Skessuhorn


Skessuhorn - 12.04.2022, Síða 9

Skessuhorn - 12.04.2022, Síða 9
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2022 9 Smiðjuvellir 32 - 300 Akranes - Sími 431 5090 - Fax 431 5091 - www.apvest.is Gleðilega páska Opið um páskana eins og venjulega. Sama góða þjónustan eins og alla hina dagana. Skírdagur, 12-14. Föstudagurinn langi, 12-13, vakt lyfjafræðings. Laugardagur 16. apríl, 10-14. Páskadagur, 12-13, vakt lyfjafræðings. Annar í páskum, 12-13, vakt lyfjafræðings. Íslandsmeistaramótið í sundi í 50 metra laug fór fram um helgina í innilauginni í Laugardalslaug þar sem flestir af bestu sundmönnum landsins tóku þátt og sendi Sund- félag Akraness alls sjö keppendur á mótið í ár. Á föstudaginn uppskáru keppendur ÍA ein bronsverðlaun, Akranesmet og þrjú landsliðslág- mörk. Kristján Magnússon vann til bronsverðlauna í 50 metra skrið- sundi á tímanum 24,71 sek. sem er nýtt Akranesmet í piltaflokki (15-17 ára). Með þessu sundi synti Kristján sig inn í unglingalands- liðið. Á laugardaginn bættu þau í safnið einu silfri, tveimur Akranesmetum og lágmörkum á Evrópumeistara- mót unglinga. Einar Margeir vann silfur í 50m bringusundi á tíman- um 29,17 sek. sem er bæði Akra- nesmet og undir lágmarki á EM unglinga sem fer fram í Rúmeníu í sumar. Þessi tími er næst besti tími sem hefur verið syntur á Íslandi í piltaflokki. Einungis sigurvegari greinarinnar, Snorri frá SH, hefur synt þessa grein hraðar en Snorri synti á 29,08 sek. Á sunnudaginn bættust við tvö silfur og eitt brons. Krist- ján Magnús son vann silfur í 200m skriðsundi á tímanum 2.02.79. Guðbjörg Bjartey Guðmundsdótt- ir vann brons í 100m skriðsundi á tímanum 59.55 og Einar Marge- ir fékk silfur í 200m bringusundi á tímanum 2.26.21 sem er nýtt Akra- nesmet, gamla metið var 2.28.33 sem Hrafn Traustason átti frá árinu 2008. vaks Kátir keppendur ÍA á mótinu um helgina. Ljósm. Sundfélag Akraness Góður árangur hjá Sund­ félagi Akraness um helgina

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.