Skessuhorn - 01.12.2021, Qupperneq 31
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 2021
Skallagrímur tók á móti liði
Álftaness í 1. deild karla í
körfuknattleik á föstudaginn og varð
að sætta sig við tap, lokatölur 79:91.
Skallagrímur hafði unnið þrjá leiki
í röð í deildinni fyrir leik kvölds-
ins og hefði með sigri getað nálg-
ast liðin í efri hlutanum. Gestirn-
ir voru þó alls ekki á því og byrjuðu
leikinn af krafti, komust í 7:16 eft-
ir miðjan fyrsta leikhluta og leiddu
með tíu stigum, 15:25, þegar hon-
um lauk. Heimamenn náðu góðum
kafla í öðrum leikhluta og minnk-
uðu muninn í fimm stig, 28:33 en
þá bættu gestirnir aftur í og staðan
í hálfleik, 38:47.
Í byrjun þriðja leikhluta náðu Álft-
nesingar góðu áhlaupi, skoruðu tíu
stig í röð á meðan hittni Skallagríms
var ekki beint til fyrirmyndar. Þessi
munur hélst til loka þriðjungsins þar
sem Skallagrímsmenn voru alltaf að
elta og gekk misvel, staðan 54:66
við flautuna. Liðin skoruðu síðan
sitthvor 25 stigin í lokahlutanum
og ljóst að sigurgöngu Skallagríms
er lokið í bili, lokatölur í Fjósinu í
Borgarnesi, 79:91.
Stigahæstir hjá Skallagrími
voru þeir Bryan Battle með 26
stig og 12 fráköst, Davíð Guð-
mundsson var með 16 stig og
þeir Arnar Smári Bjarnason og
Simun Kovac með 13 stig hvor
og þá var Simun með 18 fráköst.
Hjá Álftanesi var Cedrick Bowen
með 23 stig, Friðrik Anton Jóns-
son með 21 stig og 10 fráköst og
Ragnar Jósef Ragnarsson með 17
stig.
Skallagrímur er nú í sjötta sæti
deildarinnar með átta stig eft-
ir tíu leiki en næsti leikur liðsins
er gegn Fjölni föstudaginn 3. des-
ember í Dalhúsum í Grafarvogi
og hefst klukkan 18. vaks
Skagamenn sóttu Hauka heim í
Hafnarfjörðinn í fyrstu deild karla
í körfuknattleik á föstudagskvöldið
og urðu að sætta sig við stórtap,
108:66. Haukar byrjuðu af krafti og
eftir aðeins tvær mínútur var stað-
an orðin 15:2 fyrir Hauka. Skaga-
menn náðu þó að bíta frá sér í kjöl-
farið og staðan eftir fyrsta leikhluta
30:19. Skagamenn náðu síðan með
mikilli baráttu að minnka muninn í
fjögur stig um rúmlega miðjan ann-
an leikhluta en þá tóku heimamenn
smá kipp og staðan í hálfleik 46:36.
En í þriðja leikhluta kaffærðu
Haukar gestina algjörlega, skor-
uðu 38 stig gegn aðeins tíu stig-
um ÍA sem skoruðu ekki neitt stig
síðustu sex mínútur leikhlutans
og staðan við lok þriðja leikhluta
84:46. Í fjórða leikhlutanum slök-
uðu Haukar á klónni, stigaskorið
var svipað á liðunum og lokatölur
leiksins eins og áður sagði, stórsig-
ur Hauka 108:66.
Stigahæstir hjá ÍA voru þeir Ne-
stor Saa með 16 stig, Hendry Eng-
elbrecht með 15 stig og Cristopher
Clover með 14 stig. Hjá Haukum
var Shemar Bute með 21 stig og 10
fráköst, Jose Aldana með 17 stig og
Orri Gunnarsson með 12 stig.
ÍA hefur tapað fyrstu tíu leikjum
sínum í deildinni og vermir botn-
sætið. Næsti leikur ÍA er á heima-
velli gegn Hrunamönnum þriðju-
daginn 7. desember og hefst klukk-
an 19:15. vaks
Skallagrímur átti ekki mikla
möguleika þegar þær sóttu Íslands-
meistara Vals heim í Subway deild
kvenna á miðvikudagskvöldið.
Skallagrímur byrjaði þó af krafti,
skoraði sex stig í röð og komst í
6:2. En síðan skoruðu þær ekki stig
í tæpar sex mínútur og staðan 13:8
eftir fyrsta leikhluta. Annar leik-
hluti var á sömu nótum eins og sá
fyrsti endaði, Valskonur unnu hann
25:10 og ljóst að Skallagrímur var í
veseni. Varnarleikur Vals var ákaf-
ur og alls töpuðu Skallagrímskonur
boltanum 16 sinnum í hálfleiknum
en staðan í hálfleik 38:18.
Eftir leikhléið héldu Valskonur
áfram að bæta forskotið, pressuðu á
gestina og neyddu þær í erfið skot.
Valur skoraði 34 stig á móti 17
stigum Skallagríms og staðan eftir
þriðja leikhluta 72:35. Fjórði leik-
hluti var því aðeins formsatriði fyrir
Val og þær sigldu sigrinum örugg-
lega í hús, lokastaða leiksins 92:47.
Þetta var níunda tap Skallagríms
í röð í deildinni en í viðtali við visir.
is eftir leik sagði Nebojsa Knezevic,
þjálfari Skallagríms, að hann hefði
verið ánægður með byrjunina í
leiknum og framlag ungu leik-
mannanna. Þá sagði hann einnig
að nú verði þær bara að æfa og æfa
og þannig ná sér í sjálfstraust og
verða keppnishæfari það sem eftir
er tímabilsins. Þess má einnig geta
að liðið saknaði mjög Emblu Krist-
ínardóttur en hún mun ekki leika
meira með liðinu í vetur þar sem
hún á von á barni.
Stigahæstar í leiknum í gærkvöldi
voru þær Nikola Nederosíková sem
var með 18 stig, Leonie Edringer
var með 10 stig og Aðalheiður Ella
Ásmundsdóttir með 8 stig. Hjá Val
var Ameryst Alston með 22 stig og
11 stoðsendingar, Dagbjört Dögg
Karlsdóttir með 14 stig og Eydís
Eva Þórisdóttir með 11 stig.
Skallagrímskonur eru neðstar í
Subway deildinni með ekkert stig
en fyrir ofan þær eru Breiðablik
með tvö stig og Grindavík með
sex stig. Næsti leikur Skallagríms
er gegn Breiðablik sunnudaginn 5.
desember í Smáranum í Kópavogi
og hefst klukkan 19:15.
vaks
Bryan Battle var atkvæðamestur hjá Skallagrími. Hér í leik gegn ÍA. Ljósm. jho
Álftanes stöðvaði sigurgöngu Skallagríms
ÍA tapaði stórt gegn toppliði Hauka
Nestor Saa skoraði 16 stig gegn Haukum. Ljósm. jho.
Taphrina Skallagrímskvenna
heldur áfram
NÝJIR
LITIR
HANDKLÆÐI MEÐ NAFNI
3.790,-
Smáprent
STÆRÐ: 70 X 140 CM
Gjafahugmynd
OPNUNARTÍMI
ALLA VIRKA DAGA 13-18
HELGAR 11-15
SMIÐJUVÖLLUM 32 •AKRANESI
WWW.DOTARI .IS•WWW.SMAPRENT.IS
SMIÐJUVÖLLUM 32 •AKRANESI
WWW.DOTARI .IS•WWW.SMAPRENT.IS
NÝJAR VÖRUR