Skessuhorn - 27.04.2022, Qupperneq 14
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 202214
Þessum árstíma fylgir einatt auk-
in hætta á gróðureldum, allt frá
því í apríl og fram á mitt sumar
þegar nýr gróður hefur náð yfir-
höndinni í þurru landi. Eðli máls-
ins samkvæmt hafa íbúar áhyggjur
af gróðureldum og þá ekki síst íbú-
ar í Skorradal þar sem flóttaleið-
ir eru fáar og eldsmatur mikill.
Hulda Guðmundsdóttir á Fitjum
vakti athygli Skessuhorns á mál-
inu og segist hafa fengið þær upp-
lýsingar að staðan hjá Landhelgis-
gæslunni hvað varðar slökkvi-
skjólu sé slæm; eina skjólan sem til
er í landinu sé óvirk. „Þetta gerð-
ist líka síðasta vor,“ rifjar Hulda
upp, en þá voru tugir gróður-
elda í landinu í þurru vori. Eina
skjólan sem til var þá skemmd-
ist í eldum í Heiðmörk og var um
tíma engin tiltæk í landinu. Hún
segir að eini raunhæfi búnaður-
inn til að slökkva skógarelda á frí-
stundasvæðum sé slíkur slökkvi-
búnaður á allar þrjár þyrlur Land-
helgisgæslunnar. Slökkviskjólur
geta borið um tvö tonn af vatni og
eru hengdar neðan í þyrlu. Þeim
er hægt að dýfa í vatn, til dæmis í
Skorradalsvatn, og fylla á komi til
gróðurelda í dalnum. Nú er engin
tiltæk slökkviskóla í landinu, en
slíkt líta menn alvarlegum aug-
um í ljósi þeirrar gagnsemi sem
þær hafa sýnt frá því 2009 þegar
sú fyrsta kom til landsins.
Gamla skjólan er ónýt
Ásgeir Erlendsson upplýsinga-
fulltrúi Landhelgisgæslunn-
ar segir í samtali við Skessuhorn
að Gæslunni hafi árið 2007 ver-
ið afhent slökkviskjóla af Bruna-
málastofnun Íslands. Var hún
ætluð til slökkvistarfa með þyrlu
í eldum sem kviknað höfðu í
skóglendi, kjarrlendi og öðr-
um gróðri. „Búnaður þessi hef-
ur sannað sig í erfiðum tilfell-
um þar sem hefðbundnu slökkvi-
starfi hefur ekki verið viðkom-
ið vegna ýmis konar aðstæðna svo
sem fjarlægðar frá vatni, aðgengi-
legum vegasamgöngum, erfiðu
landslagi og þess háttar. Undan-
farin ár hefur búnaðurinn þurft
sífellt meira viðhald og í fyrra var
ljóst að slökkviskjólan sem afhent
var árið 2007 væri orðin ónýt. Þá
var ráðist í að kaupa nýja slökkvi-
skjólu en Landhelgisgæslan benti
á nauðsyn þess að keyptar yrðu allt
að þrjár slökkviskjólur og útbún-
aður tengdur þeim til að nota við
slökkvistörf með þyrlu þar sem
um viðhaldsfrekan búnað er að
ræða. Slökkviskjólan sem keypt
var í fyrra var fjármögnuð af rek-
starfé Landhelgisgæslunnar,“ seg-
ir Ásgeir.
Ekki verksvið
Gæslunnar
„Landhelgisgæslan hefur vak-
ið máls á því við Húsnæðis- og
mannvirkjastofnun á undan-
förnum árum að nauðsynlegt sé
að tryggja framtíðarfyrirkomu-
lag og fjármögnun slíks búnað-
ar. Landhelgisgæslan geti ekki
séð um rekstur slökkviskjólu enda
ekki gert ráð fyrir slíku í fjár-
framlögum til stofnunarinnar. Í
fyrra áætlaði Landhelgisgæslan
að tvær slökkviskjólur til viðbót-
ar ásamt viðeigandi búnaði til að
sinna slökkvistörfum með þyrlu
kostaði á bilinu 80 til 90 millj-
ónir. Minnis blað þess efnis var
sent í viðeigandi fagráðuneyti.
Brunamál falla undir Húsnæðis-
og mannvirkjastofnun sem heyr-
ir undir Innviðaráðuneyti,“ segir
Ásgeir sem ítrekar að slökkvistarf
á landi sé ekki lögbundið hlutverk
Landhelgisgæslunnar og falli því
ekki undir dómsmálaráðuneytið.
„Aftur á móti hefur Landhelgis-
gæslan verið tilbúin til þess að
aðstoða við slökkvistörf með þyrl-
um stofnunarinnar eins og kostur
er,“ segir Ásgeir Erlendsson í
skriflegu svari til Skessuhorns. mm
Engin slökkviskjóla tiltæk í landinu
Ekki á verksviði dómsmálaráðuneytis heldur innviðaráðuneytis að bæta úr
Núna eru um 80 flóttamenn frá
Úkraínu komnir á Bifröst og búnir
að koma sér fyrir. Um bráðabirgða-
húsnæði er að ræða meðan ver-
ið er að greiða götu fólksins varð-
andi framtíðar búsetu hér á landi.
Að sögn Heiðrúnar Helgu Bjarna-
dóttur, verkefnastýru fyrir móttöku
flóttafólksins, kom fólkið í þrem-
ur hollum, síðasti hópurinn kom
síðastliðinn föstudag. „Við höfum
bæði verið að fá fólk beint af flug-
vellinum en einnig í gegnum Fjöl-
menningarsetrið. Þetta eru aðal-
lega konur með börn, eitthvað af
eldra fólki auk einstaklinga; fjöl-
breyttur og ólíkur hópur víða að úr
Úkraínu,“ segir Heiðrún.
Lögð áhersla á virkni
Fólkið hefur fengið úthlutað húsum
og herbergjum með sameiginlegu
rými í húsum við Hraunin, Garða
og Kotin í háskólaþorpinu. Í stærri
íbúðum hafa fjölskyldur komið sér
fyrir en auk þess býr fólk í húsnæði
þar sem eru herbergi með baði en
með aðgengi að sameiginlegu eld-
húsi og stofu. „Gestirnir borða svo
í Hreðavatnsskála þar sem fólk-
ið frá Hraunsnefi er staðarhaldar-
ar. Nú þegar er meira að segja hluti
af hópnum kominn í vinnu hjá
þeim við þjónustu og önnur störf.
Þetta er hörkuduglegt fólk og mik-
ill kraftur í því. Fólkið sem til okk-
ar er komið er staðráðið í að gera
það allra besta úr aðstæðum sínum
og margir stefna á að setjast hér að.
Það er svo mitt og okkar hér hjá
Borgarbyggð að greiða götu þess
eins og kostur er. Fólkið er afskap-
lega líflegt, skipulagði til dæmis
sjálft plokkdag og fegraði umhverf-
ið hér á Bifröst. Þá kennir ein kon-
an ensku og allir sem vilja eru
komnir í íslenskunám fjórum sinn-
um í viku á vegum Símenntunar-
miðstöðvarinnar. Loks er samfé-
lagsfræðsla á vegum Vinnumála-
stofnunar að fara í gang. Við leggj-
um mikla áherslu á virkni, bæði af
okkar hálfu sem gestgjafa og fólks-
ins sjálfs.“
Atvinnutilboð
streyma inn
Heiðrún segir að búið sé að fara í
heimsókn í Grunnskóla Borgar-
fjarðar á Varmalandi. „Það eru for-
eldrar sem eru áhugasamir um að
skrá börnin sín strax í skóla, ekki
síst til að þau geti kynnst öðr-
um börnum og falli sem fyrst inn
í góða rútínu. Það eru 10-15 börn
á grunnskólaaldri og einhver þeirra
byrja því strax í skólanum. Það er
lán að í skólanum á Varmalandi er
mikil áhersla lögð á útikennslu á
vorin og því eru kjöraðstæður þar
til að börnin geti aðlagast aðstæð-
um og kynnst jafnöldrum sín-
um um leið. Á leikskólaaldri eru
5-6 börn og hefja einhver þeirra
aðlögun í leikskólanum Hraunborg
nú í byrjun maí. Þá höfum við sett
upp leikhorn víðs vegar um svæð-
ið, þar sem foreldrar geta hist með
börnin sín. Margir komu skömmu
fyrir páska og þá var páskafrí í
skólunum en sjálfboðaliðar Rauða
Krossins sáu um afþreyingu með
ýmsum hætti. Margir úr hópnum
hafa gengið á Grábrók og skoð-
að umhverfið hér i kring og deila
upplýsingum og gönguleiðum með
restinni af hópnum. Við leggjum
áherslu á að nýta svæðið og njóta
þessa einstaka umhverfis hér á Bif-
röst. Þetta hefur gert það að verk-
um að margir hafa lýst því yfir að
hér vilji þeir setjast að. Við erum
því að greiða götu þeirra sem vilja
setjast að í sveitarfélaginu. Það er
svo einkar ánægjulegt að það rignir
Áttatíu flóttamenn búnir að koma sér fyrir á Bifröst
Rætt við Heiðrúnu Helgu verkefnastýru fyrir móttöku fólksins
yfir fólkið atvinnutilboðum. Þetta
er jú bara ósköp venjulegt fólk en
í óvenjulegum og erfiðum aðstæð-
um; fólk með mikinn drifkraft og
á vinnualdri. Húsnæðismálin til
frambúðar verður kannski helsta
áskorunin,“ segir Heiðrún.
Úkraínska fólkinu býðst að fara
með rútu í Borgarnes alla morgna
klukkan 10 og heim aftur eft-
ir hádegið. Hafa margir notfært
sér það. „Fólkið fer í sund og nýt-
ur þess sem í boði er í Borgarnesi.
Allir hafa verið til fyrirmyndar og
þakklátir fyrir það sem gert er fyr-
ir það,“ segir Heiðrún Helga að
endingu.
Gestir í heimsókn
Síðasta vetrardag komu Guðni
Th. Jóhannesson forseti Íslands
og Guðmundur Ingi Guðbrands-
son félagsmálaráðherra í óopin-
bera heimsókn og ræddu við fólk-
ið á Bifröst. Á heimasíðu Háskólans
á Bifröst kemur fram að gestirn-
ir hafi fengið höfðinglegar mót-
tökur. Guðni forseti hafði boðað
komu sína á Bifröst til að heilsa upp
á flóttafólkið og þá sem haft höfðu
veg og vanda af undirbúningi mót-
töku þess. „Boðið var upp á kaffi
og kökur í Kringlunni. Var gestun-
um vel fagnað og er óhætt að segja
að glatt hafi verið á hjalla þennan
fyrsta sumardag ársins,“ segir í frétt
frá skólanum.
Nýir heimamenn á Bifröst gripu
tækifærið og sýndu forseta og
félagsmálaráðherra þá aðstöðu sem
komið hefur verið upp á staðnum.
Hefur m.a. verið sett upp virkni-
herbergi með leikaðstöðu fyrir
börn og lítil kennslustofa. Þá hefur
verið opnuð birgðastöð, en þangað
geta íbúarnir frá Úkraínu sótt eft-
ir þörfum í gjafavarning ýmiss kon-
ar, sem spannar allt frá smærri bús-
áhöldum og leikföngum, að spilum,
fötum, teppum og skrautmunum.
mm
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra heilsar upp á úkraínsk
mæðgin. Í bakgrunni má sjá Margréti Jónsdóttur Njarðvík, rektor Háskólans á
Bifröst. Ljósm. Háskólinn á Bifröst.
Hluti af því teymi sem vinnur að móttöku flóttafólksins á Bifröst. F.v. Björk Vil-
helmsdóttir, Heiðrún Helga Bjarnadóttir, Anastasia Amor og Þorvaldur Hjaltason.
Ljósm. aðsend.
Slökkviskjóla var fyrst keypt til landsins
í kjölfar reynslunnar af Mýraeldunum
vorið 2006. Hún var m.a. prófuð í stórri
brunaæfingu sem haldin var í Fíflholt-
um á Mýrum vorið 2009 þegar kveikt
var í gamla íbúðarhúsinu á jörðinni.
Ljósm. úr safni Skessuhorns/ mm.