Skessuhorn


Skessuhorn - 01.12.2021, Page 17

Skessuhorn - 01.12.2021, Page 17
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2021 17 Síðastliðin vika var stór í bólusetn- ingum vegna Covid-19 hér í lands- hlutanum og margir sem voru t.d. að fá svokallaðan örvunarskammt. Á miðvikudeginum var bólusett á Akranesi. Blaðamaður Skessuhorns fékk að fylgjast með frá því snemma morguns, allt frá því að bóluefnið var blandað og þar til það var kom- ið í axlir bólusettra. Þá fékk blaða- maðurinn einnig að fylgja Herði Jónssyni, bílstjóra á HVE, í bílferð um umdæmi HVE þar sem með- al annars bóluefni var komið á út- stöðvar HVE, eins og sjá má á síð- unni hér til hliðar. Voru um 200 skammtar af bóluefni með í för. Vinnudagurinn hófst snemma hjá starfsfólki HVE á Akranesi eða um klukkan 7. Þura Björk Hreins- dóttir framkvæmdastjóri hjúkrun- ar hjá HVE, Jóhannes Bergsveins- son yfirlæknir heilsugæslustöðvar- innar á Akranesi og Þór Oddsson, lyfjafræðingur hjá HVE, stýrðu blönduninni styrkri hendir. Sex starfsmenn auk þeirra sátu inni í fundaherbergi og blönduðu bólu- efnið í gríð og erg og þegar klukkan var farin að ganga tíu voru tæplega þúsund skammtar komnir í kæli- kassa. Það var greinilegt að hópur- inn var ekki að framkvæma þessa blöndun í fyrsta skipti og voru handtökin því örugg og fumlaus og glatt á hjalla í hópnum. Bólusetningin sjálf byrjaði klukk- an tíu í íþróttahúsinu á Jaðarsbökk- um. Þegar tæplega eitt þúsund skammtar af bóluefni höfðu ver- ið blandaðir tók blöndunarfólkið saman sitt hafurtask og hið bland- aða bóluefni var borið út í bíl. Jó- hannes yfirlæknir bar bóluefnið og áhöld til bólusetningar út í bíl og ók sem leið lá að íþróttahús- inu, eftir krókaleiðum að vísu því eins og kunnugt er er gatnakerfi Akurnesinga í ákveðnu uppnámi vegna framkvæmda við Faxatorg. Á leiðarenda komst hann þó á end- anum. Alls voru rúmlega ellefu hundruð bólusettir Við íþróttahúsið var fólk þegar far- ið að safnast í raðir, spennt að fá í sig örvunarsprautu. Einnig voru þeir boðaðir sem ekki höfðu feng- ið aðra eða jafnvel fyrstu sprautu. Nokkur fjöldi starfsmanna HVE var einnig mættur til að raða upp í salnum. Greinilegt var að fólkið var ekki að gera þetta í fyrsta sinn og vinnubrögðin fumlaus. Meðal þess sem setja þurfti upp var tölvu- búnaður sem beintengdur er tölvu- kerfi landlæknis. Fannar Sólbjarts- son, sjúkraflutningamaður og yf- irmaður tölvumála hjá HVE, var ekki lengi að koma því öllu í gang. Sigurður Már Sigmarsson frændi hans og samstarfsmaður sýndi stjörnutakta við uppröðun stóla í íþróttasalnum. Þegar allt var tilbúið streymdi fólk inn í salinn og bólusetningin gekk afar hratt fyrir sig. Þegar fólk hafði verið bólusett var því uppálagt að bíða í salnum í 10- 15 mínútur. Sjúkrabíll stóð fyrir utan íþróttahúsið á meðan bólu- setningunni stóð ef eitthvað skyldi koma upp á. Að sögn Jóhannesar er afar fátítt að einhver vandamál komi upp. Ein staka sinnum líður yfir fólk en þegar það gerist þá er það oftast yngra fólk. Ástæða þess að það líður yfir fólk getur verið blóðþrýstingsfall en yngra fólk er jafnan með lægri blóðþrýsting en það eldra. Þegar yfir lauk, laust eft- ir hádegi höfðu alls rúmlega 1.100 verið bólusettir á Akranesi. frg/ Ljósm. frg og aðsendar. Allt komið í fullan gang í bólusetningunni. Mikið umleikis þegar stór bólusetningarvika var á Vesturlandi HVE á Akranesi. Allt á fullu við bólusetningu skömmu fyrir hádegi. Mikið gengur á þegar bóluefnið er blandað. Hluti af blöndunargenginu. Þór Oddsson, Ragnheiður Björnsdóttir, Jóhannes Bergsveinsson, Ólöf Lilja Lárusdóttir, Aníta Eir Einarsdóttir, Maren Ösp Hauksdóttir og Þóra Björg Elídóttir. Jóhannes Bergsveinsson ber bóluefnið og búnað út í bíl. Sigurður Már Sigmarsson, sjúkraflutningamaður, mættur með sjúkrabílinn. Sigurður Már Sigmarsson raðar upp stólum í salinn. Undirbúningur fyrir bólusetninguna á lokasprettinum. Fannar Sólbjartsson, yfirmaður tölvumála hjá HVE, Jóhannes Bergsveinsson, yfirlæknir heilsugæslunnar á Akranesi og Sigurður Már Sigmarsson sjúkraflutn- ingamaður.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.