Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2022, Síða 20

Skessuhorn - 30.03.2022, Síða 20
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 202220 Síðasta fimmtudag, þann 24. mars, voru liðin tíu ár frá því Akranes­ viti var opnaður almenningi til skoðunar en að þeim tíma voru það einungis vitaverðir sem höfðu aðgang að vitanum. Hugsjónamað­ urinn Hilmar Sigvaldason átti upp­ haflega þá hugmynd að opna vitann fyrir ferðafólki og hefur hann stað­ ið þá vakt allar götur síðan. Breiðin og Akranesviti eru nú orðnir þekkt­ ir staðir til að skoða á Akranesi og vitinn orðinn eitt mesta aðdrátt­ arafl í komu ferðamanna á Akra­ nes. Vitinn hefur skapað sér sess í menningarlífi Skagans, hann hef­ ur verið vinsæll staður fyrir tón­ leika, listsýningar og ýmsa við­ burði. Akranesviti var teiknaður af Axel Sveinssyni verkfræðingi og var tekinn í notkun árið 1947. Hann er 22,7 metrar á hæð með sívölu kónísku turnformi þar sem er 3,5 metra hátt sænskt ljóshús á stein­ steyptri undirstöðu. Gamli vitinn sem stendur neðar yst á Suðurflös var byggður árið 1918 og er stein­ steyptur tíu metra ferstrendur viti. Hann var byggður eftir teikningum Thorvalds Krabbe verkfræðings og var starfræktur til ársins 1947. Hugmynd úr ljósmyndafélagi Blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn til Hilmars á fimmtu­ daginn og settist niður með hon­ um í aðstöðunni við Akranesvitann. Hann segir að sumarið 2012, sem vitinn var fyrst opnaður, hafi Ljós­ myndafélagið Vitinn verið með gæslu á svæðinu. „Þetta varð eigin­ lega til út frá því að einn úr félaginu, Finnur Andrésson, kom með þá hugmynd að fara upp á topp á vit­ anum og taka myndir yfir bæinn og þannig byrjaði þetta. Ég var alltaf með þá hugmynd að reyna að gera eitthvað meira ferðamannatengt hér í bænum og þetta var ein af þeim hugmyndum. Félagar í Ljós­ myndafélaginu Vitanum höfðu ver­ ið að taka mikið af myndum hérna í fjörunni af vitunum og svo nefndi Finnur þetta einhvern tímann og við sögðum: „Alveg frábært en við þurfum að fá lykla“.“ Í framhaldinu fékk svo Hilmar lyklavöld og byrjaði að vinna í vit­ anum meðfram vinnu upp í álveri í sínum frítíma í sjálfboðavinnu til að fikra sig áfram með þetta. Í nóv­ ember 2014 fór hann í fullt starf hjá bænum sem vitavörður og starfs­ maður í íþróttamiðstöðinni. Fram að faraldrinum var þetta fullt starf hjá Hilmari að vera vitavörður en er þar núna eins og sakir standa í fullu starfi yfir sumarið. Í nóvem­ ber 2011 vakti Hilmar athygli á því hvað gamli vitinn á Suðurflös væri orðinn illa farinn. Akraneskaup­ staður á gamla vitann og var hann tekinn í gegn árið 2013. Árið 1992 tóku Kiwanismenn sig reyndar til, í tilefni 50 ára afmælis Akraneskaup­ staðar, og löppuðu aðeins upp á hann, settu í hann hringstiga og var hann hafður opinn í einhvern tíma en síðan var skellt í lás vegna slæmrar umgengni. Hilmar segir að það sé í skoðun að hafa hann opinn af og til en þá aðallega fyrir sérstök tilefni. Áhrifavaldar mikilvægir Mikill fjöldi ferðamanna hefur heimsótt vitann á þessum tíu árum og giskar Hilmar á að þeir séu að nálgast eitt hundrað þúsund. Þegar mest var komu eitt árið 14 þúsund gestir í heimsókn. Hilmar segir að hann reyni að grípa alla umfjöll­ un um vitann eins og hægt er og koma henni sem víðast. Sem dæmi um slíka umfjöllun nefnir hann að í nýjustu seríu af The Bachelor, sem að hluta var tekin upp á Íslandi, var drónamyndband tekið og sýnt af Akranesvita. „Áhorfið á þættina er í kringum 200 milljónir manns og ef við fengjum eitt prósent af því í heimsókn væru það tvær milljón­ ir ferðamanna.“ Varðandi framtíð ferðaþjónustunnar á Akranesi segir Hilmar að það þurfi að halda áfram þessari vegferð og kannski nýta betur alla þessa ferðamenn sem eru vel tengdir og eru áhrifavald­ ar. „Stundum gerum við okkur ekki grein fyrir því hverjir þetta eru sem eru að kíkja í heimsókn til okkar og get ég nefnt dæmi að í sumar er ég að fá listakonuna Roisin O´Shea í heimsókn frá Írlandi. Hún ætlar að halda málverkasýningu í vitanum á Írskum dögum og mögulega leng­ ur en það, en hún kom hingað fyrir þremur árum sem ferðamaður. Þá nefndi ég við hana að við værum að nýta vitann undir sýningar og tón­ listarviðburði og hún spurði hvort hún gæti haldið sýningu árið eftir og ég sagði bara já. Ég vissi ekkert hvaða manneskja þetta var og hvað hún væri að mála. Svo komst ég að því að hún væri mjög stórt nafn og meðal annars eiga tveir fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna verk eft­ ir hana og einnig sendiráð víða um heim. Roisin O´Shea hefur gefið út dagatöl með sinni list í nokkur ár og hafa þau ávallt selst upp.“ Einstakur hljómburður Tónlistarviðburðir hafa verið tíð­ ir frá opnun vitans enda hljóm­ burður í vitanum einstakur. Tölu­ vert af fólki hefur hljóðritað í vit­ anum og gefið efnið út. Berglind Tómasdóttir flautuleikari, sem er í flautukór Bjarkar Guðmunds­ dóttur, gaf út disk fyrir skemmstu sem var eingöngu tekinn þar upp. Spurður um eftirminnilegustu tónleikana í vitanum segir Hilm­ ar að það séu tónleikar með Fjalla­ bræðrum sem voru sumarið 2014. „Þá kom helmingurinn af kórnum hingað, um 30 manns, og veðrið var ekkert sérstakt, hálfgerður suddi og á sama tíma var knattspyrnuleik­ ur hjá meistaraflokki ÍA á Akranes­ velli. Sá leikur hefði átt að draga úr aðsókn á tónleikana en svo fór að streyma að fólk og endaði í um 220 áhorfendum inni í vitanum og 150 fyrir utan. Eina sem var neikvætt við þá tónleika var að þegar þú ert með svona margt fólk inni í vitan­ um þá getur það skemmt hljóm­ burðinn, en þeir tóku einnig nokk­ ur lög utan dyra. Þetta var allt tek­ ið tekið upp á myndband af Hlédísi Sveinsdóttur og er góð heimild um þennan frábæra dag.“ Nokkrir frægir tónlistarmenn hafa komið og heimsótt vitann. Þar nefnir Hilmar sænsku tónlist­ arkonuna Zöru Larsson sem kom árið 2019, en hún hitaði upp fyr­ ir Ed Sheeran á tvennum tónleik­ um á Laugardalsvelli. Þá hafa inn­ lendir tónlistarmenn eins og Bríet, Elín Hall og Árný Margrét tekið upp myndbönd og spilað í vitan­ um. En hvernig sér Hilmar fyrir sér næstu ár á þessum stað? „Ef að allt fer á réttan veg og við náum til að mynda svipuðum fjölda ferða­ manna og 2019 þá lítur þetta vel út. En við þurfum hérna á Akranesi að vera duglegri að tala bæinn okk­ ar upp og nýta þessa fjölmörgu fleti sem við erum með eins og vitann, Langasand, Guðlaugu, tjaldsvæð­ ið, skógræktina, Akrafjallið og golf­ völlinn.“ Blaðamaður og Hilmar horfa yfir svæðið á Breiðinni og ég spyr Hilmar hvort ekki megi nýta þetta svæði enn betur fyrir tónleika og stóra viðburði því það sé langt frá öllu og lítið ónæði sem skapist af þannig samkomum. Til dæmis væri á fimmtudagskvöldum yfir sumar­ ið tilvalið að halda slíka viðburði á Akranesi og hægt að nefna einnig staði eins og skógræktina, við Guðlaugu og Akratorg. „Það væri örugglega ekki mikið vandamál og yrði örugglega mjög skemmtilegt upp á það að ná stemningu í bæn­ um og ekkert endilega bara fyrir ferðamenn heldur einnig fyrir okk­ ur öll sem búum hérna á svæðinu. Við þurfum ekki alltaf að sækja allt annars staðar frá, við þurfum að vera duglegri að búa til okkar eig­ ið því tækifærin eru alls staðar og það er ekki nóg að tala um hlutina heldur þarf að koma þeim í fram­ kvæmd,“ segir Hilmar sem nú fer á sinn annan áratug í starfi vitavarð­ ar. vaks Mynd Roisin O´Shea af Akranesvita. Tíu ár frá opnun Akranesvita Sest niður með Hilmari Sigvaldasyni í tilefni tímamótanna Hilmar fékk blómvönd, köku og góðar kveðjur. Akranesvitinn er tignarlegur að sjá. Gamli vitinn á Suðurflös. Félagarnir Sigvaldi og Óskar kíktu í heimsókn á tíu ára afmælinu.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.