Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2022, Qupperneq 25

Skessuhorn - 30.03.2022, Qupperneq 25
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2022 25 Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi • JAFNRÉTTI • VIRÐING • FJÖLBREYTILEIKI ALLAR UPPLÝSINGAR UM NÁMSBRAUTIR OG NÁM VIÐ FVA ER AÐ FINNA Á WWW.FVA.IS INNRITUN FER FRAM Á WWW.MENNTAGATT.IS ÖLL VELKOMIN, SÉRSTAKLEGA NEMENDUR 10. BEKKJAR GRUNNSKÓLA OG FORRÁÐAMENN ÞEIRRA. NÁNAR AUGLÝST SÍÐAR. OPIÐ HÚS 25. apríl kl. 17-19 í sal FVA INNRITUN STENDUR YFIR KOMDU Í FVA! NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITA: GUÐRÚN NÁMS- OG STARFSRÁÐGJAFI - GUDRUNS@FVA.IS JÓNÍNA ÁFANGASTJÓRI - JONINA@FVA.IS Fjölbrautaskóli Vesturlands • Vogabraut 5, 300 Akranes • 433 2500 • skrifstofa@fva.is 25. apríl til 10. júní Innritun nemenda í 10. bekk Innritun nemenda í dreifnám 15. mars til 22. apríl Innritun eldri nemenda í dagskóla 1. maí til 31. maí Í gær var hluti af stýrihópi Stjórnar ráðsins um byggðamál staddur á Akranesi þar sem hópur­ inn heimsótti Breið nýsköpunar­ setur í tengslum við sóknaráætlun Vesturlands. Í hópnum eru full­ trúar úr öllum ráðuneytum sem funda árlega með öllum lands­ hlutasamtökum. arg Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál Júlíana hátíð sögu og bókar var haldin í Stykkishólmi í liðinni viku. Að sögn Nönnu Guð­ mundsdóttur, eins skipuleggjanda hátíðarinnar, tókst hátíðin mjög vel og mikil ánægja var með við­ burðina. „Allir viðburðir voru vel sóttir, til dæmis komu um 20 manns í göngu um slóðir Júlíönu Jónsdóttur þó að veðrið væri ekki að leika við okkur,“ segir Nanna og bætir við að Anna Melsteð hafi leitt gönguna. Hátíðin var sett fimmtudaginn 24. mars í Stykkishólmskirkju. Þar var boðið upp á tónlistaratriði frá Söngsveitinni Blæ og Litlu Lúðró og Hólmarar voru heiðraðir fyrir framlag til menningarmála en að þessu sinni voru tvær konur heiðr­ aðar. Hólmfríður Friðjónsdótt­ ir var heiðruð fyrir óeigingjarnt starf í þágu tónlistarlífs bæjar­ ins en hún kenndi söng og á gítar við Tónlistarskóla Stykkishólms, stjórnaði Karlakórnum Kára og Söngsveitinni Blæ auk þess sem Vel heppnuð Júlíana um liðna helgi hún stjórnar enn Karlakórnum Heiðbjörtu. Jóhanna Guðmunds­ dóttir, fyrrverandi skólastjóri í Tónlistarskóla Stykkishólms, var heiðruð fyrir starf sitt í þágu tón­ listarlífsins. Jóhanna kenndi lengi við tónlistarskólann og var skóla­ stjóri í 15 ár frá árinu 2005. Þá voru veitt verðlaun fyr­ ir smásagnakeppni hátíðarinnar við setninguna. Fyrstu verðlaun hlaut Unnur Guttormsdóttir fyr­ ir söguna Friðardúfan. Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir hlaut önnur verðlaun fyrir söguna Frí og Ægir Þór Jahnke fékk þriðju verðlaun fyrir söguna Eitthvað annað. arg/ Ljósm. aðsendar Unnur Guttormsdóttir fékk fyrstu verðlaun í smásagnakeppni hátíðarinnar fyrir söguna Friðardúfan. Hólmfríður Friðjónsdóttir og Jóhanna Guðmundsdóttir voru heiðraðar á hátíðinni fyrir framlag til menningarmála.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.