Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2022, Qupperneq 5

Skessuhorn - 30.03.2022, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2022 5 Garða- og Saurbæjarprestakall Garða- og Saurbæjarprestakall Miðvikudagur 6. apríl AKRANESKIRKJA Bænastund kl. 12.15 Súpa í Vinaminni eftir stundina. Opið hús kl. 13.30. Vinaheimsókn frá Bústaðakirkju. HALLGRÍMSKIRKJA Í SAURBÆ Föstumessa kl. 20 Fermingarmessa kl. 10.30 Aldís María Smáradóttir Alexandra Ósk Hermóðsdóttir Arnar Már Garðarsson Benedikt Víkingur Rúnarsson Bjarki Berg Reynisson Elísabet Fróðný Eiríksdóttir Elsa Fanney Gunnarsdóttir Gestur Ólafur Elíasson Guðmundur Hrafnkell Daðason Hafdís María Arnórsdóttir Jökull Viktor Jakobsson Natalía Björg D Binkowska Sesar Óli Guðrúnarson Sveinn Þór Elinbergsson Fermingarmessa kl. 13.30 Anna Málfríður Ottesen Arnar Gunnarsson Árni Daníel Grétarsson Ásrún Silja Andradóttir Elín Björk Hafþórsdóttir Ísak Davíð Þórðarson Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir Saga Dís Davíðsdóttir Sara Mjöll Bjargþórsdóttir Stígur Bergmann Þórðarson Tinna Pálsdóttir Valdís Ramundt Kristinsdóttir Þórkatla Þyrí Sturludóttir Sunnudagur 3. apríl AKRANESKIRKJA Sunnudagaskóli kl. 10 í Gamla Iðnskólanum Mánudagur 4. apríl kl. 18 Aðalsafnaðarfundur Akranessóknar Tæknimessa verður haldin í Fjöl­ brautaskóla Vesturlands á Akranesi í fjórða sinn á morgun, fimmtudag, en hún var fyrst haldin um miðj­ an apríl árið 2016. Þá er nemend­ um í 8.­10. bekk af öllu Vestur­ landi boðið í heimsókn á Akranes þar sem þeir fá kynningu á iðnn­ ámi og afreksdeild FVA auk þess sem nokkur fyrirtæki kynna sína starfsemi fyrir ungmennunum. Í ár fara þau að Grundartanga þar sem Ólafur Adolfsson, formaður stjórnar Þróunarfélags Grundar­ tanga, tekur á móti hópnum og sýnir og segir frá starfsemi á svæð­ inu. Þá verður farið með krakkana í Nýsköpunarsetrið á Breið þau fá að kynnast starfsemi FAB­LAB Vest­ urlands og Art ­ Trés. Á neðstu hæð hússins verður Sævar Þór Þráins­ son með erindi og Frystihúsið með djúsbar. Markmiðið með Tækni­ messu var og er að kynna fyrir elstu bekkjum grunnskólanna það náms­ framboð sem í boði er í Fjölbrauta­ skóla Vesturlands á sviði iðn­ og verkgreina og hvaða tækifæri eru til atvinnu hjá iðn­ og tæknifyrirtækj­ um í landshlutanum. Mikilvægt er að unga fólkið sé meðvitað um þessi tækifæri áður en kemur að því að ákveða hvaða nám verður fyr­ ir valinu eftir að grunnskóla lýkur. Lögð er áhersla á að kynna starf­ semi fyrirtækja á Vesturlandi sem byggja tilveru sína á starfsfólki með iðn­ og tæknimenntun. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi styðja verkefnið í gegnum Sóknaráætlun. Iðnaðarmönnum var að fækka Blaðamaður Skessuhorns fékk þau Pál S. Brynjarsson fram­ kvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Hlédísi Sveins­ dóttur verkefnisstjóra Tæknimessu í stutt spjall fyrir helgi. Páll segir að upphaf Tæknimessu megi rekja til ársins 2015 þegar verið var að vinna að sóknar áætlun Vesturlands og þá hafi komið í ljós að menn höfðu miklar áhyggjur af því að iðnaðar­ mönnum væri að fækka í landshlut­ anum. Sem betur fer var nóg af ver­ kefnum fyrir iðnaðarmenn á þessum tíma og stóriðjan sótti í það að hafa iðnaðarmenn í vinnu. „En menn höfðu áhyggjur af því að það væri að verða skortur af iðnaðarmönnum á svæðinu. Þá var nærtækast að reyna að kynna það sem væri í boði varð­ andi nám og annað í tæknigreinum á Vesturlandi. Niðurstaðan varð sú að fara í samstarf við Fjölbrauta­ skóla Vesturlands, sem er eini fram­ haldsskólinn á Vesturlandi þar sem iðnnám er í boði, og við myndum halda þar Tæknimessu. Hún er fjár­ mögnuð af Sóknar áætlun Vestur­ lands og hefur alltaf verið haldin í Fjölbrautaskólanum á Akranesi.“ Breytt ímynd Páll segir að allt í senn sé verið að kynna iðnnám sem er í boði í skól­ anum og einnig starfsemi öflugra iðnfyrirtækja á Vesturlandi fyr­ ir nemum sem eru í elstu árgöng­ um í grunnskóla. „Áður en ung­ mennin fara að velja sér framhalds­ nám er búið að fara yfir það með þeim hversu gagnlegt það er að fara í iðnnám. Einnig var hugmyndin að breyta ímynd iðnnámsins sem ég held að hafi tekist, ekki bara hér á Vesturlandi á undanförnum árum, heldur bara almennt. Þetta hefur gengið ágætlega og við vit­ um ekki annað en það sé að fjölga iðnnemum í FVA á Akranesi. Þegar við horfum yfir þetta sex ára tímabil síðan fyrsta Tæknimessan var haldin þá hefur þetta verið nokkuð jákvæð þróun. Við höfum verið að kynna öflug fyrirtæki á Vesturlandi og einnig horft á nýjar greinar eins og kvikmyndagerð og vorum þá í samstarfi við Muninn kvikmynda­ gerð og Bíóhöllina á Akranesi varð­ andi það.“ Vel tekið í skólunum Hlédís segir að von sé á um 800 nemendum og starfsmönnum skólanna af Vesturlandi á Tækni­ messuna og hefst hún á skólatíma um klukkan hálf níu og standi yfir til rúmlega tvö. Í hádeginu mun Hugrún og hennar teymi í mötu­ neytinu í FVA elda lasagna fyr­ ir þessa 800 nemendur sem vænt­ anlegir eru í heimsókn. „Umræð­ an um iðnám hefur breyst á síð­ ustu árum og menn eru að átta sig á því hve góður grunnur iðnnám er fyrir svo margt annað, eins og nám í verkfræði og öðrum greinum. Svo hefur maður séð hjá mörgum krökkum að það kviknar einhver neisti og þeim finnst þetta gaman. Grunnskólarnir taka ótrúlega vel í þetta sem segir okkur að þetta hafi mælst vel fyrir í gegnum árin.“ Páll segir að lokum að Tækni­ messan sé eitt af allra skemmti­ legustu verkefnunum sem þau eru með í gegnum Sóknaráætlun Vestur lands. „Það er frábært fyr­ ir okkur að geta tekið þátt í því að kynna tækninám og tækifæri með þessum hætti. Þetta hefur verið mjög áhugavert og samstarfið við FVA verið mjög gott. Skólinn hefur verið lykilaðili frá upphafi og tek­ ið þátt í þessu með okkur og Dröfn Viðarsdóttir verið okkar tengiliður í góðu samstarfi. Skólinn sér tæki­ færin sem þetta færir honum að taka þátt í þessu samstarfi og taka á móti öllu þessu flotta unga fólki sem er að kynna sér möguleika til menntunar.“ vaks Mynd frá Tæknimessu árið 2019. Ljósm. úr safni Tæknimessa FVA haldin í fjórða sinn Páll S Brynjarsson, Dröfn Viðarsdóttir og Hlédís Sveinsdóttir. Ljósm. vaks

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.