Skessuhorn


Skessuhorn - 12.04.2022, Qupperneq 16

Skessuhorn - 12.04.2022, Qupperneq 16
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 202216 Framboðslisti Framsóknar­ flokksins í Borgarbyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var nýverið kynntur. Guðveig Lind Eyglóardóttir leiðir listann, líkt og hún gerði einnig fyrir kosningarnar 2014 og 2018. Sest var niður með Guðveigu og rætt um kosn­ ingarnar framundan, helstu baráttumál listans, framtíðarsýn hennar og þær áskoranir sem bíða fulltrúa í sveitarstjórn Borgarbyggðar. En fyrst að upprunanum. Þurfti ung að bjarga sér „Nú er ég að stíga inn í mitt þriðja kjörtímabil í sveitarstjórn Borgar- byggðar og hlakka til að takast á við það verkefni. Það eru átta ár síðan ég settist fyrst í sveitarstjórn, var þá nýflutt að nýju í minn heimabæ eftir flakk um landið. Var þá boðið að taka oddvitasætið á lista Fram- sóknarflokksins. Ég er alin upp hér í Borgarnesi, er hluti af stórum, tápmiklum og samheldnum systk- inahópi, en ég er þriðja í röðinni af sjö systkinum. Mamma var ein með okkur mjög lengi og því var ekkert annað í boði en verða fljótt sjálfstæð og að geta staðið á eigin fótum. Ég flutti því úr Borgarnesi strax eftir grunnskóla, fór fyrst í Fjölbrautaskólann á Akranesi og flutti svo suður. Var alltaf að vinna samhliða námi, annað var ekki í boði. Ég hætti í námi eftir framhaldsskólann og fór ekki fyrr en löngu síðar í háskólanám. Í rauninni ílengdist ég í ferðaþjón- ustugeiranum, vann á hótelum og stofnaði ung til eigin veitinga- rekstrar á gamall aflagðri bújörð á Hálsi í Öxnadal.“ Eins og Gísli á Uppsölum Ung að árum var Guðveig í viðtali hjá Gísla Einarssyni í þættinum Út og suður á RUV. „Ég man að Gísli tók við mig viðtal í þátt. Í minn- ingunni var þetta skemmtilegt. Ég var dálítið eins og Gísli á Uppsöl- um; 25 ára upp í afdal með eigin veitingarekstur,“ segir Guðveig og hlær. „Lagði mikla áherslu á það sem nokkru síðar var farið að kalla beint frá býli, var ein uppi á hálendinu að tína og þurrka jurt- ir, rækta grænmeti og vinna með ferskt og gott hráefni af svæðinu fyrir gestina. Þá strax var ég komin með mikinn áhuga fyrir að rækta og nýta það sem landið og náttúr- an gefur og tengja ferðaþjónustuna betur við matarmenningu okkar. Þetta starf og áhugi fyrir náttúr- unni varð til þess að ég skráði mig í búfræðinám á Hvanneyri. Þar kynnist ég svo Vigfúsi Friðrikssyni, Fúsa Fljótsdæling. Þau kynni urðu til þess að ég varð fljótlega ólétt að okkar fyrsta barni og búfræðinám- inu lauk ég því ekki. Við vorum um tíma með búskap austur á Valþjófsdal en meðfram því vann ég á Skriðuklaustri við ferðaþjón- ustu. Þá var matur úr héraði átak í gangi og það heillaði mig. Nú svo flytjum við á Akureyri 2009 þar sem við bjuggum í fjögur ár og ég vann m.a. á KEA hótelunum um tíma, en byrja svo árið 2012 nám í ferðaþjónustu frá Háskólanum á Hólum. Árið 2021 lauk ég svo MLM námi í Forystu og stjórnun með áherslu á verkefnastjórnun frá Háskólanum á Bifröst.“ Virðing fyrir frumkvöðlunum Árið 2013 flytja þau Fúsi og Guðveig í Borgarnes með börnin sín þrjú sem í dag eru 10, 13 og 15 ára. „Mér fannst gott að koma aftur í Borgarnes, eða móðurstöðina eins og ég kalla það stundum, þar sem taugarnar voru og eru sterkar til svæðisins og fá að ala upp börnin mín hér á mínum æskuslóðum. Ég var hins vegar alls ekki á leið í póli- tík, þó þannig hafi það farið. Mér finnst það hins vegar hafa nýst mér vel að vera uppalin í héraðinu. Sjálfri finnst mér mikilvægt í verkefnunum sem tengjast póli- tíkinni að þekkja ræturnar, sögu héraðsins og ekki síður fyrirtækj- anna og frumkvöðlanna sem hafa spilað lykilhlutverk í að byggja samfélagið okkar eins og það er. Mér finnst mikilvægt að nálgast bæði fyrirtækin og einstaklingana af virðingu, við megum til dæmis alls ekki gleyma þeim fyrirtækj- um sem hafa stigið ölduna í gegn- um áratugina og barist fyrir sitt heimahérað og haldið uppi störfum og atvinnulífi hér í gegnum þykkt og þunnt. Það er allt í lagi að nefna menn eins og Sigvalda Arason í því sambandi. Mann sem stofnaði Borgarverk, byggði smám saman upp fyrirtæki sem í dag rekið af syni hans Óskari og Kristni félaga hans, og er öflugasta fyrirtækið á öllu Vesturlandi; veltir álíka miklu og sve itarfélagið og er að skila góðri afkomu og veita fjölda starfa. Ég gæti nefnt fleiri einstaklinga, eins og Eirík Ingólfsson, Pétur Geirs- son og Konráð Andrésson sem hafa bæði byggt upp mikilvæg fyrirtæki og sinnt samfélagslegri ábyrgð. Við megum ekki gleyma okkur í að horfa einungis til nýsköpun- ar og nýrra fyrirtækja, heldur gæta þess sérstaklega að hlúa að og bera virðingu fyrir þeim sem raunveru- lega hafa lagt á sig ómælda vinnu til að gera samfélagið að því sem það er. Ég get alveg viðurkennt að ég hefði viljað sjá stjórnsýsluna og kjörna fulltrúa tengjast betur við og umgangast af meiri virðingu við þau fyrirtæki sem hér eru,“ segir Guðveig. Kjörtímabil uppbyggingar Aðspurð um áherslur Framsóknar- flokksins í kosningunum sem framundan eru segir Guðveig það blasa við að framundan verði að vera kjörtímabil uppbyggingar og á þá við bæði íþróttamannvirki og skóla. „Hér vantar meira af lóðum og íbúðum. Við sjáum hvernig skortur á byggingarlandi í borginni er að hafa keðjuverkandi áhrif út á land og í átt til okkar. Það skapar tækifæri fyrir okkur hér í Borgar- byggð. Við þurfum að undirbúa slíka uppbyggingu af krafti, en því miður hefur lítið þokast í skipulags- málum á yfirstandandi kjörtímabili. Nú þarf að stíga fast niður fæti til að koma málum eitthvað áfram. Það er óviðunandi að nú eru engar lóðir til fyrir íbúðarhúsnæði í sveitarfé- laginu og nánast ekkert af atvinnu- lóðum heldur. Það er því brýnt að þoka þeim málum hratt áfram í upphafi nýs kjörtímabils sem við í Framsókn bindum vonir við að geta leitt áfram. Ég tel því skipulagsmál- in forgangsmál en þau eru einnig meiður af stærra máli, því allt snýst jú um að bæta hér búsetuskilyrði og auka lífsgæði íbúa. Þar skiptir máli að áform um byggingu á íþrótta- mannvirkjum og almennri aðstöðu fyrir fólk til tómstunda og heilsu- eflingar verði klárað. Þá verða skólamál örugglega til umræðu á nýju kjörtímabili og ekki hjá því komist að móta stefnu í skólamál- um til framtíðar. Nú er útlit fyrir að allir skólar verði fullsetnir og lítil tilfærsla í boði milli þeirra eins og sakir standa. Nú eru áform um íbúðabyggð m.a. í Reykholti og stórt byggingaverkefni er í gangi í Húsafelli. Þessi íbúðabyggð öll mun kalla á fjölgun barna í grunn- skólanum á svæðinu og því verðum við að gera ráð fyrir því við hönnun mannvirkja á Kleppjárnsreykjum. Við verðum einfaldlega að taka mið af þróun í byggingum og eftirspurn á svæðinu þegar sett verður stefna í skólamálum í héraðinu.“ Mannvænt samfélag Guðveig segir að áherslur fólks og kröfur séu sífellt að breytast. Áður lét fólk það duga sem afþreyingu að mæta á eitt spilakvöld í viku eða saumaklúbb einu sinni í mánuði. „Nútíma lífsgæði snúast um að láta okkur líða vel. Það þurfa t.d. að vera göngustígar, aðstaða til íþróttaiðk- unar og tómstunda. Lífsmynstur fólks er einfaldlega að breytast og sveitarfélögin verða að hlýta því að áhugamálin eru kannski önnur en þau voru. Krafa um virkni í samfé- laginu er sömuleiðis að breytast. Stefna okkar í Framsókn er því að byggja upp mannvænt samfélag, hlusta á raddir fólksins því samfé- lagið væri aumt ef þetta allt spilaði ekki saman. Okkar hlutverk sem veljumst til forystu í sveitarstjórn er að taka mið af kröfum íbúa hverju sinni og þær geta verið að breytast mjög hratt. Að þessu þarf að taka mið í fjárfestingum til framtíðar. Þegar framtíðarskipan skólamála er rædd þarf ekki einungis að taka mið af skólahúsnæðinu sjálfu heldur gæta þess að tekið sé tillit til þess að krafa er um jafnræði á milli svæða á þeirri aðstöðu sem nauðsynlegt er að sé til staðar eins og aðstöðu til íþróttakennslu, frístundar eftir skóla og skólalóðar. Þetta eru allt stórar fjárfestingar sem þarf að ígrunda vel. Þá er sömuleiðis krafa og þörf á aukinni sérfræðiþjón- ustu og við því eiga sveitarfélög að bregðast. Það er ekki nóg að byggja ný hverfi, þjónustan þarf að haldast í hendur. Samfélagið þarf að vera eftirsóknarvert að búa í. Hér þarf að vera aðlaðandi og heilbrigður staðarandi, góð aðstaða til heilsu- eflingar og jákvæð menning. Við erum öll manneskjur og maður er manns gaman. Við viljum lifandi samfélag þar sem boðið er upp á fjölbreytni í tómstundum, útivist og félagsstarfi. Okkar helsta áskor- un er því að bæta andann, hlúa að þjónustu þar sem fólki finnst eftir- sóknarvert að koma. Ég get nefnt sem dæmi Kaffi kyrrð í Borg- arnesi þar sem öllum finnst nota- legt að koma, nú eða nýjan miðbæ á Selfossi sem virðist strax vera farinn að laða fólk að. Á þessum stöðum er góð stemning, iðandi líf og hægt að næra sálina. Ef smærri sem stærri samfélög fá þá ímynd að þangað sé gott að koma, skapast sjálfkrafa eftirspurn eftir að verða hluti af því.“ Oddvitastarf ekki í aukavinnu Aðspurð segist Guðveig líta á starf oddvita Framsóknarflokks- ins í Borgarbyggð sem fullt starf og hyggst hún helga sig því á næsta kjörtímabili ef hún kemst í meirihluta. „Þegar ég tók ákvörðun um að takast á við oddvitastarfið í þriðja sinn, sagði ég upp í starfi mínu á Hótel Hamri og mun hætta þar um næstu mánaðamót. Verkefni sveitarfélaganna hafa þróast mikið á síðustu áratugum. Sveitarstjórn- arstigið hefur tekið á sig aukna ábyrgð og álag með tilfærslu verk- efna frá ríkinu. Samhliða því hafa ýmsar breytingar orðið á reglu- gerðum í ýmsum málaflokkum sem hafa bæði verið nauðsynlegar en gjarnan verið íþyngjandi og kallað á nýjar áskoranir. Það er því orðið nánast ómögulegt að sinna því vel með góðu móti samhliða öðrum störfum ef þú vilt ná árangri fyrir þitt sveitarfélag. Sveitarstjórnar- fólk þarf einfaldlega að vera vel inni í öllum þeim málum sem heyra undir sveitarstjórn og geta ekki látið embættismenn um öll viðfangsefnin. Við þurfum að sýna kjósendum okkar þá virðingu að þeir sjái og finni að við séum í þessu af fullum krafti. Það má til dæmis enginn kjörinn fulltrúi í sveitar- stjórn láta hjá líða að setja sig vel inn í fjármál sveitarfélagsins. Ég lít á það sem grunnskyldu okkar að gera það til að geta tekið upplýsta ákvörðun um ráðstöfun fjármuna. Sveitarstjórn ber einfaldlega ábyrgð á fjármálum síns sveitar- félags og þeirri ábyrgð getur maður ekki staðið undir með góðu móti í meirihluta ef það er unnið sem hlutastarf meðfram annarri vinnu. Því hef ég ákveðið að láta reyna á það að helga mig þessu hlutverki á næsta kjörtímabili,“ segir Guðveig. Stefnumörkun ríkis vantar Umræðan um uppbyggingu vindmyllugarða víða um dreifð- ar byggðir landsins hefur verið áberandi síðustu misserin. Meðal annars hefur sú umræða teygt arma sína í Borgarbyggð, með hugmynd- um um slíka garða í Norðurárdal og Þverárhlíð. Um afstöðu sína til málsins segir Guðveig: „Stefna ríkisstjórnarinnar er sú að hægt verði að beysla vindorkuna líkt og aðra orku. Fyrir því er ég jákvæð enda mikilvægur þáttur í orkuskipt- um og orkuöflun almennt. Hins vegar liggur ekki fyrir stefnumörk- un um hvar slíkir vindorkugarð- ar eiga að rísa og hvar ekki. Þar sem stefnuna vantar er í dag um huglægt mat sveitarstjórnarfólks að ræða sem ekki er hægt að byggja á upplýsta ákvörðun. Öll umræða og þekking meðal sveitarfélaga er að mínu mati á núll punkti og nauðsynlegt að úr því verði bætt svo hægt sé að taka ákvarðanir byggðar á þekkingu um nýtingu vindorku í landinu. Það er því mitt mat að sveitarfélög geta ekki tekið ákvörðun um hvort þau mæli með slíku í aðalskipulagi, fyrr en ríkið mótar stefnuna og þekking verði til staðar. Ég held að það séu allir sammála um að það er einfaldlega ekki hægt að setja vindmyllugarða hvar sem er og mikilvægt að slík áform séu unnin vandlega og gerð í samráði við íbúa á hverju svæði ef til þess kemur,“ segir Guðveig Eyglóardóttir að endingu. mm Lít á starf oddvita í sveitarstjórn sem fullt starf Rætt við Guðveigu Eyglóardóttur sem leiðir lista Framsóknarflokks í Borgarbyggð Guðveig Eyglóardóttir oddviti Framsóknarflokks í Borgarbyggð. Ljósm. Gunnhildur Lind Photography.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.