Skessuhorn


Skessuhorn - 25.05.2022, Page 22

Skessuhorn - 25.05.2022, Page 22
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 202222 ÍA leikur í fyrsta skipti í 2. deild kvenna í knattspyrnu á Íslands­ mótinu í sumar en þær höfðu ver­ ið í næstefstu deild síðustu fimm árin þar á undan. Í fyrra lentu þær í tíunda og neðsta sæti Lengju­ deildarinnar með 15 stig í átján leikjum og féllu í 2. deild ásamt Gróttu. Síðasta haust tók við liðinu Magnea Guðlaugsdóttir. Blaðamaður Skessuhorns heyrði í Magneu til að forvitnast um sumar­ ið sem er framundan en fyrsti leik­ ur ÍA í deildinni í ár er gegn Fram í kvöld. Voru í áfalli inn í veturinn Nú tókst þú við liðinu í haust eftir að það hafði fallið í 2. deild í fyrsta skipti í sögu kvennaboltans á Akra­ nesi. Hvernig var að taka við í þess­ um aðstæðum og hafa orðið mikl­ ar áherslubreytingar í þjálfuninni með komu þinni? „Satt best að segja voru stelpurnar í áfalli langt inn í veturinn eftir drama tískt fall í þessa deild síðasta haust og þurft­ um við að leggja mikla áherslu á andlega þáttinn strax í október. En samt sem áður er hægt að hugsa þetta áfall sem vendipunkt í kvennaknattspyrnunni á Akra­ nesi. Við ætlum að spyrna okkur vel frá botninum og hugsa umgjörð, æfingar, hugsun okkar, annarra og jafnvel allra Skagamanna upp á nýtt. Til að mynda eiga stelp­ ur ekki að þurfa að berjast fyrir góðri aðstöðu, virðingu innan fót­ boltaheimsins, virðingu almennt, athygli… stelpur á móti strákum í þessum gjörðum! Þetta er úrelt fyrir brigði og þarna langar okkur til að breyta ýmsu. Við erum á réttri leið en alltaf má gott bæta.“ Völdu frekar að hjálpa liðinu Þegar lið falla um deild verða oft miklar mannabreytingar og leik­ menn hverfa á braut. Urðu miklar breytingar hjá ykkur og hvernig er liðið uppbyggt? „Mannabreytingar innan hópsins urðu einhverjar fyr­ ir tímabilið þar sem þrjár stelpur fóru í Bestu deildina, ein í Lengju­ deildina, ein flutti til Danmerkur og tvær komu ekki aftur eftir nám í Ameríku. Lið úr efri deildum höfðu samband við að minnsta kosti tvær stelpur í viðbót sem þökkuðu pent og völdu frekar að hjálpa liðinu sínu upp úr þessari deild og erum við þakklátar þeirri ákvörðun. Hópurinn okkar er skipaður ung­ um og efnilegum stelpum í bland við eldri og reyndari leikmenn. All­ ir þessir leikmenn eiga framtíðina fyrir sér og verður mjög spennandi að fylgjast með framvindu mála hjá öllum okkar leikmönnum á kom­ andi árum. Æfingahópurinn okk­ ar er töluvert stór en við erum með 3. flokk, 2. flokk og meistaraflokk saman á æfingum. Einnig eru tvær á 4. flokks aldri með okkur og þótt þær séu smáar þá er óhætt að segja að þær séu knáar því þarna eru gríðarleg efni á ferð.“ Magnea segir að undirbúnings­ tímabilið hjá liðinu hafi gengið vel en sú ákvörðun hefði verið tek­ in í haust að leggja upp með erfitt og krefjandi undirbúningstímabil. „Þetta er hugsanlega það erfið­ asta á þeirra fótboltaferli og höfum við séð mikinn mun á stelpunum. Við enduðum til að mynda vetrar­ mótið á titli en 19. maí síðastliðinn unnum við Völsung í úrslitaleik C deildar Lengjubikarsins. Þá erum við komnar í 16­liða úrslit í Mjólkurbikar KSÍ og getum ekki beðið eftir að Íslandsmótið okkar byrji. Við fórum með stelpurnar í æfingaferð til Spánar í mars og hef­ ur það hjálpað okkur mikið í upp­ byggingunni. Svona ferð er fyrst og fremst hópefli og svo eru æfingarn­ ar og flotta aðstaðan bónus en ferðin heppnaðist svakalega vel.“ Við elskum fótbolta Önnur deildin í sumar er að mestu skipuð liðum á höfuðborgarsvæð­ inu en þó eru leikir hjá ykkur á móti Einherja, Sindra og Völs­ ungi. Hvernig líst þér á deildina og er ekki markmið liðsins að komast aftur upp í 1. deild í sum­ ar? „2. deildin er mjög sérstök þar sem við spilum einfalda umferð + úrslitakeppni hjá sex efstu­ og svo sex neðstu liðunum. Ferðalög­ in utan höfuðborgarinnar eru bara skemmtileg þar sem við förum á Vopnafjörð og Húsavík. Þarna gefst stelpunum tækifæri til að sjá og njóta okkar fall ega lands. Mark­ mið okkar er sýnilegt öllum og væri rangt að krefjast einhvers annars en að fara beint upp í Lengjudeildina með þennan skemmtilega hóp. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að svo verði. Blóð, sviti og tár, já og bara allra þeirra til­ finninga sem tilheyra fótboltanum erum við að fara að njóta. Við elsk­ um fótbolta og allt sem hann hefur upp á að bjóða.“ Eitthvað að lokum? „Stelpurn­ ar ætla sér stóra hluti í sumar og hafa lagt mikið á sig í allan vetur. Þær vonast til að bæjarbúar flykk­ ist á völlinn og sýni þeim stuðn­ ing í verki! „Jákvæðni – Hjálpsemi – Samvinna“ eru okkar kjörorð og munum við leggja okkur 100% fram við það að skemmta áhorf­ endum með leik okkar og leikgleði. Við erum í þessu saman! Áfram ÍA – Áfram Akranes!“ vaks Skömmu síðar var allt í kremju. Ætlum okkur stóra hluti í sumar segir Magnea Guðlaugsdóttir þjálfari kvennaliðs ÍA Aldís Ylfa Heimisdóttir aðstoðarþjálfari ÍA og Magnea. Ljósm. vaks Stelpurnar tóku létta pósu fyrir ljósmyndarann.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.