Skessuhorn - 01.12.2021, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 202118
Það var sannkölluð aðventustemn-
ing í félagsheimilinu Miðgarði í
Hvalfjarðarsveit um helgina. Þar
var við hátíðlega athöfn á laugar-
daginn afhjúpað annað af tíu sögu-
skiltum sem sett verða upp í verk-
efninu Merking sögu og merkis-
staða í Hvalfjarðarsveit. Það fyrsta
var afhjúpað við Saurbæ í haust.
Söguskiltin eru framlag Hval-
fjarðarsveitar í samstarfi þriggja
sveitarfélaga við Hvalfjörð; Kjós-
arhrepps, Hvalfjarðarsveitar og
Akraneskaupstaðar og gengur út
á þróun ferðaleiðar um Hvalfjörð,
en það verkefni er leitt af Markaðs-
stofu Vesturlands.
Athöfnin hófst með ávarpi Lindu
Bjarkar Pálsdóttur sveitarstjóra
sem sagði frá söguskiltinu; tilurð
þess og efnistökum. Á skiltinu er
farið yfir sögu Jóns Hreggviðsson-
ar, Péturs Ottesen, Ytra-Hólms
og Innri-Hólms ásamt kirkjunn-
ar á Innri-Hólmi. Það var síðan
Halldór Blöndal fyrrverandi al-
þingismaður og ráðherra sem fékk
heiðurinn af afhjúpun skiltisins, en
flutti auk þess ávarp. Þar fór hann
m.a. yfir fyrstu kynni sín af svæð-
inu, en hann var ungur að árum
starfsmaður í Hvalstöðinni hvar
hann starfaði í alls tuttugu sumur
við hvalskurð. Þá ræddi hann um
Pétur Ottesen þingmann Borg-
firðinga sem hann telur ótvírætt
vera einn merkasta alþingismann
í sögu lýðveldisins. Að lokinni af-
hjúpun var farið inn en þar minnt-
ist Haraldur Benediktsson á Vestra-
-Reyni Jóns Hreggviðssonar og fór
yfir viðburðaríka sögu þessa um-
deilda manns.
Að lokinni dagskrá sveitarstjórn-
ar hófst dagskrá í félagsheimil-
inu þar sem Kirkjukór Saurbæj-
arprestakalls söng nokkur jólalög
undir stjórn og undirleik Zsuzsanne
Budai. Því næst hófst jólamark-
aður þar sem selt var gegn vægu
gjaldi ýmiskonar handverk, sultur,
bakkelsi, broddur og fleira. Auk
þess var kaffisala. Markaðurinn var
opinn bæði laugardag og sunnu-
dag. Allur ágóði af sölunni fer til
fjármögnunar viðgerða á Innra-
-Hólmskirkju en 130 ára afmælis
hennar verður minnst á næsta ári.
Viðgerðum á kirkjunni hefur mið-
að vel á þessu ári. mm
Prjónless í miklu magni beið eigendaskipta á jólamarkaðinum.
Söguskilti afhjúpað og jólabasar í Miðgarði
Eftir afhjúpun söguskiltisins. F.v. Brynja Þorbjörnsdóttir formaður menningar- og markaðsnefndar Hvalfjarðarsveitar,
Halldór Blöndal fyrrverandi ráðherra, Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri og Haraldur Benediktsson bóndi á Vestra Reyni sem
flutti fræðsluerindi um Jón Hreggviðsson.
Kórinn syngur undir stjórn Zsuzsanne Budai.
Ragnheiður Guðmundsdóttir formaður sóknarnefndar Innra Hólmskirkju hefur verið í hópi velunnara kirkjunnar til fjölda
ára. Hópurinn hefur með ýmsu móti safnað fyrir viðgerðum á kirkjunni, en þær viðgerðir fóru að mestu fram á þessu ári.
Ragnheiður lagði til jólamarkaðarins mikinn fjölda af litríkum krukkum með sultum og öðru góðgæti.
Þetta fallega líkan af Innra Hólmskirkju tók á móti gestum í Miðgarði. Það smíðaði
Arnþór Ingibergsson.
Borð hlaðið bakkelsi.
Kleinur, flatkökur, ostahorn, broddur. Allt sem þarf. Allskyns handverk var boðið til sölu.