Skessuhorn - 30.03.2022, Side 4
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 20224
Um síðustu helgi fóru fram kosningar á tveimur stöðum á landinu þar sem
íbúar voru spurðir hvort þeir vildu sameinast nágrönnum sínum við hliðina. Í
öllum fjórum tilfellum vildu þeir það og því rennur Langanesbyggð og Sval
barðshreppur saman og hins vegar Helgafellssveit og Stykkishólmsbær. Ég er
ekki frá því að almennt sé vaxandi vilji í smærri sveitarfélögum til sameiningar.
Skýringin mögulega sú að menn sjá að takmörkunum er sett hversu fámenn
sveitarfélög geta verið til að geta talist sjálfbær og einfaldlega fær um að takast
á við það lögbundna hlutverk sem löggjafinn hefur fyrirskipað. Þá eru einnig
skýr merki um að minnkandi eftirspurn er eftir setu í sveitarstjórnum og að
axla þá ábyrgð sem þeirri vegsemd fylgir. Nýjasta dæmið er úr Hvalfjarðarsveit
þar sem allir þrír framboðslistarnir sem buðu fram í kosningunum fyrir fjórum
árum hafa nú boðað að þeir ætli að leggja framboðin niður. Þar í sveit er ástæð
an varla skortur á tekjum sveitarsjóðs. Ástæðan er einhver önnur. En hver?
Á undanförnum árum hefur verkefnum sveitarfélaga verið fjölgað þegar rík
ið hefur sent þau heim í hérað. Margir vildu meina að þessi verkefnaflutningur
hafi verið af hinu góða þar sem völdin færðust nær fólkinu. Vel má vera að það
sé rétt. Hins vegar er ég alveg viss um að tekjur hafa ekki fylgt í réttu hlutfalli
við vaxandi verkefni. Flest sveitarfélög eru því með útsvarið sperrt í hæsta lög
lega hlutfallið, fasteignaskattar eru sömuleiðis háir og álögur almennt mikl
ar. Allt gert til að eiga fyrir hreppsútgjöldum. Sveitarstjórnarfólki eru svo
skömmtuð of lág laun fyrir sína vinnu og hver skyldi ákveða þau kjör, jú ríkið.
Í ljósi þessarar skrítnu þróunar finnst mér skjóta verulega skökku við að
dómsmálaráðherra hafi nýverið leyft sér að slá fram þeirri hugmynd að leggja
niður embætti sýslumanna á landsbyggðinni. Hann vill að einn sýslumaður
taki við því embætti og að sjálfsögðu hafi hann aðsetur í Reykjavík. Að leggja
niður átta sýslumenn er um leið ákvörðun um að leggja niður átta hálaunastörf
á landsbyggðinni. Það hefur nefnilega ekkert breyst í að sýslumenn eru ágæt
lega launaðir og þar sem þeir enn sitja munar um skatttekjur þeirra í samfé
laginu.
En það er víðar en á vettvangi sýslumannsembætta sem vel launuðum störf
um er að fækka. Í Skessuhorni í dag er rætt við bankastarfsmann sem er að
ljúka farsælu starfi eftir 45 ár. Í viðtalinu kemur m.a. fram að nú þegar hún
lætur af störfum verða jafn margir starfsmenn í bankanum á öllu Vesturlandi
og þegar hún byrjaði í sparisjóðnum í Borgarnesi fyrir 45 árum. Í millitíðinni
voru þessir starfsmenn þrefalt eða fjórfalt fleiri en þeir eru nú. Allskyns tækni
framfarir hafa valdið þeirri fækkun. Tækniframfarir sem í dag eru kenndar
við fjórðu iðnbyltinguna. Það þarf ekki lengur starfsfólk í bankana af því fólk
ið er með bankann í vasanum. Bankarnir græða hins vegar meira en þeir hafa
nokkru sinni gert en sá gróði situr ekki eftir á landsbyggðinni og enn síður ef
bankastarfsmenn eru þar ekki lengur.
Vegna allra þessara breytinga af manna og tæknivöldum á landsbyggðin
enn eina ferðina í varnarbaráttu. Kerfið „fyrir sunnan“ á einhvern veginn auð
velt með að verja sinn hlut, en „okkar“ kerfi ber skarðan hlut frá borði. Til
flutningur starfa er nefnilega einkum á annan veginn. Svokölluð öfug byggða
stefna.
Það hlýtur að vera skoðunar virði að kanna ástæður þess að fólk sem setið
hefur eitt kjörtímabil í sveitarstjórn ákveður að hætta og gefa boltann frá sér
ef svo má segja. Það er af sem áður var að menn lögðu mikið á sig til að halda
völdum, sitja sem lengst, jafnvel í áratugi. Vera kann að ástæðan sé að ein
hverju leyti sú að laun fyrir setu í sveitarstjórnum og nefndum eru ekki í takti
við þá vinnu sem fólk þarf að leggja fram. Þá verður einfaldlega að leiðrétta
það. Allavega má vel ímynda sér að það leiði til það sem kallað hefur ver
ið spekileki, þegar allir í sveitarstjórn hætta á sama tímapunkti. Getur ástæð
an verið sú að búið sé að skipta verkefnum ójafnt innan opinbera geirans, allt
á kostnað sveitarfélaganna? Það er allavega ástæða til að færa þessa umræðu
upp á yfirborðið. Að öðrum kosti gætu öll sveitarfélög utan höfuðborgarinnar
orðið þátttakendur í því sem ráðamenn kjósa að nefna „Brothættar byggðir,“
eins óspennandi heiti og það nú annars er.
Magnús Magnússon
Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 4.110 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 3.550. Rafræn áskrift kostar 3.220kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.968 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is
Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is
Guðrún Jónsdóttir gj@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Spekileki í uppsiglingu
Á þriðjudaginn í liðinni viku var
fundur hjá skóla og frístundaráði
Akraneskaupstaðar. Í fundargerð
kemur fram að undanfarin fjög
ur ár hafi ráðið lagt áherslu á að
bæta aðstæður barna og fjölskyldna
þeirra með tilliti til daggæslu
mála. Ráðist hafi verið í byggingu
nýs glæsilegs sex deilda leikskóla
við Asparskóga sem verður tekinn
í notkun í haust þegar leikskólinn
Garðasel flytur starfsemi sína.
Með innkomu nýs leikskóla
skapast tækifæri til þess að stór
bæta vinnuaðstæður bæði barna og
starfsmanna á leikskólum bæjarins.
Nú í haust býðst börnum sem fædd
eru frá áramótum og út júlímánuð
2021 leikskólapláss. „Yngstu börn
in sem byrja á leikskólum Akra
neskaupstaðar í haust verða því
13 mánaða. Ef frekari tafir verða
á byggingu leikskólans við Aspar
skóga er búið að tryggja leikskóla
starfinu annað hentugt húsnæði þar
til leikskólinn verður tekinn í notk
un,“ segir í fundargerð ráðsins.
vaks
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveit
ar samþykkti á fundi þriðjudaginn
22. mars að ráða Jökul Helgason
í 60% stöðu skipulagsfulltrúa hjá
sveitarfélaginu og Arnheiði Hjör
leifsdóttur í 50% stöðu umhverfis
fulltrúa. Taka þau við störfun
um af Boga Kristinssyni fyrrum
skipulags og umhverfisfulltrúa
sem sagði upp störfum í lok síð
asta árs.
arg
Klukkan þrjú aðfaranótt síðasta
miðvikudags kom Svanur RE inn
til hafnar á Akranesi með loðnu.
Skipið hélt frá Reykjavík fimm
dögum áður eftir þriggja daga
brælustopp. Leitað var fanga ansi
víða í þessari ferð, eða norður und
ir Skor í Breiðafirði og austur undir
Þorlákshöfn. Talsvert lokahljóð var
komið í mannskapinn með þessa
vertíð, en menn binda þó enn von
ir við að vesturgangan láti sjá sig.
mm/ Ljósm. gsv
Mannfjöldi á Íslandi 1. janúar
2022 var 376.248 og hafði íbú
um fjölgað um 7.456 frá 1. janú
ar 2021, eða um 2,0%. Alls voru
193.095 karlar og 183.153 konur
búsettar á landinu í upphafi ársins
og fjölgaði körlum um 2,1% árið
2021 en konum um 1,9%.
Íbúum fjölgaði hlutfallslega
mest á Suðurlandi, eða um 3,3%
á árinu en fjölgunin var 3,2% á
Reykjanesi. Á Vesturlandi, höfuð
borgarsvæðinu og Norðurlandi
eystra var fjölgun um 1,8%, á
Austur landi 1,7% á Vestfjörð
um 1,4% og minnst fjölgun var
á Norðurlandi vestra einungis
0,07%.
Íbúum á Vesturlandi fjölgaði í
sex sveitarfélögum af tíu á árinu.
Langmest fjölgun og raunar á
landsvísu einnig var í Helgafells
sveit á Snæfellsnesi, eða um 19,7%.
Einnig fjölgaði íbúum í Dala
byggð, Hvalfjarðarsveit, Borgar
byggð, Akranesi og Stykkishólms
bæ. Í Snæfellsbæ, Grundarfirði,
Skorradal og Eyja og Miklaholts
hreppi fækkaði íbúum milli ára,
langmest í Eyja og Miklaholts
hreppi um 14,3%. mm
Nýi leikskólinn sem er í byggingu við Asparskóga. Ljósm. vaks
Börn niður í 13 mánaða aldur
fá leikskólapláss í haust
Nýir skipulags- og umhverfisfulltrúar
Dalamenn geta glaðst því þar fjölgaði íbúum um 7,3% á síðasta ári.
Ljósm. úr safni/ Steina Matt.
Vesturland undir mannfjölda-
aukningu á landsvísu
Svanur landaði loðnu eftir skraptúr