Skessuhorn


Skessuhorn - 25.05.2022, Page 17

Skessuhorn - 25.05.2022, Page 17
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2022 17 Knattspyrnufélag ÍA leitar að verkefnastjóra á skrifstofu félagsins með brennandi áhuga á fótbolta. Starfið er fjölbreytt og lítur að öllum þáttum starfsemi Knattspyrnufélags ÍA. Starfsmaður þarf að geta unnið sjálfstætt sem og í samstarfi við starfsmenn félagsins, leikmenn, iðkendur, foreldra, félagsmenn og stjórn. Umsækjendur þurfa að geta unnið sveigjanlegan vinnutíma vegna leikja og mó- tahalds, brenna fyrir sportið og tilbúnir að starfa í fjölbreyttu umhverfi fótboltans. Nauðsynlegt er að hafa búsetu á Akranesi. Helstu verkefni og ábyrgð: • Halda utan um skráning og innheimtu æfinga- og félagsgjalda KFÍA • Umgjörð og framkvæmd heimaleikja meistaraflokka • Tryggja aðföng • Vefsala • Starfa með nefndum/ráðum • Norðurálsmótið • Viðburðir • Samfélagsmiðlar og markaðsmál • Ýmis dagleg umsýsla Menntunar og hæfniskröfur: • Góð tölvukunnátta • Frumkvæði • Áhugi á fótbolta Starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst. Frekari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri (geir@ia.is). Umsóknir ásamt ferilskrá berist eigi síðar en 27. maí í gegnum ráðningakerfi á www.alfred.is. SK ES SU H O R N 2 02 2 Verkefnastjóri á skrifstofu inni á fishmas.com og fishmas. fr en við erum með mismunandi uppskriftir fyrir breska mark­ hópinn og franska markhópinn. Í Bretlandi er meira djúpsteikt en í Frakklandi er meira pönnusteikt, smjör og hvítvínssósur en það er mjög gaman að prófa sig áfram með þetta. Við höfum verið sér­ staklega ánægð með herferðina í Bretlandi. Frakkland var aðeins erfiðara út af tungumálinu en þetta er svona lokahnykkur í þessari herferð að fá þetta fólk til Íslands og sýna því hvað ligg­ ur að baki íslenska fiskinum. Við finnum hvað kynningarsamstarf er dýrmætt. Þegar maður er að vinna svona úti á markaðnum koma upp hlutir sem flækjast fyr­ ir eins og t.d. tungumálið. Það er í rauninni lykillinn að því að kynna fiskinn okkar að komast í samstarf við aðila erlendis sem vilja vinna með okkur. Við vorum til dæm­ is að vinna með Waitrose, súper­ markaði í Bretlandi sem býður upp á ferskan og frosinn fisk. Við fengum svo áhrifavalda sem eru með sýningareldhús í London til að vera með viðburð þar inni en þá var kokkur frá þeim sem var að elda ,,Fish and chips“ uppskriftina úr Fishmas. Við buðum áhrifa­ völdum að koma og þau deildu efni inn á sína miðla. Þetta er svona dæmi um hvernig er hægt að vinna með aðilum úti á mark­ aðinum.“ Ísland á mörgum ,,bucket-listum“ Blaðamaður náði tali af nokkrum úr hópnum sem öllum fannst upplifunin stórkostleg og voru hæstánægð með það sem Snæfellsnesið hafði uppá að bjóða. Einnig heyrðist að enginn í hópn­ um hafði á ævinni borðað jafnmik­ inn fisk. Laura Martin, blaðamað­ ur frá Bretlandi, sagði að upphaf­ lega þegar hún sá fyrir sér Ísland hafi náttúran og íslenska lamba­ kjötið verið það sem hún hugs­ aði til en ekki endilega fiskurinn. Henni fannst mjög fræðandi að læra um fiskiðnaðinn og stóð lax­ inn hvað mest upp úr en hún seg­ ir ekki mikið vera af bleikum fisk í Bretlandi. Laura hafði heyrt um háan standard Íslendinga á mat sem húnn fékk sannreynt. Einnig sagði hún Héðinn á veitinga­ staðnum Bjargarsteini í Grundar­ firði hafi staðið upp úr í ferðinni þar sem vel var útskýrt hvaðan allur maturinn kæmi, með mik­ illi kímni sem virðist hafa fallið vel í kramið hjá hópnum. Fisk­ urinn sem borðaður hefur verið í ferðinni er ferskari en hópurinn hafði nokkurn tímann upplifað og greinilegt að Íslandsstofu hef­ ur vel tekist til með herferðinni. Fannst flestum upplifunin hing­ að til vera mögnuð, matur­ inn tilkomumikill og alltaf góð­ ur. Náttúran hefur einnig heill­ að og ferska loftið sem finnst ekki í stórborgum Evrópu. Laura tel­ ur Ísland vera á mörgum listum breskra ferðamanna yfir lönd sem þykja spennandi til heimsókn­ ar. Eina gallann telur hún vera að Ísland er fremur dýr áfangastaður en ætlar hún í umfjöllun sinni að hvetja fólk til að heimsækja Ísland og borða íslenska fiskinn. Það er greinilegt að vel hefur tekist til hjá Íslandsstofu að kynna okkar mikilvægustu auðlind sem fiskurinn er en Björgvin var mjög ánægður með upplifun hópsins og gengur sáttur frá vel heppnuðu verkefni. sþ Viktor Örn kokkur smakkar afrakstur dagsins með gestunum. Hópurinn borðaði sex rétta fiskmáltíð á Sjávarpakkhúsinu í Stykkishólmi. Áhrifavaldar ánægðir með daginn. Ungir Hólmarar veiddu á stöng og sýndu gestunum aflann. Garða- og Saurbæjarprestakall Sunnudagur 29. maí AKRANESKIRKJA Kvöldguðsþjónusta kl. 20 Velkomin til kirkju!

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.