Skessuhorn


Skessuhorn - 12.04.2022, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 12.04.2022, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 20224 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 4.110 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.550. Rafræn áskrift kostar 3.220kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.968 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Guðrún Jónsdóttir gj@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Ofgnótt umfjöllunarefnis Núna dettur mér helst í hug orðin of eða van. Stundum á ég í vandræðum með að finna mér eitthvað til að fjalla um þegar kemur að því að skrifa þenn- an pistil, stundum er ofgnótt umfjöllunarefnis. Oftast er ég komin aftarlega á gráu merina þegar ég kem því í verk, en ekki núna. Umræðuefnið skortir alls ekki. Ég gæti mögulega skrifað um kvensniftirnar tvær sem tóku sig til og stálu fallegri bronsstyttu af Guðríði heitinni Þorbjarnardóttur vestur á Helln- um. Konur þessar kenna sig við list, lesist nýlist. Mér segja fróðir menn að þær hafi áður við listsköpun sína meðal annars unnið sér til frægðar að hafa kúkað á kjörseðla. Vafalaust til að koma einhverjum gagnmerkum skilaboðum á fram- færi við frambjóðendur. Ekki veit ég það, en heldur vil ég koma skoðun minni á framfæri með snyrtilegri hætti. Þá datt mér vissulega til hugar að skrifa um þá miklu uppákomu sem varð í teiti Framsóknar sem haldið var til heiðurs bændum í kaupstaðarferð. Í þessu boði var sannarlega setið lengur við drykkju en bæði gestgjafar og gest- ir gátu með góðu móti þolað. Ákveðið var síðla nætur að jafnhenda í mynda- töku konunni sem starfar sem framkvæmdastjóri bænda. Ekki veit ég alveg í hvaða tilgangi sú myndataka var og mér er til efs að nokkur viti það almenni- lega. Heimildir hef ég þó fyrir því að þegar þarna var komið sögu í teitinu hafi verið búið að fylla rækilega á vínlagerinn til að gleðskapurinn myndi örugg- lega endast að minnsta kosti til morguns. Þannig voru jú almennilegar drykkju- veislur forðum, allavega á tímum landsnámsmanna. Nú, þarna um miðja nótt tókst ekki betur til en svo að rasísk ummæli voru látin falla um svipað leyti og myndinni var smellt af. Sjaldan hefur náðst jafn góð rauntímamynd af jafn umdeildu atriði Íslandssögunnar. Nú málið þótti slæmt og olli fjaðrafoki utan þings sem innan, en leystist með sáttafundi þar sem formaðurinn baðst afsök- unar á orðum sem hann sjálfur vildi ekki láta hafa eftir sér hver voru. Eina sem ég velti fyrir mér í framhaldi þessa risastóra máls er hvort einhver á Alþingi muni leggja það til að veiting áfengis og annarra vímuefna í boði þingflokka, þings, ráðuneyta, forsetaembættis eða opinberra aðila verið bönnuð. Af hverju eiga skattborgarar annars að borga fyrir búsið þegar menn kunna ekki betur en þetta að höndla það? Nei, ég ákvað að þetta efni væri ekki boðlegt í heilan leiðara. Þá fór ég að velta því fyrir mér hvort ég ætti að skrifa um hraklega aðferð fjármálaráðherra við að selja tæpan fjórðu ngs hlut í einum ríkisbankanum. Ekki seldi hann þetta sjálfur, heldur fékk æskuvin og félaga kenndan við Blöndal til verksins í nafni Bankasýslu ríkisins. Sú fjarlægð er kennd við armslengd og því taldi ráðherr- ann sig stikkfrí í málinu. Til stóð að selja þennan hlut svokölluðum fagfjárfest- um. Vissulega tókst það frábærlega, því meðal annars var leitað í smiðju þeirra fagfjárfesta sem voru búnir að sýna og sanna að þeir eru raunverulegir fagmenn í að setja heilt þjóðarbú á hausinn. Fjárglæframenn sem kunna að tapa svo mikl- um peningum annarra hljóta hér eftir að verða kallaðir fagfjárfestar. Nei, ég nenni heldur ekki að verja plássinu til að tala um þá sem bera ábyrgð á þessu klúðri, borguðu auk þess einhverjum deleröntum 700 milljónir króna af skatt- peningum okkar í höfundarlaun fyrir vitleysuna. Nei, loks ákvað ég hvað ég ætlaði að skrifa um, að sjálfsögðu nýjustu lögin á markaðinum. Ekki lögin á Spotify, heldur lög frá Alþingi. Í einhverju bráð- ræði voru fyrr í vetur samþykkt lög sem meðal annars fjalla um hæfi fólks til setu í kjörstjórnum. Við erum nefnilega að fara í hreppsnefndarkosningar eftir mánuð. Eitthvað virðist hafa gleymst að lesa faglega yfir þessi lög áður en Alþingi samþykkti þau í blindni. Það nefnilega hefur komið í ljós að það verð- ur alls ekki framkvæmanlegt að fara eftir þeim. Áður gat fólk ekki tekið sæti í kjörstjórn ef foreldrar, börn, systkini eða maki voru í framboði. Nú á það hins vegar einnig um afa, ömmur, systkini foreldra og maka þeirra. Einnig tengda- börn, barnabörn og nánast öll önnur fjölskyldutengsl. Góð kona benti á að nú væri lán í miklu óláni að von væri á nokkur hundruð flóttamönnum til landsins. Þeir fá vafalítið störf í kjörstjórnum, enda þeir einu sem gætu með DNA rann- sókn sýnt fram á að þeir hafa ekki þau tengsl við frambjóðendur sem forboðið er í nýju lögunum. Allt þetta klúður fær mig til að efast um að markmiðið um vímuefnalaust Alþingi árið 2020 hafi tekist. Magnús Magnússon Um helgina luku 19 nýliðar sex mánaða æfingaferli Slökkviliðs Borgar byggðar. Þá lauk stór hluti hópsins einnig grunnmenntun slökkviliðsmanna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem sér um löggildingar slökkviliðsmanna. Fram kemur á vefsíðu Borgarbyggðar að þessi hópur sem útskrifaðist um helgina er nú kominn á útkallaskrá slökkviliðsins. vaks Línubáturinn Sverrir SH frá Ólafsvík hefur farið nokkra róðra á steinbítsmiðin út af Látrabjargi að undanförnu og fengið góðan afla, eða allt að ellefu tonn í róðri. Á föstudag kom báturinn að landi með tíu tonn sem fengust á 34 bala. Örvar Marteinsson skipstjóri segir að þeir hafi verið með 24 bala í sjó og látið þá liggja í sólarhring, en þá safnast steinbíturinn á línuna sem gefur bestan árangur. „Við tókum svo tólf bala með okkur þegar við fórum út um nóttina og lögðum þá áður en við byrjuðum að draga þá bala sem voru þegar fyrir í sjónum. Við dróg- um þessa tólf bala í restina svo þeir fengju lengri legu. Það er langt að fara eftir steinbítnum, en það spáði að venju brælu um helgina svo við vorum bara í landi á meðan brælan gekk yfir,“ sagði Örvar í samtali við Skessuhorn. Steinbíturinn fer mest til Frakk- lands þar sem hann þykir lostæti. Um leið og vel fiskast af steinbít lækkar verðið á honum hratt og var 113 krónur á mörkuðum á föstu- daginn. af Varnaræfingin Norður-Víkingur 2022 stendur nú yfir vestan við landið og inni á Hvalfirði. Fyrir- fram var búið að dagsetja æfinguna dagana 2.-14. apríl. Í gær fór fram lendingaræfing bandarískra land- gönguliða á Miðsandi í Hvalfirði og fylgdi henni talsverð umferð skipa, báta og kafbáta. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2011 sem æfingin Norður – Víkingur er haldin. Um er að ræða tvíhliða varnaræfingu Íslands og Banda- ríkjanna en einn helsti hápunkt- ur æfingarinnar var æfing land- töku landgönguliða bandaríska sjóhersins af sjó. Þótti besti stað- urinn fyrir þann hluta æfingarinn- ar vera Miðsandur í Hvalfirði, fjar- an sem liggur á milli Hvalstöðvar- innar og gömlu olíubryggjunnar. Landgönguæfingin fór þannig fram að móðurskip sjóhersins lá við stjóra utarlega í firðinum og frá því sigldu landtökupramm- ar og svifnökkvar með liðsaflann sem taldi nokkur hundruð dáta. mm Nýútskrifaðir slökkviliðsmenn í Borgarbyggð. Ljósm. Rolando Diaz Slökkvilið Borgarbyggðar útskrifar 19 nýliða Steinbítsvertíðin er að glæðast Benedikt Sveinbjörnsson og Örvar Marteinsson um borð í Sverri SH áður en löndun hófst, en um eitt tonn af þorski var sem meðafli. Sverrir SH var vel siginn þegar hann kom að landi með tíu tonn og 34 bala um borð. Móðurskip sjóhersins lá við stjóra utarlega í Hvalfirði og frá því sigldu land- tökuprammar og svifnökkvar með liðsaflann í land. Myndin er tekin á afar friðsömum laugardegi fyrr í vetur. Ljósm. mm. Talsvert hernaðarbrölt í gangi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.