Skessuhorn


Skessuhorn - 01.12.2021, Side 19

Skessuhorn - 01.12.2021, Side 19
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2021 19 Slökkvilið Borgarbyggðar rekur slökkvitækjaþjónustu í slökkvistöð- inni við Sólbakka í Borgarnesi. Að sögn Bjarna Kristins Þorsteins- sonar slökkviliðsstjóra er starf- semin með öllu aðskilin rekstri sjálfs slökkviliðsins, en er í boði í ljósi þess að einkaaðilar eru ekki að sinna þessari þjónustu í heima- byggð. Töluvert mismunandi er milli sveitarfélaga hvernig þessari þjónustu er háttað. Í slökkvistöð- inni í Borgarnesi er tekið á móti slökkvitækjum allt árið, þau tæmd, yfirfarin, hlaðin og umhlaðin eftir atvikum. Loks er þrýstingi komið á tækin með því að dæla í þau hæfi- legu magni af köfnunarefni. Ómissandi öryggisþáttur Eins og allir vita eru slökkvi- tæki ómissandi öryggisatriði á öll- um stöðum, hvort sem um er að ræða heimili, hús eða fyrirtæki. Oft má með þeim, við afmarkað- an eld, slökkva áður en eldurinn nær að breiða úr sér og slökkvilið mætir á vettvang. Þá er mikilvægt að velja slökkvitæki sem henta að- stæðum á hverjum stað og nokkuð algengt að nauðsynlegt sé að vera með fleiri en eina tegund slökkvi- tækja og taka þau þá mið af aðstæð- um. Bjarni segir að jafnaði yfirfari þeir um þrjú hundruð slökkvitæki á ári. Sá fjöldi mætti vera meiri í ljósi fjölda heimila og fyrirtækja á svæðinu. Hann segir að æskilegt sé að yfirfara slökkvitæki að lágmarki þriðja hvert ár ef aldrei hafi verið átt við þau á þeim tíma. Ef eitthvað hefur verið átt við tækin þarf að láta yfirfara þau strax. Þrýstingur í tækj- unum gefur þó vísbendingu um ástandið. Þegar blaðamann bar að garði var Bjarni að ljúka við að yf- irfara á þriðja tug slökkvitækja frá Grunnskóla Borgarfjarðar annars vegar og hins vegar frá ferðaþjón- ustunni á Gauksmýri í Húnaþingi. Aðspurður segir Bjarni að slökkviliðið sjálft selji ekki tæki eða búnað. Hins vegar hafi verið gert munnlegt samkomulag við Kaupfé- lag Borgfirðinga um að hafa til sölu viðurkennd slökkvitæki, eldvarnar- teppi, reykskynjara og annan bún- að til að hægt sé að vísa fólki þang- að þurfi það að endurnýja búnað á heimilunum eða bæta við. Ekki lögbundin skylda eftir lokaúttekt Það vekur athygli að skylda fólks til að hafa slökkvitæki og annan nauðsynlegan eldvarnabúnað í hús- um er einungis til staðar þegar gerð er lokaúttekt á nýjum húsum. Eftir það er lagt í hendur fólks að halda þessum búnaði við og endurnýja eftir þörfum þannig að í öllum hí- býlum séu slökkvitæki, eldvarnar- teppi og reykskynjarar. Bjarni seg- ir að þetta sé kerfisgalli og í raun ótrúlegt að eftirlit sé ekki lögbund- ið í ljósi þess að búnaður þessi snertir öryggi fólks. Slökkviliðs- og eldvarnaeftirlitsmenn hafa ekki lagaheimild til að fara inn á heim- ili fólks til að taka út hvort slíkur búnaður sé til eða virki. Því þarf að höfða til samvisku hvers og eins með það. Víða erlendis seg- ir Bjarni að eldvörnum og eftirliti sé betur fyrir komið og nefnir m.a. að í Svíþjóð séu það tryggingafé- lög sem komi að slíku og jafnvel reki einnig slökkviliðin til helm- ings á móti viðkomandi kommúnu eða sveitarfélagi. Hér á landi vanti einhvers konar hvata eða áminn- ingu til að fólk hafi eldvarnarbún- að í lagi. Landssamband slökkvi- liðs og sjúkraflutningamanna er á hverju ári með átak. Nemendur í þriðja bekk grunnskóla eru heim- sóttir, þeir fræddir um mikilvægi eldvarna á heimilum og oft koma börnin þessu svo á framfæri þegar heim er komið. Bjarni Kristinn hvetur allan al- menning til að yfirfara öryggisbún- að á heimilum og í fyrirtækjum, því enginn viti hvenær næst þurfi að grípa til hans. Mest sé hættan einatt í kringum hátíðir eins og þær sem nú fara í hönd. mm Víða er hægt að kaupa eldvarnarbún- að; slökkvitæki, eldvarnarteppi og reykskynjara í verslunum. Þessi mynd var tekin í Kaupfélagi Borgfirðinga í síðustu viku. Best að yfirfara slökkvitækin að lágmarki þriðja hvert ár Þegar búið er að yfirfara tækið, setja duftið í að nýju er þrýstingi komið á. Bjarni geymir tækið að lágmarki í einn sólarhring eftir hleðslu til að tryggja að þrýstingurinn haldist í því áður en það fer á sinn stað. Endurhlaðin og yfirfarin slökkvitæki. Smiðjuvellir 32 - 300 Akranes - Sími 431 5090 - Fax 431 5091 - www.apvest.is Bráðum koma blessuð jólin... Mikið úrval af allskyns gjafavöru Apótek Vesturlands verður með fjölbreytt úrval af allskyns gjafavöru fyrir jólin. Mikið úrval af bað- og ilmvöru auk ýmissa annarra góðra kosta. Komdu og kannaðu úrvalið. Afgreiðslutími: Virka daga 9–18 Laugardaga 10–14 Sunnudaga 12–14

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.