Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2022, Page 18

Skessuhorn - 30.03.2022, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 202218 Ferðakaupstefnan Mannamót Markaðsstofa landshlutanna fór fram síðastliðinn fimmtudag í íþróttahúsinu Kórnum í Kópavogi. Þar gafst samstarfsfyrirtækjum markaðsstofanna í öllum landshlutum kostur á að kynna sig fyrir fólki í ferða­ þjónustu sem starfar á höfuðborgarsvæðinu og koma á nýjum viðskiptasamböndum og styrkja þau sem fyrir eru. Um 250 fyrirtæki höfðu boðað komu sína á sýninguna, en afföll urðu nokkur, sem flest voru rakin til Covid­19 sem herjar enn víða um land. Frá Vesturlandi voru fulltrúar um tuttugu fyrirtækja sem ræddu við gesti og gangandi. Blaðamaður Skessuhorns kíkti á sýninguna. mm Ferðaþjónar kynntu starfsemina á mannamóti Horft yfir sýningarsvæðið í Kórnum skömmu eftir að sýningin var opnuð. Eitthvað átti gestum eftir að fjölga, en sýnendur sem hafa tekið þátt áður höfðu á orði að aðsóknin hefði oft verið meiri. Þau Eyþór Österby og Auður Lóa kynntu starfsemi Langaholts.Ragnhildur Sigurðardóttir kynnir Svæðisgarðinn Snæfellsnesi. Dagbjört Rúnarsdóttir frá Böðvarsholti kynnti Sagnaseið. Systurnar Áslaug og Sigrún Matthea Sigvaldadætur kynntu starfsemi Ræktunarstöðvarinnar Lágafelli og Hjá góðu fólki. Lilja Hrund Jóhannsdóttir eigandi og kokkur veitingastaðanna Sker og Reks í Ólafsvík ræðir við gest. Þær Luisa Hackel og Kirsti Hiller sögðu gestum allt um Hestaland í Staðarhúsum. Elías Guðni frá Into the Glacier á Langjökli á spjalli við gest.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.