Skessuhorn


Skessuhorn - 12.04.2022, Side 17

Skessuhorn - 12.04.2022, Side 17
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 2022 17 Dósamóttaka Öldunnar var opnuð síðastliðinn miðvikudag á nýjum stað í Borgarnesi og er starf- semin nú til húsa á Sólbakka 4. Opnunartími helst óbreyttur og er opið mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá klukkan 12.30 til 15. Fram kemur á vefsíðu Borgar- byggðar að einungis er tekið á móti sendingum sem búið er að flokka Þriðjudaginn 19. apríl kl. 20 flytur Hannes H. Gissurarson, prófess- or í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, fyrir- lestur í Snorrastofu í Reykholti. Ber hann yfir- skriftina: „Stjórnspeki Snorra Sturlusonar“. Fyrirlesturinn, sem er hluti af fyrirlestraröðinni „Fyrirlestrar í héraði“, er öllum opinn og er aðgangur ókeypis. Hannes skipaði Snorra Sturlu- syni fremst í tveggja binda rit sitt, Twenty-Four Conservative-Liber- al Thinkers, sem kom út árið 2020. Í fyrirlestri sínum mun hann setja fram túlkun sína á Snorra sem stjórnmálamanni, sem hann telur frumkvöðul frjálslyndrar íhaldsstefnu. Hannes lauk próf- um í sögu og heimspeki frá Háskóla Íslands og doktorsprófi í stjórn- málafræði frá Oxford- -háskóla. Nýjustu rit hans eru Twenty- -Four Conservative- -Liberal Thinkers, I–II (Brussels: New Direction, 2020), Bankahrunið 2008: Útdráttur úr skýrslu (Reykjavík: Félags- vísindastofnun Háskóla Íslands, 2021) og Communism in Iceland, 1918–1998 (Reykjavík: Félags- vísindastofnun Háskóla Íslands, 2021). -fréttatilkynning Vantar þig aðstoð með bókhaldið. Viðurkenndur bókari. www.thv.is thv@thv.is. Sími: 8884818 ÞV Þ. Vilbergsson ehf Gamla myndin Í tilefni þess að á næsta ári fagnar Skessuhorn 25 ára starfsafmæli sínu hefur ritstjórn blaðsins aðeins verið að grúska ofan í gömlum myndakössum sem geyma myndir fyrir og í kringum síðustu aldamót. Mynd vikunnar er frá árinu 1999 og sýnir Barnakórinn í Stykkishólmi syngja við vígslu sundlaugarinnar í Hólminum. Dósamóttakan á nýjum stað í Borgarnesi og telja. Því þarf að hafa áldósir í sér poka, plastflöskur sér í poka og glerflöskur sömuleiðis. Vakin er athygli á því að starfs- menn Öldunnar telja ekki sendingar á staðnum og taka ekki við óflokk- uðum og ótöldum sendingum. Skilagjald verður greitt með milli- færslu. vaks Sólbakki 4 þar sem dósamóttakan er nú til húsa. Lengst hýsti þetta hús starfsemi Eðalfisks. Hannes Hólmsteinn fjallar um stjórnspeki Snorra Garða- og Saurbæjarprestakall Garða- og Saurbæjarprestakall Hallgrímskirkja í Saurbæ 14. apríl Skírdagur Fermingarmessa kl. 11.00 Fermd verða: Arna Rún Guðjónsdóttir Árni Rögnvaldsson Heimir Brynjólfsson Íhugun um síðustu kvöldmáltíð Jesú og lærisveinanna kl. 18.00. 15. apríl Föstudagurinn langi Lestur passíusálmanna og tónlistarflutningur kl. 13-18.30. Dagskráin stendur fram eftir degi, fólk getur komið og farið að vild. 16. apríl Hinn helgi laugardagur Kvöldbænir með lestri 50. Passíusálms kl. 18.00 Páskanæturvaka kl. 23.00 17. apríl Páskadagur Páskaguðsþjónusta kl. 08.00 Morgunverður að lokinni guðsþjón ustu í Saurbæjarhúsi 18. apríl Annar páskadagur Emmausmessa Göngumessa (ef veður leyfir) kl. 16.00 Hefst við kirkjuna. Auðveld ganga sem hentar flestum. Akraneskirkja 14. apríl Skírdagur Kvöldguðsþjónusta kl. 20.00 17. apríl Páskadagur Páskaguðsþjónusta kl. 11.00 Heitt súkkulaði í Vinaminni eftir guðsþjónustu í boði sóknarnefndar. Miðvikudagur 20. apríl Bænastund kl. 12.15 Karlakaffi kl. 13.30 Gestur: Guðjón Brjánsson 21. apríl Sumardagurinn fyrsti Skátamessa og sumarhátíð kl 11.00

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.