Skessuhorn - 30.03.2022, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2022 11
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka
og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Gildi EFLU eru
hugrekki, samvinna og traust og leggjum við mikið upp úr því að fá til liðs
við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk.
Umsókn og kynningarbréf, með upplýsingum um menntun og starfs-
reynslu, skal berast rafrænt í gegnum vef EFLU, efla.is/laus-storf,
fyrir 10. apríl 2022. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólafur Ágúst Ingason sviðsstjóri
byggingasviðs, olafur.agust.ingason@efla.is.
EFLA leitar að metnaðarfullum og áhugasömum starfsmanni, með
sérþekkingu í lagna- og loftræsihönnun. Um er að ræða starf í fagteymi
lagna- og loftræsikerfa. Starfið er óháð staðsetningu sem þýðir að búseta
starfsmanns skiptir ekki máli til að geta sinnt starfinu.
efla.is412 6000
Sérfræðingur í lagna-
og loftræsihönnun
Starfssvið
l Hönnun frárennslis-, neysluvatns-, hita- og kælilagna
l Hönnun á vatnsúðakerfi
l Hönnun loftræsilagna
l Gerð útboðsgagna, orkuútreikninga og kostnaðaráætlana
Menntunar- og hæfniskröfur
l Háskólamenntun í vél- og orkutæknifræði eða sambærileg menntun
l Reynsla af lagna og/eða loftræsihönnun er kostur
l Reynsla í notkun AutoCad og Revit
l Framúrskarandi hæfni í samskiptum
l Metnaður til starfsþróunar
l Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
l Góð færni í íslensku og ensku
MÓTTAKA FRAMBOÐSLISTA VEGNA SVEITARSTJÓRNARKOSNINGA 14. MAÍ 2022
Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga rennur úr kl. 12:00 á hádegi,
föstudaginn 8. apríl nk. Framboðslistar skulu hafa borist undirrituðum formanni
yfirkjörstjórnar fyrir ofangreindan tíma.
Á kosningavef Stjórnarráðs Íslands, www.kosning.is, er þar að finna greinargóðar
leiðbeiningar til þeirra sem hyggjast bjóða fram lista. Allar nánari upplýsingar
eru veittar á skrifstofu Borgarbyggðar í síma 433-7100 eða hjá formanni
yfirkjörstjórnar, yfirkjorstjorn@borgarbyggd.is.
Yfirkjörstjórn verður í Ráðhúsi Borgarbyggðar að Digranesgötu 2, 1. hæð, Borgarnesi
föstudaginn 8. apríl frá kl. 10:00 - 12:00 og veitir þar framboðslistum viðtöku.
F.h. yfirkjörstjórnar
Sveinbjörn Eyjólfsson
BORGARBYGGI>
Í vatnsveðrinu sem gekk yfir síðasta
laugardag var asahláka enda mikið
af snjó sem bráðnaði hratt og hita
stig hærra en undanfarnar vikur.
Þá hrundi úr vegkantinum á gamla
veginum um Búlandshöfða og
flæddi aur og drulla yfir þjóðveginn
milli Grundarfjarðar og Ólafsvík
ur. Verktakar brugðust skjótt við og
hreinsuðu drulluna af veginum en
gamli vegkanturinn þar sem vind
mælirinn er staðsettur lætur örlítið
á sjá eftir hamaganginn.
tfk
Vorið 2019 fagnaði Björgunar
sveitin Brák í Borgarnesi 70 ára
afmæli björgunar og slysavarna
starfs í bænum með því að taka
skóflustungu að nýrri björgunar
miðstöð. Nú er þessi stórhuga hóp
ur búinn að reisa húsið og er það
fullklárað að utan. Nýja byggingin
stendur á svokölluðum Fitjum
við útjaðar bæjarins, en björg
unarsveitin fékk lóðina gefins frá
Borgar byggð á 150 ára afmæli
Borgarness árið 2017. Húsið er
hannað af Ómari Péturssyni hjá
Nýhönnun og er byggt úr límtré
og yleiningum frá Límtré Vírneti.
Það er 760 fermetrar að stærð sem
er mikil aukning frá núverandi
aðstöðu sveitarinnar sem er í Brák
arey. Í nýja húsinu er m.a. tækja
salur fyrir sjóbúnað og bíla, bún
ingaaðstaða og búnaðargeymsla
auk aðstöðu fyrir aðgerðastjórn í
stærri björgunaraðgerðum.
Síðastliðin ár hafa félagar í Brák
unnið ötullega að söfnun vegna
byggingarinnar. Í því ferli hef
ur velvilji samfélagsins berlega
komið í ljós og margir lagt hönd
á plóg. Stuðningurinn hefur verið
með ýmsum hætti og komið bæði
frá einstaklingum og fyrirtækjum.
Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á
um 120 milljónir króna og er far
ið að sjá í land í því efni. Núverandi
aðstaða sveitarinnar í Brákarey hef
ur verið seld og verður afhent nýj
um eigendum 1. júní n.k.
Þessi nýja staðsetning við þjóð
veg nr. 1 og Snæfellsnesveg er mun
betri með tilliti til viðbragðsflýtis í
björgunaraðgerðum. Fyrra aðset
ur sveitarinnar er staðsett neðst í
Borgarnesi og því hefur þurft að
aka gegnum allan bæinn í útkalli,
um tveggja kílómetra leið.
Framkvæmdir við nýbygginguna
eru nú á lokastigi og undirbún
ingur að flutningi er hafinn. Mið
að er við að flutt verði í nýja hús
ið 14. maí en ekki er búist við að
það verði alveg fullklárað þá. Þess
má geta að Björgunarsveitin Brák
er með Facebooksíðu þar sem er
hægt að fylgjast með verkefninu,
en söfnunarreikningur sveitarinn
ar er 0326222220. kt. 570177
0369 fyrir þá sem vilja leggja sitt af
mörkum.
gj
Skipverjar á dragnótarbátnum
Patreki BA frá Patreksfirði voru
heldur kuldalegir að sjá þegar þeir
komu til hafnar í Ólafsvík á mánu
dagskvöldið, enda hafði verið norð
austan kaldaskítur og kalt í veðri.
„Við tókum aðeins eitt hal,“ sögðu
skipsverjar í stuttu bryggjuspjalli.
„Það var norðaustan stormur við
Öndverðarnesið og ekki hægt að
athafna sig með góðu móti,“ sögðu
þeir og bættu við að um þrjú tonn
af slægðri ýsu og þorski hafi komið
úr þessu eina hali.
Nú spáir vel næstu daga og því
ættu bátar að komast á sjó. af
Húsið er allt hið glæsilegasta og staðsetningin er mikill kostur. Ljósmynd: obh.
Ný björgunarmiðstöð risin
og brátt innflutningsklár
Áttu viðkomu í Ólafsvík
Jarðsig úr gamla veginum
á Búlandshöfða