Skessuhorn - 27.04.2022, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 2022 21
Greining á áhættu
og áfallaþoli
Nánari upplýsingar og skráning á idan.is
www.idan.is
5. maí
Þetta námskeið er fyrir starfsmenn sveitarfélaga, ríkisstofnana og ráðuneyta sem koma að
greiningu á áhættu og áfallaþoli. Tilgangur þess er að kenna þátttakendum hvernig
staðið skuli að slíkum greiningum. Á námskeiðinu er farið yfir skyldur, ábyrgð og hlutverk
aðila og hugtök sem tengjast framkvæmd greiningarinnar. Farið er í gegnum
aðferðafræði við greiningu skref fyrir skref ásamt framsetningu, framkvæmd og eftirfylgni.
Einnig er fjallað um söfnun upplýsinga og skil á þeim til almannavarna.
Kennarar:
Staður:
Tími:
Verð:
Sérfræðingar í áhættugreininguma.
Símenntunarmiðstöðin Vesturlandi, Borgarbraut 8, Borgarnesi.
Fimmtudagur 5. maí kl. 9.00 – 16.00.
45.000 kr.
1. maí 2022 í Borgarnesi
Hátíðar- og baráttufundur verður í Hjálmakletti og
hefst kl. 11.00
Dagskrá:
Hátíðin sett
Söngur: Signý María Völundardóttir
Nemendur úr Tónlistarskóla Borgarfjarðar
Ávarp dagsins
Söngfjölskyldan úr Kveldúlfsgötunni, Theodóra, Olgeir Helgi og
Sigríður Ásta
Internasjónalinn
Félögin bjóða samkomugestum í súpu og brauð að
fundi loknum. Foreldrar og nemendur 9. bekkjar GB sjá um
veitingarnar.
Kvikmyndasýning fyrir börn verður í Óðali kl. 13:30, boðið verður upp
á popp og ávaxtasafa. Athugið aðeins þessi eina sýning
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
2
nýja Garðasel í Skógarhverfinu.
Sá skóli verði þá í næsta nágrenni
við leikskólann og tæki við yngstu
börnunum. Annars er of snemmt
að fabúlera um þetta núna, ekki er
tímabært að ráðast í byggingu nýs
grunnskóla fyrr en íbúafjöldinn fer
í tíu þúsund. Nú er í undirbúningi
gríðarstór framkvæmd við elsta
hluta skólabyggingar Grunda-
skóla sem bæði stækkar og gjör-
breytir skólanum. Einnig er verið
að vinna að breytingum innanhúss
í Brekkubæjarskóla. Okkar áhersla
er að vinna þessar breytingar eins
vel og kostur er þannig að vel fari
um bæði börn og starfsfólk.“
Höfnin batni að gæðum
Valgarður segir að atvinnumál
hafi verið fyrirferðarmikil á líð-
andi kjörtímabili. Hann nefnir að
bæjarráð sé í raun sú fastanefnd
sem fari með fjárveitingavaldið
og því hafi hann talsvert fjallað
um þann málaflokk á kjörtímabil-
inu. „Við höfum verið að einbeita
okkur að markaðssetningu og upp-
byggingu grænna iðngarða uppi í
Flóa en þeirri framkvæmd fylgir
aukin gatnagerð og veitufram-
kvæmdir á þessu ári. Grænir iðn-
garðar hafa fengið mikla athygli og
margir hafa sýnt svæðinu áhuga.
Það eru ekki mörg fyrirtæki kom-
in en áhuginn er vissulega til stað-
ar. Ég spái því að atvinnusvæðið
byggist hratt upp á næstu árum og
þar verði til fjölmörg ný störf. Þá
hefur Breið nýsköpunarsetur vax-
ið hratt á liðnum tveimur árum
og aðstaða til þróunarstarfs batn-
að. Það byggir svo undir það sem
kallað hefur verið störf án stað-
setningar.
Framundan hjá okkur er síð-
an að stækka og bæta aðstöðuna í
Akraneshöfn. Sú framkvæmd hef-
ur verið á teikniborðinu hjá Faxa-
flóahöfnum lengi og við bæjarfull-
trúar höfum verið vakandi yfir því
að tryggja að hún verði að raun-
veruleika. Þar eiga ákveðnar fram-
kvæmdir að hefjast á næsta ári sem
miðast að því að minnka óróa í
höfninni, viðlegukanturinn verð-
ur sömuleiðis lengdur og auk-
in uppfylling samhliða því. Okk-
ar markmið er að höfnin verði aft-
ur sú lífæð sem hún var og á að
vera í atvinnulífi bæjarins. Mik-
ilvægi hafnarinnar kom vel í ljós
á nýliðinni loðnuvertíð auk þess
sem hún skiptir miklu máli fyrir
margt sem hér er til staðar í dag,
eins og hátækniiðnað Skagans 3X.
Akraneshöfn er stór en hana þarf
að bæta og við sjáum fyrir okkur
að þar liggi tækifæri. Ýmsar hug-
myndir hafa verið nefndar og má
þar nefna krabbaveiðar og -vinnslu
og laxaslátrun, en til að geta átt
möguleika á því að komast lengra
með slíkar hugmyndir þarf höfnin
að vera fyrsta flokks.“
Leggja áherslu á gæði
Þá segir Valgarður að í stefnu síns
flokks sé sett efst á blað að bæta
heilsu og almenna velferð íbúa.
„Það er allra hagur að fólk hafi
möguleika á að lifa heilbrigðu
lífi og til dæmis að stunda úti-
vist á fjölbreyttan máta við bestu
aðstæður. Við höfum öfluga heil-
brigðisstofnun sem er gríðarlega
mikilvægur þáttur í vaxandi bæj-
arfélagi. Þá höfum við verið að
byggja upp það sem má kalla lífs-
gæðakjarna fyrir eldri borgara með
nýrri félagsaðstöðu á Dalbraut.
Auk þjónustunnar á Dalbraut 4
eru nú í byggingu leiguíbúðir fyrir
aldraða á Dalbraut 6. Þá er í gangi
hönnun og bráðum bygging sam-
félagsmiðstöðvar á Dalbraut 8 og
10 þar sem m.a. ný Fjöliðja verður
til húsa ásamt starfsemi HVER og
Þorpsins. Við leggjum þar mikla
áherslu á vandað hönnunarferli í
samstarfi við fagfólk líkt og þegar
við vorum að leggja drög að nýj-
um leikskóla sem nú er í byggingu
í Skógahverfinu. Nýtt Garðasel er
virkilega metnaðarfull leikskóla-
bygging þar sem áhersla er lögð
á að börnin og starfsfólkið fái það
besta sem í boði er. Það er með-
vituð ákvörðun að þannig eigi það
að vera og við ætlum að sýna sama
metnað í þeirri uppbyggingu sem
framundan er. Hið sama má segja
um uppbyggingu íþróttamann-
virkja, en þar höfum við stað-
ið okkur vel á kjörtímabilinu með
byggingu fimleikahúss, lagfæring-
um á íþróttahúsinu við Vesturgötu
og byggingu reiðhallar í Æðar-
odda. Svo er stóra framkvæmd-
in hafin, sem er uppbygging á
nýju íþróttahúsi við Jaðarsbakka
en þar ætlum við okkur að sýna
sama metnaðinn og byggja upp
aðstöðu á pari við það allra besta
á landinu.“
Húsnæði fyrir alla
„Á þessu kjörtímabili höfum við í
Samfylkingunni lagt áherslu á fjöl-
breytt húsnæðisúrræði. Við þurf-
um vissulega úrræði sem henta öll-
um, óháð efni og aðstæðum hvers
og eins. Við höfum farið í samstarf
við Bjarg, Þroskahjálp, Leigufélag
aldraðra og íbúðum á vegum Brynju
hefur verið að fjölga. Sveitarfélög
eiga að reyna að tryggja að óhagn-
aðardrifið íbúðarhúsnæði verði
byggt upp samhliða byggingum á
almenna markaðinum. Það vilja ekki
og geta ekki allir fjárfest í steypu, en
allir verða að eiga þak yfir höfuðið.
Við eigum að hafa val um að leigja
eða kaupa okkur íveruhús. Þegar
við skipuleggjum ný hverfi verðum
við því að gefa möguleika á bland-
aðri byggð með þeim búsetukost-
um sem í boði eru. Rétt samsetning
nýrra hverfa er því mikilvæg, hverfi
þar sem horft er til lýðheilsu, göngu
og hjólandi umferðar. Ekki síst
þurfum við að vernda grænu svæð-
in þannig að hverfin verði ekki öll
grá og einsleit, gróðursetja tré og
runna og skapa þannig fall ega ásýnd
og góð rými utanhúss. Fjölbreytni
er þannig ekki einungis góð heldur
einnig nauðsynleg.“
Eflum lýðræðisvitund
Aðspurður segir Valgarður að það
sé markmið Samfylkingarinnar að
komast aftur í meirihluta í bæj-
arstjórn og að fá sterka útkomu
úr kosningunum. „Ég get vel
sagt að það sé markmið okkar að
bæta helst við einum bæjarfull-
trúa þannig að við verðum fjög-
ur. Allavega förum við bjartsýn í
kosningabaráttuna og teljum okk-
ur vera að kynna góðan málstað.
Stjórnmál snúast vissulega um allt
sem snýr að venjulegu fólki; lýð-
ræði, réttindi, velferð og lífsgæði.
Því er mikilvægt að fólk taki þátt
í stjórnmálum með því að mæta á
kjörstað. Það er ágætt að rifja það
upp að enn er til fólk sem upp-
lifði það að barist var fyrir sjálf-
stæði þjóðarinnar og þegar það
loks fékkst klæddi fólk sig í spari-
fötin og mætti stolt á kjörstað. Við
þurfum kannski að hvetja ungt fólk
til að taka virkari þátt í samfélags-
umræðunni og mynda sér sjálf-
stæða skoðun á því hvernig það
telji að sanngjarnt samfélag eigi að
vera. Það má aldrei verða þannig
að stjórnmál séu eitthvað sem fólk
forðast að fylgjast með og taka þátt
með umræðu. Því hvet ég alla til
að mæta á kjörstað 14. maí,“ seg-
ir Valgarður Lyngdal Jónsson að
endingu. mm
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is