Skessuhorn - 27.04.2022, Page 4
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 20224
Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 4.110 krónur með vsk. á mánuði. Elli og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 3.550. Rafræn áskrift kostar 3.220kr. Rafræn áskrift til elli og örorkulífeyrisþega er 2.968 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is
Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is
Guðrún Jónsdóttir gj@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Hæfilega kurteis hverfismávur
Ég er svo stálheppinn að hafa vinnustað minn í hæfilegu göngufæri frá
heimilinu. Orðið „hæfilegu“ er vandlega valið í þessu samhengi því hvort
sem ég væri ennþá eldri og feitari, eða yngri og í fantaformi, væri það nán-
ast lögreglumál ef ég færi akandi þessa stuttu leið. Á mánudaginn þegar ég
var að opna dyrnar á skrifstofunni stoppar hjá mér eldri maður, nágranni
góður. Við erum vel málkunnugir og tókum tal saman þarna í morgunsár-
ið. Leikur kvöldsins áður í boltanum var umræðuefnið. Skagamenn höfðu
fengið Íslands- og bikarmeistara Víkings í heimsókn og gert sér lítið fyrir
og skellt gestunum með þremur mörkum gegn alls engu. Óvænt úrslit en
sannarlega gleðileg. Við vorum sammála um að útlitið væri bjart hjá Jóni
Þór frænda mínum og hans gulklædda liði. Þarna í hrókasamræðum und-
ir húsvegg nefni ég nafn Víkings og hafði ekki fyrr sleppt orðinu þegar
stærðarinnar drulluklessa kemur vaðandi á öxlina á mér, ættuð úr óæðri
enda svæðismávsins. Sá veit heldur betur hvað hann gargar. Þessi mávur er
einmitt sá sami og tyllir sér á ljósastaurinn framan við heimili mitt laust fyr-
ir klukkan 18 síðdegis alla daga, ætlar ekki fyrir nokkurn mun að missa af
því ef ég eða aðrir nágrannar mínir kynda undir grillinu og bera steikurnar
út. Oftar en ekki hefur hann reynt að ná sér í bita af grillborðinu hjá mér,
ekki síst ef lambakjöt er þar, nýtir hvert tækifæri ef ég svo mikið sem vík
mér frá kjötinu.
Oftast hef ég talið að mávar væru með heimskari fuglum. Þarna eftir
að hverfismávurinn sendi þessa drulluklessu á öxlina á mér, um leið og ég
nefndi nafn Víkingsliðsins, var ég ekki lengur viss í minni sök. Þessi mávur
og frændur hans eru nefnilega ekki alveg eins heimskir og þeir líta sannar-
lega út fyrir að vera. Til dæmis þegar ég fer á gamla spænska bátnum út til
veiða, hér skammt frá ströndinni, eru þeir alltaf komnir, hverfismávurinn
og frændur hans, og bíða þess með stóískri ró að einhverju sé gaukað að
þeim þegar þorskurinn er flakaður fyrir heimferð. Bera sig fagmannlegar
að í því heldur en þegar þeir að næturlagi reyna að veiða ánamaðka á gras-
flötinni við húsið okkar. Þó þeir séu þar á heimavelli kunna þeir ekki þá list
að veiða maðk. Hlunkast áfram, í stað þess að læðast, og fæla því maðkinn
hraðar niður í holurnar sínar en viðbragðsflýti þeirra ræður við.
En nú er staðan býsna alvarleg fyrir hverfismávinn minn og frændur
hans. Afar skæð fuglaflensa hefur nú borist hingað til lands með farfuglun-
um og leggst hún að því er virðist á allan fiðurfénað. Nú berast fregnir
af því að hvort sem það eru súlur við Búðir, gæsir á Hornafirði, hrafnar
á Suðurlandi eða heimilshænsni í Flóa, allir eru þessir fuglar útsettir fyr-
ir smiti fuglaflenskuveirunnar. Þótt vísindamenn telji litlar líkur á að smit
berist yfir í okkur mannfólkið, eða önnur spendýr, mæla þeir með að fyllstu
varúðar og smitgátar sé gætt. Við eigum að sjálfsögðu að taka á því mark
og gæta sóttvarna sérstaklega ef við sjáum dauðan fugl. Við eigum alls ekki
að handleika fugla sem mögulega eru taldir smitaðir af fuglaflensu, án til-
skilins hlífðarbúnaðar. Svo eigum við að hirða hræin, láta í poka og koma
þeim í rannsókn.
Eftir að hverfismávurinn, sem heldur dyggilega með gulum og glöð-
um, sendi þessi ótvíræðu skilaboð til mín á mánudagsmorguninn fór ég
að hugsa; hafði hann mögulega verið búinn að hitta farfugla frá fjarlægum
löndum og þar af leiðandi kominn með fuglaflensusmit? Er sjúkdómsein-
kennið kannski einmitt það að vera skítandi í tíma og ótíma á axlir saklausra
ritstjóra? Var ég þarna kominn með sýkta afurð háloftanna á fötin mín?
Ekki þorði ég neinu að treysta, dreif mig því aftur heim, þetta er jú í göngu-
færi, skellti úlpunni í þvottavélina og notaði jafnvel ívið meira þvottaefni en
ég er vanur. Allur er jú varinn góður og síst vil ég fá fuglaflensu nýstiginn
upp úr bansettu kóvitinu.
Magnús Magnússon
Nýlega lét brunavarnasvið Hús-
næðis- og mannvirkjastofnunar
framkvæma könnun á stöðu bruna-
varna á heimilum landsmanna.
Spurt var um brunavarnir á heim-
ilum, flóttaleiðir og annað sem snýr
að brunavörnum heimilisins. Í ljós
kom að 98% svarenda eru með
reykskynjara, 86% með slökkvitæki
og 75% með eldvarnarteppi. Þá
eru 54% með þrennar brunavarn-
ir á heimilinu, 29% tvennar bruna-
varnir og 12% eina brunavörn.
„Niðurstöðurnar gefa til kynna
að brunavarnir eru góðar á mörg-
um heimilum sem er ánægjulegt
að sjá. Það er jákvætt að fólk hugar
að ástandi brunavarna heima fyrir
og sé meðvitað um flóttaleiðir og
aðgengi að slökkvitækjum. Þá kem-
ur fram í tilkynningu frá HMS að
dagur reykskynjarans, 1. desem-
ber, sem er átak Landssambands
slökkviliðs- og sjúkraflutninga-
manna (LSS) hefur verið árangurs-
ríkt átak í gegnum árin. mm
Það var hamagangur í öskjunni
þegar áburði var skipað á land á
stóru bryggjunni á Akranesi síðast-
liðinn föstudag. Skipið heitir Wil-
son Newport og flutti stórsekki af
áburði sem fara nú til dreifingar í
sveitum á Vesturlandi. Það voru
starfsmenn ÞÞÞ sem sáu um upp-
skipunina. Eins fram hefur komið
hefur áburðarverð hækkað mikið
frá síðasta ári, er nú tvöfalt dýrara.
Engu að síður þurfa bændur sinn
áburð þótt vafalítið hafi einkar vel
verið vandað til áburðarpantana að
þessu sinni. mm/ Ljósm. ki
Almenna umhverfisþjónustan vinn-
ur þessa dagana hörðum höndum
að brjóta upp elsta hluta þekjunn-
ar á Grundarfjarðarhöfn en hluti
hennar var farinn að síga tölu-
vert og kominn tími á endurnýjun.
Skipt verður um raflagnir í leiðinni
en nýjar og stærri lagnir verða lagð-
ar í raftengikassa fyrir skipin. tfk
Samkvæmt upplýsingum frá Þjóð-
skrá var vísitala íbúðaverðs á höfuð-
borgarsvæðinu 869,9 í mars 2022
(janúar 1994=100) og hækkaði
um 3,1% á milli mánaða. Síðast-
liðna þrjá mánuði hækkaði vísitalan
um 7,4%, síðastliðna sex mánuði
hækkaði hún um 11,6% og síðast-
liðna tólf mánuði hækkaði hún um
22,2%. Eins og öllum ætti að vera
ljóst er húsnæðisliðurinn stofn til
mælingar vísitölu í landinu og þar
af leiðandi verðbólgu. Áfram má
því búast við að verðbólga verði
mikil hér á landi þar sem hvergi
sér fyrir endan á hækkun húsnæðis-
verðs.
mm
Íbúðaverð hefur hækkað um
tæpan fjórðung á árinu
Almennt er góð staða
brunavarna á heimilum
Samkvæmt könnun HMS hafa 98% heimila reykskynjara. Ljósm. hms.is
Dýrmætum áburði skipað á land
Gabríel Freyr Atlason er hér með afa sínum Friðriki Tryggva-
syni eiganda Almennu umhverfisþjónustunnar. Jóhann
Marteinsson starfsmaður stendur hjá þeim.
Skipt um elsta hluta þekjunnar
á Grundarfjarðarhöfn
Verið að moka steypu og járni úr gömlu þekjunni á
vörubílspall.