Skessuhorn - 25.05.2022, Page 22
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 202222
ÍA leikur í fyrsta skipti í 2. deild
kvenna í knattspyrnu á Íslands
mótinu í sumar en þær höfðu ver
ið í næstefstu deild síðustu fimm
árin þar á undan. Í fyrra lentu þær
í tíunda og neðsta sæti Lengju
deildarinnar með 15 stig í átján
leikjum og féllu í 2. deild ásamt
Gróttu. Síðasta haust tók við
liðinu Magnea Guðlaugsdóttir.
Blaðamaður Skessuhorns heyrði í
Magneu til að forvitnast um sumar
ið sem er framundan en fyrsti leik
ur ÍA í deildinni í ár er gegn Fram
í kvöld.
Voru í áfalli inn
í veturinn
Nú tókst þú við liðinu í haust eftir
að það hafði fallið í 2. deild í fyrsta
skipti í sögu kvennaboltans á Akra
nesi. Hvernig var að taka við í þess
um aðstæðum og hafa orðið mikl
ar áherslubreytingar í þjálfuninni
með komu þinni? „Satt best að
segja voru stelpurnar í áfalli langt
inn í veturinn eftir drama tískt fall
í þessa deild síðasta haust og þurft
um við að leggja mikla áherslu á
andlega þáttinn strax í október.
En samt sem áður er hægt að
hugsa þetta áfall sem vendipunkt
í kvennaknattspyrnunni á Akra
nesi. Við ætlum að spyrna okkur vel
frá botninum og hugsa umgjörð,
æfingar, hugsun okkar, annarra
og jafnvel allra Skagamanna upp
á nýtt. Til að mynda eiga stelp
ur ekki að þurfa að berjast fyrir
góðri aðstöðu, virðingu innan fót
boltaheimsins, virðingu almennt,
athygli… stelpur á móti strákum
í þessum gjörðum! Þetta er úrelt
fyrir brigði og þarna langar okkur
til að breyta ýmsu. Við erum á réttri
leið en alltaf má gott bæta.“
Völdu frekar
að hjálpa liðinu
Þegar lið falla um deild verða oft
miklar mannabreytingar og leik
menn hverfa á braut. Urðu miklar
breytingar hjá ykkur og hvernig er
liðið uppbyggt? „Mannabreytingar
innan hópsins urðu einhverjar fyr
ir tímabilið þar sem þrjár stelpur
fóru í Bestu deildina, ein í Lengju
deildina, ein flutti til Danmerkur
og tvær komu ekki aftur eftir nám í
Ameríku. Lið úr efri deildum höfðu
samband við að minnsta kosti tvær
stelpur í viðbót sem þökkuðu pent
og völdu frekar að hjálpa liðinu
sínu upp úr þessari deild og erum
við þakklátar þeirri ákvörðun.
Hópurinn okkar er skipaður ung
um og efnilegum stelpum í bland
við eldri og reyndari leikmenn. All
ir þessir leikmenn eiga framtíðina
fyrir sér og verður mjög spennandi
að fylgjast með framvindu mála hjá
öllum okkar leikmönnum á kom
andi árum. Æfingahópurinn okk
ar er töluvert stór en við erum með
3. flokk, 2. flokk og meistaraflokk
saman á æfingum. Einnig eru tvær
á 4. flokks aldri með okkur og þótt
þær séu smáar þá er óhætt að segja
að þær séu knáar því þarna eru
gríðarleg efni á ferð.“
Magnea segir að undirbúnings
tímabilið hjá liðinu hafi gengið vel
en sú ákvörðun hefði verið tek
in í haust að leggja upp með erfitt
og krefjandi undirbúningstímabil.
„Þetta er hugsanlega það erfið
asta á þeirra fótboltaferli og höfum
við séð mikinn mun á stelpunum.
Við enduðum til að mynda vetrar
mótið á titli en 19. maí síðastliðinn
unnum við Völsung í úrslitaleik
C deildar Lengjubikarsins. Þá
erum við komnar í 16liða úrslit í
Mjólkurbikar KSÍ og getum ekki
beðið eftir að Íslandsmótið okkar
byrji. Við fórum með stelpurnar í
æfingaferð til Spánar í mars og hef
ur það hjálpað okkur mikið í upp
byggingunni. Svona ferð er fyrst og
fremst hópefli og svo eru æfingarn
ar og flotta aðstaðan bónus en
ferðin heppnaðist svakalega vel.“
Við elskum fótbolta
Önnur deildin í sumar er að mestu
skipuð liðum á höfuðborgarsvæð
inu en þó eru leikir hjá ykkur á
móti Einherja, Sindra og Völs
ungi. Hvernig líst þér á deildina
og er ekki markmið liðsins að
komast aftur upp í 1. deild í sum
ar? „2. deildin er mjög sérstök þar
sem við spilum einfalda umferð +
úrslitakeppni hjá sex efstu og svo
sex neðstu liðunum. Ferðalög
in utan höfuðborgarinnar eru bara
skemmtileg þar sem við förum
á Vopnafjörð og Húsavík. Þarna
gefst stelpunum tækifæri til að sjá
og njóta okkar fall ega lands. Mark
mið okkar er sýnilegt öllum og væri
rangt að krefjast einhvers annars en
að fara beint upp í Lengjudeildina
með þennan skemmtilega hóp. Við
munum gera allt sem í okkar valdi
stendur til að svo verði. Blóð, sviti
og tár, já og bara allra þeirra til
finninga sem tilheyra fótboltanum
erum við að fara að njóta. Við elsk
um fótbolta og allt sem hann hefur
upp á að bjóða.“
Eitthvað að lokum? „Stelpurn
ar ætla sér stóra hluti í sumar og
hafa lagt mikið á sig í allan vetur.
Þær vonast til að bæjarbúar flykk
ist á völlinn og sýni þeim stuðn
ing í verki! „Jákvæðni – Hjálpsemi
– Samvinna“ eru okkar kjörorð og
munum við leggja okkur 100%
fram við það að skemmta áhorf
endum með leik okkar og leikgleði.
Við erum í þessu saman! Áfram ÍA
– Áfram Akranes!“ vaks Skömmu síðar var allt í kremju.
Ætlum okkur stóra hluti í sumar
segir Magnea Guðlaugsdóttir þjálfari kvennaliðs ÍA
Aldís Ylfa Heimisdóttir aðstoðarþjálfari ÍA og Magnea. Ljósm. vaks
Stelpurnar tóku létta pósu fyrir ljósmyndarann.