Skessuhorn - 30.03.2022, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 202216
Nú um mánaðamótin lætur
Steinunn Ásta Guðmundsdóttir af
störfum hjá Arion banka í Borgar
nesi. Tæp 45 ár eru liðin frá því
hún hóf störf við Sparisjóð Mýra
sýslu í Borgarnesi sem síðar rann
inn í bankann sem heitir nú Arion
banki. Við ráðningu haustið 1977
var hún 13. starfsmaður bankans.
Eftir það óx sjóðurinn að umfangi
og starfsemi, var síðan sameinað
ur öðrum banka og starfsmennirn
ir skiptu tugum. En hin síðari ár
hefur sökum tækniframfara starfs
fólki bankastofnana fækkað og
þegar Steinunn Ásta kveður bank
ann sem hún hefur starfað við öll
þessi ár verða einmitt 13 starfs
menn eftir í Arion banka á Vestur
landi. Blaðamaður Skessuhorns
settist niður með Steinunni Ástu á
heimili hennar í Brautarholti ofan
við Borgarnes. Þar hefur hún haft
vinnustöð sína frá því Covid19 hóf
innreið sína fyrir tveimur árum.
Á rætur á Seltjarnarnesi
Við ræðum fyrst æskuna og ræt
ur Steinunnar Ástu. „Ég fæddist
og ólst upp á Seltjarnarnesi, eigin
lega í hálfgerðri sveit. Húsið okk
ar heitir Tryggvastaðir, en afi
minn var frá Nesi við Seltjörn
og amma frá Gróttu, bæði þekkt
kennileiti á Seltjarnarnesi. Þarna
átti ég stóra fjölskyldu og frænd
garð og góð uppvaxtarár. Föður
fjölskylda mín kom hins vegar frá
Hofsstöðum í Stafholtstungum.
Amma og afi höfðu búið þar en
seldu Ingvari Magnússyni og Sig
rúnu Einarsdóttur jörðina og eft
ir það hefur sama fjölskyldan búið
þar,“ segir Steinunn Ásta. „Eftir
barnaskóla fór ég í Verslunarskól
ann og tók þar verslunar og stúd
entspróf, en vann sumrin á milli í
verslun Silla og Valda. Eftir útskrift
vann ég á skrifstofu Verslunarskól
ans, en 1. október árið 1977 kom
ég í Borgarnes og hóf störf í Spari
sjóði Mýrasýslu. Þá höfðum við
Daníel Ingi Haraldsson maðurinn
minn kynnst. Hann er húsasmiður
og vann lengi hjá Steina The áður
en hann hóf að starfa sjálfstætt.
Við byrjuðum búskap í húsvarðar
íbúð Sparisjóðsins að Borgarbraut
14, byggðum síðan Klettavík 1 og
fluttum þangað í desember 1982,
en keyptum síðan Brautarholt og
höfum búið hér undanfarin 17 ár.
Áður bjó hér Sigrún Jónsdóttir
móðir Daníels. Áður en við flytjum
hingað breytti og stækkaði Daníel
gömlu útihúsi í trésmíðaverkstæði.
Hann hugðist halda áfram þeim
rekstri sem hann hafði verið í frá
árinu 1987. Hann hins vegar veik
ist fljótlega eftir þessar breytingar
og eftir greiningu, sem hann fékk
reyndar löngu síðar, kom í ljós að
hann er með MS sjúkdóminn. Dan
íel er hins vegar þannig gerður að
hann tók sjúkdómnum af miklu
æðruleysi þrátt fyrir að geta ekki
unnið við sína grein lengur. Hann
átti einhvern veginn ekki í vand
ræðum með að læra að lifa með
sjúkdómnum og kannski hjálpaði
það honum að vera af hinu æðru
lausa og glaðlynda Gunnlaugs
staðakyni,“ segir Steinunn Ásta og
brosir. Þau Steinunn Ásta og Dan
íel eiga soninn Guðmund, sem er
menntaður viðskipta og tölvu
fræðingur, tengdadóttur og tvær
afa og ömmustelpur sem njóta
þess mjög að vera í sveitinni hjá
þeim. Guðmundur hefur líkt og
faðir hans verið greindur með MS
sjúkdóminn, en hann starfar nú
sem íþróttastjóri hjá Golfklúbbi
Borgarness, handan við þjóðveginn
gegnt Brautarholti.
Mánudagur til mæðu
„Það er gaman að rifja það upp
þegar ég flutti í Borgarnes, en þá
átti ég að byrja að vinna mánu
daginn 2. október 1977. Ég hafði
fram að því verið að vinna í Reykja
vík en kom í Borgarnes laugar
deginum áður til að mála íbúðina
í Sparisjóðnum sem við vorum að
flytja í og gera hana klára. Frið
jón heitinn Sveinbjörnsson spari
sjóðsstjóri kom þá til okkar og vildi
endilega að við gæfum okkur meiri
tíma en við ætluðum í endurbæt
ur á íbúðinni og að ég myndi byrja
í sparisjóðnum síðar í þeirri viku.
Ég vissi náttúrlega ekkert af hverju
hann vildi þetta, ég átti jú að byrja
á mánudegi. Síðar kom það í ljós að
þetta var gömul hjátrú sem Frið
jón tók með sér úr sveitinni. Það
mátti enginn byrja í nýju starfi á
mánudegi, ekki frekar en menn
byrjuðu aldrei slátt á öðrum dög
um en laugardögum. Það þótti best
að byrja á föstudegi hvorum megin
við mánaðamót sem sá föstudagur
lenti. Nú eru flestir löngu hættir
að hugsa um þetta og hjátrúin um
mánudag til mæðu og föstudag til
fjár er flestum gleymd,“ segir hún.
Á næstu árum var verið að reisa
mikla viðbyggingu við hús Spari
sjóðs Mýrasýslu á Borgarbraut 14,
starfsemin að vaxa og sprengja af
sér þáverandi húsnæði. Framundan
var því mikið uppbyggingarskeið
fljótlega eftir að Steinunn Ásta var
ráðin til starfa.
Fyrst gjaldkeri en svo
skrifstofustjóri
Fyrstu fjórtán ár Steinunnar Ástu
í Sparisjóði Mýrasýslu var hún í
starfi gjaldkera. Friðjón Svein
björnsson sparisjóðsstjóri varð
bráðkvaddur 1. september 1990
og Sigfús Sumarliðason var ráð
inn í starf hans. Steinunni Ástu var
þá falið starf Sigfúsar og varð skrif
stofustjóri. „Það var öllum mikið
áfall þegar Friðjón féll skyndilega
frá, en hann var sannarlega það sem
kalla mætti maður samfélagsins. Á
þessum tímapunkti tók ég við starfi
skrifstofustjóra og gegndi því allar
götur þar til Kaupþing kaupir SPM
fyrir hrunið 2008.“
Steinunn Ásta dregur engan
dul á að hrunið hafi tekið veru
lega á starfsfólkið. „Þetta var erfið
ur tími bæði fyrir okkur sem störf
uðum áfram í bankanum og þá sem
misstu vinnu sína. Það er sárt að
horfa á eftir góðum vinnufélögum,
hjá okkur hafði alla tíð verið góð
ur starfsandi, sameiginleg ferða
lög, þorrablót, spilakvöld og fleira
og við áttum okkar hirðskáld. En
þetta var sömuleiðis áfall fyrir sam
félagið. Sparisjóðurinn hafði verið
þetta hryggjarstykki í samfélaginu
og lengi staðið undir því slagorði
sem við vorum þekkt fyrir, þ.e. að
vera Hornsteinn í héraði. Það var
Ingvi Hrafn Jónsson fjölmiðlamað
ur sem lagði til að við tækjum upp
það slagorð,“ rifjar Steinunn Ásta
upp.
„En við sameininguna við Kaup
þing vorið 2009 varð ég þjónustu
stjóri einstaklingssviðs og bankinn
fékk síðar nafnið Arionbanki. Sam
einingin gekk vel og okkur starfs
fólkinu gekk vel að sameina krafta
okkar og að vinna vel saman. Sami
góði liðsandinn hélt áfram, bæði í
starfi og leik og samfélagið er með
góða bankastofnun á svæðinu.“
Með bankann í vasanum
Steinunn Ásta var þrettándi starfs
maðurinn sem ráðinn var í Spari
sjóð Mýrasýslu á þessum vel
gengdarárum sjóðsins í kringum
1977. Síðar, þegar best lét, voru
starfsmenn SM um þrjátíu. „Núna
þegar ég hætti í Arionbanka verða
13 starfsmenn eftir á öllu Vestur
landi; tíu í Borgarnesi, tveir í
Stykkishólmi og einn í Búðardal.
Þannig má segja að hlutirnir gangi
í hringi. Tæknibreytingar eiga sinn
þátt í þessu og nú í dag á ekki nema
lítill hluti viðskiptavina bankanna
erindi í viðskiptabanka sinn. Þró
unin í bankaheiminum er rosalega
mikil,“ segir Steinunn Ásta. „Þetta
er í raun allt annað vinnuumhverfi
en var. En þessar tækniframfarir
eru ekkert að byrja, misstór skref
hafa verið stigin jafnt og þétt í
þessi rúmu fjörutíu ár. Ég man til
dæmis hversu mikil bylting það var
að fá ljósritunarvélar, að þurfa ekki
lengur að vera með kalkípappír
til að fá skjölin í tvíriti. Svo komu
faxtækin til sögunnar og við gát
um farið að senda ljósmyndir og
skjöl milli landshluta. Eða þegar
tölvurnar komu og við þurftum
ekki lengur að handreikna vexti og
skrifa inn í bækur. Á þessum tíma
kom einnig Reiknistofa bankanna
til skjalanna og gat þá fólk lagt
pening inn í einn banka á reikn
ing í öðrum. Það var stórbylting
fyrir okkur bankafólkið. Nú hin
síðari ár eru það svo netbankarn
ir, öpp og slík tækni sem vissulega
gerir það að verkum að starfsfólki
í þessari beinu þjónustu í bönkum
og útibúum er að fækka samhliða
stafrænum lausnum. Fólk er í raun
komið með bankann í símann og í
vasann. Því á fólk í dag sárasjaldan
erindi í banka. Einna helst ef skrifa
þarf undir lán til íbúðakaupa að
Stöðug þróun - allt frá því ljósritunarvélar leystu kalkípappírinn af og faxtækin komu til sögunnar
Í dag hefur fólk bankann í vasanum
Steinunn Ásta Guðmundsdóttir. Ljósm. Gunnhildur Lind.
Starfsfólk Sparisjóðs Mýrasýslu á sjötíu ára afmæli hans árið 1983.
Steinunn gjaldkeri í sparisjóðnum árið
1983.