Skessuhorn


Skessuhorn - 25.05.2022, Síða 19

Skessuhorn - 25.05.2022, Síða 19
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2022 19 Kæru viðskiptavinir og velunnarar Búkollu! Vegna ófullnægjandi húsnæðisaðstæðna verðum við að loka Búkollu um óákveðin tíma. Fatagámar verða staðsettir við Fjöliðjuna að Smiðjuvöllum 9 Nytjagámar verða áfram staðsettir á gámasvæði Terra Hlökkum svo sannarlega til að geta opnað aftur á nýjum stað í nýju húsnæði, sem verður vonandi fyrr en síðar. Með bestu kveðjum frá starfsfólki Búkollu sem var vígð árið 1957. Sú hönnun var hins vegar ekki notuð en kirkj­ an þess í stað byggð eftir teikn­ ingu Sigurðar Guðmundssonar og Eiríks Einarssonar. Margrét segir mikla fegurð í því að fá að búa við kirkjuna og á staðn­ um þar sem Hallgrímur Pétursson samdi passíusálmana. „Í Skálholti vorum við líka á sögustað og með kirkjuna á hlaðinu. Við bjuggum þar fyrst 1992 til 1999 eða í sjö ár og svo aftur í sjö ár árin 2011 til 2018. Það er merkilegt að búa á svona stöðum; finna hvernig fólk upplif­ ir þá. Hér er þetta eins og minni útgáfa af Skálholti. Fólk sem ekki hefur komið áður er alveg dolfallið yfir því hversu fögur og kraftmik­ il kirkjan er, það finnur þessa orku. Kristján sér um kirkjuna hér alveg eins og þar og er með morgun­ og kvöldbænir alla daga.“ Kristján segir talsvert um gestakomur og að hann hafi ánægju af þeim. „Ég hef sagt að ég sé með fjórtán ára reynslu í að opna og loka kirkjum,“ segir hann hlæjandi. Í gær komu t.d. hingað þrír hópar; þetta hefur aukist mikið núna með vorinu.“ Alþjóðlegur tengslapottur Margrét staðfestir að oft beri gesti að garði. Hún segir skemmtilegt að ferðaþjónustuaðilar á nærsvæð­ inu hafi byggt upp tengsl sín á milli og séu til staðar hver fyrir annan. „Í vetur urðu hópar stundum veður­ tepptir á Hótel Glymi sem er rétt hjá Saurbæ. Margrét Rósa eigandi Glyms hringdi þá til að athuga hvort það væri hægt að gera eitt­ hvað fyrir fólkið.“ Kristján bætir við að þeim finnist það ljúf skylda að taka á móti gestum í kirkjuna. „Við kunnum því vel að vera inn­ an um margt fólk enda er ég úr tíu systkina hópi og Margrét er ein níu systkina. Maður verður ekki mjög einrænn í slíku uppeldi. Hlaðvarp­ inn hér er nokkurs konar alþjóð­ legur tengslapottur, hingað koma ferðamenn svo víða að.“ Að sýna hið rétta land Margrét segir að það hafi verið góð reynsla að búa lengi í Þýskalandi. „Það er ekki bara að maður hafi lært þýskuna, heldur líka að mann langar að stuðla að því að ferða­ menn upplifi persónulegar mót­ tökur í heimsókn sinni til Íslands. Ég vann við leiðsögn þýskra ferða­ manna um nokkurra ára skeið, tók nokkra hópa í sumarleyfinu mínu og fannst ævintýri að fá laun fyr­ ir að fara á alla þessa fallegu staði. Það var gaman að upplifa hversu vel erlendu ferðamennirnir kunnu að meta að leiðsögumaðurinn væri frá landinu sjálfu. Hann gæti því sagt þeim hvernig það væri að alast hér upp og búa. Við Íslendingar erum dálítið góð í því að vera frekar alþjóðleg en þjóðleg og það er t.d. fátt íslenskt við marga þá veitinga­ staði sem ferðamenn sækja hér á landi. Það er eins og við skiljum ekki í hverju verðmætin felast og stöndum ekki alveg með menningu okkar og landi.“ Kirkjutónlistin áhugaverðust Það er augjóst af menntun og starfsferli Kristjáns að hann valdi frá upphafi þá leið að þjóna kirkj­ unni. En Margrét lærði söng og tónmenntakennslu og er því spurð hvers vegna starfsferill henn­ ar hafi svo mikið tengst kirkjulegu starfi. Þá hverfur hugurinn norður í Mývatnssveit. „Afi var organisti, mamma söng í kirkjukórnum og það sungu bókstaflega allir. Fyrstu árin mín bjggum við í sama húsi og afi og amma og það var ekki kom­ ið sjónvarp. Afi settist við orgelið að kvöldi dags og kallaði á fleiri til að syngja með. Fjárlögin svoköll­ uðu (stundum kölluð rollubók­ in) kunni ég næstum utan að sem unglingur. Ég beið óþreyjufull eft­ ir að fá að syngja í kirkjukórnum og fékk það þegar ég varð þrettán ára. Við vorum systkinabörn og alin upp í þessu húsi Jón Stefánsson síð­ ar organisti og ég. Svo þegar ætt­ in kom til Reykjavíkur í nám fóru allir í kór Langholtskirkju og Þing­ eyingakórinn. Við Kristján kynnt­ umst einmitt gegnum kórastarfið, verandi bæði úr Þingeyjarsýslunni. Mér hefur alltaf þótt kirkjutónlistin áhugaverðust – óperur heilluðu mig ekki að sama skapi,“ segir Margrét. Hún verður sjötug í nóvember og blaðamaður spyr hvenær hún hætti að vinna. „Aldrei,“ segir Kristján og hlær. Margrét viðurkennir að næg verkefni séu fyrir hendi. „Sálma­ bókin er að koma og nýtt verkefni í tengslum við það er í vinnslu eft­ ir norskri fyrirmynd; þ.e. að flytja alla sálmana í hægvarpi. Við erum með um 820 sálmalög og langar til að taka þau upp með þessum hætti í samvinnu við sjónvarpið. Við þetta eignumst við annars vegar mynd­ band með hverjum sálmi og svo er markmiðið að hver einasti söfnuður landsins taki þátt sem er mjög dýr­ mætt. Þetta þarf að skipuleggja og myndi koma til framkvæmda næsta vor. Svo ég vinn fram yfir sauðburð vorið 2023!“ Samfélagið Hvalfjarðarströndin er hluti sveitarfélagsins Hvalfjarðarsveit­ ar. Hjónin í Saurbæ bera nágrönn­ um sínum og samstarfsfólki afar vel söguna og segja að þarna sé yndislegt samfélag. Sjálf leggja þau sitt af mörkum með ýmsum hætti. Kristján með nefndarsetum, umsjón kirkjunnar, móttöku gesta og bænastundum. Margrét með því að koma að skipulagi sumartón­ leikaraðar í kirkjunni ásamt þriggja manna tónleikanefnd. Tónleika­ röðin hefst 19. júní n.k. og alls bár­ ust ríflega fimmtíu umsóknir um þá átta tónleika sem boðið verður upp á á sunnudögum fram til 7. ágúst. Sumartónleikarnir fjármögnuðu nýverið gott hljóðkerfi sem auð­ veldar mjög flutning talaðs máls. Jósep Gíslason ættaður frá Drag­ hálsi fékk hljómburðarsérfræðing til að koma og það var reyndar sá sami og setti upp slíkt kerfi í Skál­ holti. Guðríður gleymist ekki „Kirkjan hentar vel til tónlistar­ flutnings, hún er rúmgóð, tek­ ur nærri 200 manns í sæti og þar er mjög góður hljómburður,“ seg­ ir Margrét. „Sem dæmi um það þá komu hingað í vetur tvær stúlk­ ur með klassískar harmonikkur til að taka upp hljómplötu. Svo er búið að taka upp saxófónleik, fiðlur og fleira og um næstu helgi kem­ ur karlakór í upptöku. Svo langar okkur tónleikanefndina og fleiri að byggja upp kjallarann undir kirkj­ unni. Þar er full lofthæð, ljós og hiti. Þar væri hægt að hafa sýn­ ingarsal, kaffisal fyrir athafnir, ráð­ stefnur og fleira.“ Kristján tekur undir þetta og telur kirkjuna henta mjög vel til tónlistarflutnings. „Svo verður örugglega eitthvað gert árið 2024 í tilefni af 350 ára dánaraf­ mæli Hallgríms Péturssonar. Við ætlum að minnast hans og líklega skipta um stein á gröf hans. Það er ekki vitað hvar Guðríður kona hans liggur en steinninn verður til minningar um þau bæði og börn þeirra. Gamli steinninn verður þá líklega settur inn í kirkjuna til varð­ veislu.“ Geisli listamannsins – barnaheimili í Afríku Talið berst að altaristöflu Saur­ bæjarkirkju sem er svokölluð freska, gerð af finnska listamann­ inum Lennart Segerstråle (1892­ 1975). Þau nefna fjölskyldu Krist­ jáns Loftssonar til sögunnar í þessu sambandi, hann hafi persónulega gert mikið fyrir kirkjuna og for­ eldrar hans líka. „Það er ýmislegt sérstakt við tilkomu þessarar mynd­ ar,“ segir Kristján. „Segerstråle fékkst til verksins og lauk við það árið 1964. Loftur Bjarnason fjár­ magnaði það. Þegar kom svo að því að hann borgaði listamannin­ um tók Segerstråle þá ákvörðun að gefa öll laun sín til góðgerðarmála og þau fóru til munaðarleysingja­ heimilis í Afríku.“ Kristján nefnir líka að Segerstråle hafi í raun kom­ ið nafni sínu fyrir í altaristöflunni. Þar er geisli frá himnum og niður í pennastöng Hallgríms, nokkurs konar sigurgeisli – Segerstråle. Með seltu á vörum Þegar fer að líða að lokum sam­ talsins spyr blaðamaður hvort mögnuð saga staðarins hafi áhrif á þau. „Já, greinilega! Það er upp­ lifun bara að ganga héðan upp að Hallgrímssteini og til baka!,“ segir Margrét. Hvað samfélag­ ið varðar segja þau það mjög gott, þau hafi mætt miklum velvilja frá sóknarnefnd, Jóni Valgarðssyni formanni hennar, sóknarpresti og prestum prestakallsins svo og því fólki sem stendur að tón­ leikaröðinni. Einnig séu tengslin við það kirkjulega starf sem fer fram í Vatnaskógi mikilvæg. Síð­ ast en ekki síst nefna þau að ann­ ar tveggja uppkominna sona þeirra búi á Akranesi með konu sinni og þremur börnum og nálægðin við þau sé ómetanleg. Það er Kristján sem á lokaorðin: „Hér er gríðarlega góður stað­ ur fyrir mann eins og mig sem er fæddur með seltu á vörunum. Ég myndi helst ekki vilja fara héðan nema beint yfir í kirkjugarðinn.“gj Eftir jólamessu á Þingvöllum. Hópmynd af norrænni ráðstefnu Leitourgia samstarfs norrænna kirkna, í nóvem- ber sl. sem Margrét skipulagði fyrir hönd Íslands og var í Skálholti. LAUS STÖRF 433 5000 LBHI.IS ÞJÓNUSTUFULLTRÚI Í 50% STÖÐU HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ » Þjónusta við nemendur, starfsfólk og aðra hagaðila » Vöktun á síma og afgreiðslu erinda » Vöktun á tölvupóstfangi » Umsjón með pósti » Aðstoð við kennsluskrifstofu » Önnur tilfallandi verkefni HÆFNISKRÖFUR » Stúdentspróf - skrifstofunám » Góð almenn tölvukunnátta » Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum » Samstarfshæfni og lipurð í samskiptum » Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITA » Theodóra Ragnarsdóttir, rekstrar- og fjármálastjóri, theodora@lbhi.is » Guðmunda Smáradóttir, mannauðs- og gæðastjóri, gudmunda@lbhi.is Umsóknarfrestur er til og með 6. júní 2022 NÁMS- OG STARFSRÁÐGJAFI Í HLUTASTARF HELSTU VERKEFNI » Náms- og starfsráðgjöf til nemenda á öllum námsstigum » Ráðgjöf um nám, námstækni og lokaverkefni » Samstarf við kennara og stoðþjónustu skólans » Önnur tilfallandi verkefni HÆFNISKRÖFUR » Starfsréttindi í náms- og starfsráðgjöf » Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum » Samstarfshæfni og lipurð í samskiptum » Reynsla af náms- og starfsráðgjöf við menntastofnun æskileg NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITA » Guðmunda Smáradóttir, mannauðs- og gæðastjóri, gudmunda@lbhi.is » Álfheiður Marinósdóttir, kennslustjóri, alfheidur@lbhi.is Umsóknarfrestur er til og með 13. júní 2022 Landbúnaðarháskóli Íslands áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Launakjör eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.