Skessuhorn


Skessuhorn - 12.04.2022, Qupperneq 11

Skessuhorn - 12.04.2022, Qupperneq 11
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2022 11 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is RAFRÆN UMSÓKNARGÁTT Á vef SSV er rafræn umsóknargátt Kynnið ykkur vel reglur og viðmið varðandi styrkveitingar Allar nánari upplýsingar á www.ssv.is OPIÐ ER FYRIR UMSÓKNIR Í UPPBYGGINGARSJÓÐ VESTURLANDS UMSÓKNARFRESTUR ER TIL OG MEÐ 10. MAÍ 2022 2 0 2 2 ÚTHLUTUN JÚNÍ 2022 STYRKIR TIL ATVINNUÞRÓUNAR & NÝSKÖPUNAR AÐSTOÐ VIÐ UMSÓKNIR Ólafur Sveinsson olisv@ssv.is 892-3208 Ólöf Guðmundsdóttir olof@ssv.is 898-0247 Helga Guðjónsdóttir helga@ssv.is 895-6707 EKKI ER VERIÐ AÐ VEITA STYRKI TIL MENNINGARVERKEFNA Í ÞESSARI ÚTHLUTUN SK ES SU H O R N 2 02 2 Breyting á deiliskipulagi fyrir Ólafsdal við Gilsfjörð Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sín- um 5. apríl 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Ólafsdal við Gilsfjörð í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin fellst í stækkun skipulags- svæðisins til að koma fyrir merktum gönguleiðum um dalinn, áningarstöðum með upplýsingaskiltum, prílum yfir girðingu og skógrækt. Þá eru nokkrir byggingar- reitir stækkaðir og byggingarreit fyrir salernisaðstöðu við bílastæði og tjaldsvæði við tóvinnuhús bætt inn á uppdrátt. Einnig er legu aðkomuvegar breytt lítillega. Tillagan er sett fram á deiliskipulagsuppdrætti í mælikvarðanum 1:1000 og skýringaruppdrætti í mælikvarðanum 1:7500 auk greinargerðar dags. 18.03.2022. Gögnin munu vera til sýnis frá 8. apríl 2022 á skrifstofu Dalabyggðar, Miðrbraut 11, 370 Búðardal Umsögnum, ábendingum og athugasemdum skal vinsamlegast skila til skrifstofu Dalabyggðar í stjórn- sýsluhúsinu að Miðbraut 11 Búðardal, eða á netfang embættis skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins: skipulag@dalir.is fyrir 20. maí 2022. Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi. Þriðjudaginn 29. mars síðast- liðinn komu saman um 300 unglingar í Hjálmakletti í Borgar- nesi til að skemmta sér saman og hlusta á hæfileikaríka söngvara keppa um tvö sæti í Söngkeppni Samfés. Æskulýðsballi Óðals og undankeppni SamVest var að þessu sinni slegið saman í einn stóran viðburð en ekki hefur verið hægt að halda Æskulýðsballið síðustu tvö ár vegna samkomutakmarkana vegna heimsfaraldursins. Ballið sóttu gestir á vegum félagsmiðstöðva um allt Vestur- land en viðburðurinn hófst að venju með söngkeppninni þar sem níu keppendura af öllu Vestur- landi stigu á svið og kepptu fyrir hönd sinna félagsmiðstöðva. Það var Helga Sóley Ásgeirsdóttir frá X-inu í Stykkishólmi sem bar sigur úr býtum eftir glæsilegan flutning á laginu „It‘s All Coming Back To Me Now“. Í öðru sæti var Embla Rós Elvarsdóttir, einnig frá X-inu og í þriðja sæti Julia Caril frá Óðali í Borgarnesi. Vegna reglna um að einungis megi einn söngvari keppa frá hverri félagsmiðstöð þá munu þær Helga Sóley frá X-inu og Julia Caril frá Óðali keppa fyrir hönd félagsmið- stöðva á Vesturlandi í úrslitum Söngkeppni Samfés sem fram fer 30. apríl næstkomandi. vaks Vorveiðin á sjóbirting hófst 1. apríl. Fyrstu dagana var mjög kalt í veðri. Veiðimenn hafa því þurft að klæða sig vel ætli þeir að halda til veiða. Þeir sem hafa reynt fyrir sér hafa margir verið að fiska vel þrátt fyrir kuldann. „Já, það var kalt í fyrradag við Leirá, en við fengum fiska. Það eru fiskar víða í ánni,“ sagði Stef- án Sigurðsson, en áin var opnuð með 26 fiska veiði á fyrsta degi sem verður að teljast býsna gott. Þessi byrjun lofaði því góðu og strax um helgina á eftir voru komnir á land um 40 fiskar. „Það styttir biðina eftir að laxveiðitíminn hefjist fyrir alvöru að renna fyrir sjóbirting,“ sagði Stefán enn fremur. ,,Við fengum nokkra fiska og konan þann fyrsta á þessu vori, þetta var fín útivera,“ sagði Þórður Ingi Júlíusson er við hittum hann við Grímsá í Borgarfirði á fyrsta degi veiða. Það voru komnir 14 fiskar á land þegar tíðindamaður Skessuhorns var á svæðinu. gb Helga Sóley sigraði í undankeppni Sam Vest. Ljósm. Bragi Þór Jósefsson Helga Sóley sigurvegari undankeppni SamVest Bára Einarsdóttir og Harpa Hlín Þórðardóttir við veiðistað 14 í Leirá fyrir nokkrum dögum. Leirá að gefa þrátt fyrir kuldatíð

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.