, alls tólf ráðuneyti. Kynja- skipting er ekki jöfn, en sjö karl- ar sitja í nýrri ríkisstjórn og fimm konur. Þó hefur komið fram að Guðrún Hafsteinsdóttir (D) mun taka við af Jóni Gunnarssyni í inn- anríkisráðuneytinu að 18 mánuð- um liðnum. Þá jafnast kynjaskipt- ingin. Ráðherrar koma úr fimm kjördæmum af sex, enginn er úr Norðausturkjördæmi. Ný ráðuneyti verða innviða- ráðuneyti, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneyti, nýtt ráðuneyti háskóla- og vísinda, iðnaðar- og nýsköpunar, ráðuneyti skóla- og barnamála. Dómsmálaráðuneyti kallast nú innanríkisráðuneyti. Óbreytt verkaskiptin verður að mestu í fjármálaráðuneytinu, heil- brigðisráðuneytinu og utanríkis- ráðuneytinu. Þessi verða ráðherrar: Bjarni Benediktsson (D) verður áfram fjármálaráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir (D) verður utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson (D) verður ráðherra umhverfis- og loftslagsmála. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (D) verður ráðherra nýsköpunar, iðnaðar og háskóla. Jón Gunnarsson (D) verður innan- ríkisráðherra. Willum Þór Þórsson (B) verður heilbrigðisráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson (B) verð- ur innviðaráðherra. Lilja Alfreðsdóttir (B) verður við- skipta- og menningarmálaráðherra. Ásmundur Einar Daðason (B) verð- ur skóla- og barnamálaráðherra. Katrín Jakobsdóttir (V) verður áfram forsætisráðherra. Guðmundur Ingi Guðbrandsson (V) verður félags- og vinnumark- aðsráðherra. Svandís Svavarsdóttir (V) verður ráðherra matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar. mm Ríkisráð kom saman á Bessastöðum síðdegis á sunnudaginn, en jafnframt var það fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar. Tólf ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Stjórnarsáttmáli - „Ríkisstjórn um vaxandi velsæld“ Forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna kynntu sáttmálann sinn á blaðamanna- fundi á Kjarvalsstöðum. Hér er kíkt inn um glerið. Ljósm. aðsend. Nýjar bækur!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.