Skessuhorn


Skessuhorn - 30.03.2022, Qupperneq 30

Skessuhorn - 30.03.2022, Qupperneq 30
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 202230 Hver er uppáhaldsfuglinn þinn og hver ekki? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Ásta Benediktsdóttir „Tjaldurinn og sílamávurinn.“ Anna Lárusdóttir „Lóan og mávurinn.“ Ingunn Sveinsdóttir „Æðarfuglinn og kjóinn.“ Guðrún Sigvaldadóttir „Lóan og hænsn.“ Gréta Sif Sverrisdóttir „Tjaldurinn og mávurinn.“ Skallagrímur og Sindri mættust í síðustu umferðinni í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudaginn og fór leikurinn fram á Höfn í Hornafirði. Jafnt var á flestum tölum í fyrsta leikhluta mestan hlutann en heima­ menn skoruðu síðustu sjö stigin og staðan 27:20 fyrir Sindra. Í öðrum leikhluta náðu Skallagrímsmenn að skora átta stig í röð og minnka muninn í eitt stig á fyrstu mínút­ unni. Síðan tóku heimamenn aft­ ur við sér og náðu þrettán stiga for­ ystu eftir tæplega fimm mínútna leik, 46:33. Hægt og rólega náðu Skallarnir að koma sér inn í leikinn og minnka muninn, staðan í hálf­ leik, 58:54 fyrir Sindra. Í þriðja leikhluta voru heima­ menn með yfirhöndina, náðu mest 16 stiga forystu og leiddu með átta stigum fyrir síðasta fjórðunginn, 84:72. Þar náðu gestirnir lítið að ógna og heimamenn sigldu þessu örugglega í höfn á Höfn, lokatöl­ ur 106:93. Stigahæstir hjá Skallagrími voru þeir Bryan Battle með 16 stig, Davíð Guðmundsson með 15 stig og Marinó Þór Pálmason með 14 stig. Hjá Sindra voru þeir Detrek Browning og Jordan Connors með 22 stig hvor og Patrick Simon með 19 stig. vaks Norðurlandamótið í grjótglímu var haldið í Gautaborg 19. mars og var metþátttaka á mótinu, eða 226 klifrarar frá öllum Norðurlöndun­ um. Ísland sendi 20 klifrara til leiks og af þeim voru þrír frá Klifurfé­ lagi ÍA, þau Sylvía Þórðardóttir (Youth A), og Sverrir Elí Guðna­ son og Þórkatla Þyrí Sturludóttir (Youth B). Youth­flokkar kepptu með svokölluðu „flass“ formi, klifr­ uðu átta leiðir og höfðu til þess 90 mínútur eða fimm tilraunir. Undankeppni mótsins fór fram á laugardagsmorgni og hóf B­flokk­ ur leika. Mótið var firnasterkt og allar átta leiðir þess í erfiðari kantinum, reyndu meira á líkam­ legan styrk fremur en tæknilega kunnáttu. Sverrir Elí náði tveim­ ur „zone“ gripum og var ekki langt frá að toppa tvær leiðir, en náði ekki endagripinu. Þórkatla Þyrí, sem er á yngra ári í B­flokk, náði einu „zone“ gripi en aðrar leið­ ir reyndust henni ofviða að þessu sinni. Sverrir Elí og Þórkatla Þyrí luku því keppni og geta verið stolt af sinni frammistöðu. Í A­flokki klifraði Sylvía og átti nokkrar góðar tilraunir í leið­ ir mótsins. Hún náði örugglega tveimur „zone“ gripum og toppaði eina leið í þremur tilraunum, sem þó dugði ekki áfram í úrslit. Íslenski hópurinn, sem er til­ tölulega ungur og óreyndur, kom tveimur klifrurum áfram í úrslit, en þau Óðinn Arnar Freysson (Juni­ or) og Agnes Matthildur Helga­ dóttir Folkmann (Youth B) enduðu í tíunda sæti í sínum flokki. Mótið fer í reynslubankann hjá íslenska hópnum sem nú undirbúa sig flest­ ir undir Íslandsmeistaramótið sem fer fram í Reykjavík. þs Fjölnir og ÍA léku á föstudaginn lokaleik sinn þennan veturinn í 1. deild karla í körfuknattleik og fór leikurinn fram í Dalhúsum í Grafarvogi. Heimamenn voru ívið sterkari í fyrsta leikhluta og voru með sjö stiga forystu þegar flaut­ an gall, 31:24. Fjölnir hélt áfram að auka við forskotið í öðrum leik­ hluta og var munurinn kominn í 20 stig þegar flautað var til hálfleiks, 60:40 fyrir Fjölni. Í þriðja leikhluta var þetta á sömu nótum, Fjölnir hélt áfram að raða niður körfum og allt útlit fyrir að gestirnir yrðu rassskelltir þetta kvöldið, 31 stigs munur fyr­ ir fjórða og síðasta leikhluta, 89:58. En þá hrökk ÍA loksins í gang þó seint væri og náði að minnka mun­ inn í 17 stig fyrir leikslok, lokatöl­ ur 107:90. Stigahæstir hjá ÍA í leiknum voru þeir Cristopher Clover með 36 stig og 10 fráköst og Lucien Christofis og Hendry Engelbrecht voru með 14 stig hvor. Hjá Fjölni var Dwayne Foreman Jr. með 34 stig og 10 frá­ köst, Fannar Elí Hafþórsson með 19 stig og Daníel Ágúst Halldórs­ son með 16 stig. vaks ÍA endaði í neðsta sæti í deildinni með tvö stig í 27 leikjum og leikur í 2. deild á næsta tímabili. Ljósm. vaks ÍA með fimmtán ósigra í röð eftir tap gegn Fjölni Skallagrímur hefur lokið leik á þessu tímabili og endaði í sjöunda sæti deildarinnar með 22 stig. Ljósm. vaks Skallagrímur tapaði fyrir Sindra Sverrir Elí í brautinni. Tóku þátt í Norðurlandamótinu í grjótglímu

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.