Skessuhorn


Skessuhorn - 27.04.2022, Page 18

Skessuhorn - 27.04.2022, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 202218 Hafnarsjóður Snæfellsbæjar áform- ar miklar endurbætur á hafnarhús- inu í Ólafsvík á þessu ári. Björn Arnaldsson hafnarstjóri segir í sam- tali við Skessuhorn að það eigi að byggja við húsið 30 fermetra þar sem verður kaffistofa starfsmanna, aðstaða og snyrting ásamt sturtu fyrir smábátasjómenn. Einnig á að klæða húsið, skipta um glugga og þak. Kostnaðar við verkið er áætl- aður 45 miljónir króna. Björn seg- ir ennfremur að það eigi að lagfæra húsið að innan og taka það allt í gegn. Húsið er byggt árið 1974 og fyrir löngu kominn tími til að laga það, bæði að utan sem innan. af Fyrsta skóladaginn eftir páskafrí lék veðrið við nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar, sem er með starfs- stöðvar á Varmalandi, Hvanneyri og á Kleppjárnsreykjum. Ákveðið hafði verið að nýta veðurblíðuna til hins ýtrasta. Nemendur leystu af hólmi fjölbreytt og skemmtileg verkefni, þar sem þeir urðu um leið margs vísari. Til að mynda var farið í Rusla-Bingó þar sem finna þurfti ákveðna flokka af rusli þar sem nemendur hlutu jafnframt fræðslu um flokkun og endurnýtingu efni- viða. Meðfylgjandi eru nokkrar ljósmyndir sem starfsfólk skólans sendi Skessuhorni. Þess er einnig getið í tilkynningu til Skessuhorns að árshátíð Varma- landsdeildar skólans var stórgóð. Sett var upp Ávaxtakarfan eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur. Fengnir voru búningar að láni auk þess sem einnig voru saumaðir búningar í skólanum. gj Vinnutími: Dagvinna. Starfshlutfall: 100%. Starfsvið: Fjölskyldusvið. Umsóknarfrestur: 6. maí 2022. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt nánara samkomulagi. Umsókn skal senda á sjofn@borgarbyggd.is. Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum ef við á. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Við hvetjum áhugasama um að sækja um óháð kyni og uppruna. Nánari upplýsingar veitir Sjöfn G. Vilhjálmsdóttir leikskólastjóri, sjofn@borgarbyggd.is eða í síma 433-7180. Borgarbyggð leitar eftir öflugum og drífandi einstaklingum sem sýna metnað og frumkvæði í starfi. Einstaklingarnir þurfa að vera tilbúnir að viðhalda og byggja upp öflugt skólasamfélag. Laus er til umsóknar 100% staða leikskólakennara. Hnoðraból er í nýju húsnæði við grunnskólann að Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal. Leikskólinn er tveggja deilda og þar dvelja að jafnaði um 30 börn og störfum við eftir hugmyndafræðinni Leiðtoginn í mér. Við skólann starfar samstillt og metnaðarfullt starfsfólk sem leggur áherslu á að mæta fjölbreytileika barnahópsins með virðingu og stuðla að vellíðan barna og góðum skólabrag. LEIKSKÓLAKENNARAR ÓSKAST TIL STARFA Á HNOÐRABÓL Helstu verkefni og ábyrgð • Leikskólakennari vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara og stefnu sveitarfélagsins Menntun og hæfniskröfur • Leikskólakennaramenntun • Góð færni í mannlegum samskiptum • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð • Skipulagshæfni, frumkvæði og metnaður • Góð íslenskukunnátta • Reynsla af menntun og uppeldi leikskólabarna Hafnarhúsið í Ólafsvík. Endurbætur framundan á hafnarhúsinu í Ólafsvík Rusla Bingó með umhverfisboðskap

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.