Skessuhorn - 25.05.2022, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2022 23
Dagur í lífi...
Nafn: Júníana Björg Óttarsdóttir
Fjölskylduhagir/búseta: Búsett
í Ólafsvík ásamt manninum mín
um Jóhanni Péturssyni og Brynjari
Óttari syni okkar.
Starfsheiti/fyrirtæki: Ráðgjafi í
barnavernd hjá Félags og skóla
þjónustu Snæfellinga.
Áhugamál: Fjölskyldan mín, golf,
samvera með góðum vinum og að
vera þátttakandi í bæjarmálunum.
Dagurinn: Þriðjudagurinn 17. maí
2022.
Klukkan hvað vaknaðirðu og
hvað var það fyrsta sem þú gerð-
ir? Vaknaði klukkan 7:20, fór í
sturtu og græjaði mig inn í daginn.
Hvað borðaðirðu í morgunmat?
Byrja ávallt á vatnsbrúsanum.
Hvenær fórstu til vinnu og
hvernig? Þar sem ég vinn á Hellis
sandi, keyrði ég þangað klukkan
8:20 með viðkomu í grunnskólan
um þar sem yngsti strákurinn minn
Brynjar Óttar er nemandi við 9.
bekk í Grunnskóla Snæfellsbæjar.
Fyrstu verk í vinnunni? Lesa yfir
tölvupóst og fá mér kaffibolla með
frábærum samstarfsfélögum mín
um í Ráðhúsinu, alveg heilagt.
Hvað varstu að gera klukkan 10?
Tala við Tryggva Leif bróður minn
í símann en hann er búsettur í Sví
þjóð og átti afmæli þennan dag.
Hvað gerðirðu í hádeginu?
Keyrði inn í Stykkishólm þar sem
við í Félags og skólaþjónustunni
vinnum þvert á nesið, kom við í
bakaríinu þar og keypti mér dýr
indis langloku.
Hvað varstu að gera klukkan
14? Á leið í Grundarfjörð í sömu
erindagjörðum og í Stykkishólmi.
Hvenær hætt og það síðasta sem
þú gerðir í vinnunni? Var búin að
vinna klukkan 15.30, tók til á skrif
borðinu mínu (þó það sjáist aldrei).
Hvað gerðirðu eftir vinnu?
Hengdi út þvott í góða veðrinu og
braut saman þvottafjallið sem hafði
beðið eftir mér eftir annasama daga
síðastliðnar vikur.
Hvað var í kvöldmat og hver eld-
aði? Mamma bauð mér og krökk
unum út að borða á Sker Restaur
ant hér í Ólafsvík, ákváðum að
fara út að borða í tilefni afmælis
Tryggva bróður míns þó hann væri
ekki með okkur.
Hvernig var kvöldið? Fór með
mömmu á ísrúnt, kom við í fjárhús
unum hjá eldri stráknum mínum,
Pétri Steinari, og knúsaði lömb
in mín en ég á eina kind enn þrátt
fyrir að hafa hætt rollubúskap fyr
ir þremur árum. Pabbi var með
kindur alla tíð og ólst ég upp við að
sinna þeim, fyrst á túninu heima og
veit fátt betra en að kíkja í fjárhúsin
og fá að taka til hendinni. Gengum
svo um kirkjugarðinn á Ingjaldshóli
í blíðunni, hlustuðum á fuglasöng
og hreinsuðum af leiðum ættingja.
Gott að hlaða batteríin með þessu
móti.
Hvenær fórstu að sofa? Fór upp í
rúm á miðnætti.
Hvað var það síðasta sem þú
gerðir áður en þú fórst að hátta?
Hringdi í manninn minn og kyssti
hann góða nótt á FaceTime en
hann vinnur í Bolungarvík hluta
mánaðar.
Hvað stendur upp úr eftir
daginn? Samvera með flestum af
mínum bestu.
Eitthvað að lokum? Get aldrei
sofnað fyrr en klukkan hefur náð
því að vera 00:20 þann 18. maí þar
sem elsta stelpan mín, Guðlaug
Íris fæddist þá árið 1997 og fagn
aði því 25 ára afmæli sínu 18. maí!
Lokaorð mín eru úr uppáhaldsljóð
inu mínu Lífsþor eftir Árna Grétar
Finnsson en hann var giftur Siggu
frænku minni og reyni ég að hafa
þau að leiðarljósi.
Það þarf meiri kjark til að segja satt
en ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins
boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun.
Ráðgjafa í Snæfellsbæ
Nýtt deiliskipulag fyrir miðbæ
Stykkishólms austan við Aðalgötu
hefur tekið gildi. Það er unnið
af GlámuKím arkitektum, sem
einnig unnu miðbæjardeiliskipulag
sem Stykkishólmsbær hreppti
skipulagsverðlaun fyrir árið
2008. Markmið deiliskipulags
ins er að skilgreina nýjar lóðir og
byggingarreiti sem styrkja gömlu
byggðina sem fyrir er og ein
staka bæjarmynd Stykkishólms.
Deiliskipulagsreiturinn afmark
ast af Aðalgötu og Víkurgötu til
vesturs, Austurgötu til norðurs og
lóðarmörk húsa við Skúlagötu til
austurs. Svæðið er um 1,7 ha að
stærð og er að mestu fullbyggt.
Meðal þess sem kveðið er
á um í deiliskipulaginu er að
styrkja gamla bæjarkjarnann með
verndun og uppbyggingu og að
nýbyggingar skuli taka fullt til
lit til gömlu byggðarinnar og falla
vel að henni. Um viðkvæmt svæði
sé að ræða og að meta skuli hverju
sinni hvort yfirbragð fyrirhugaðra
bygginga samræmist viðmiðum
um gamla byggð.
„Í Stykkishólmi hefur verið rík
hefð fyrir því að standa vörð um
byggingarlist og sögu húsa sem
hafa sögulegt gildi. Í aðalskipulagi
Stykkishólmsbæjar er m.a. lögð
sérstök áhersla á verndun og varð
veislu gamla bæjarins í Stykkis
hólmi, sem á rætur að rekja til
stefnumörkunar frá árinu 1978
með húsakönnun Harðar Ágústs
sonar. Á þeim grunni er í hinu
nýja skipulagi kveðið á um að
nýbyggingar á svæðinu skuli taka
fullt tillit til gömlu byggðarinn
ar og falla vel að henni sem og
að virða sögu svæðisins og form
fræði gömlu húsanna,“ segir Jakob
Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í
Stykkishólmi í samtali við Skessu
horn.
Með tilkomu nýja deiliskipulags
ins mun byggingarmagn á svæð
inu aukast með nýjum skilgreind
um byggingareitum og þannig má
gera ráð fyrir því að tilteknar lóð
ir í gamla bænum í Stykkishólmi
muni koma til með að vera aug
lýstar lausar til úthlutunar. Er þessi
fjölgun á byggingareitum á þegar
byggðu svæði í samræmi við stefnu
bæjarins um þéttingu byggð
ar sem unnið hefur verið að frá
árinu 2018. Um er að ræða fjóra
byggingareiti ætlaða íbúðahúsnæði
og einn fyrir verslun og þjónustu.
Auk þess heimilar deiliskipulag
ið bílskúra og viðbyggingar við
einstök hús á svæðinu.
gj
Síðastliðinn miðvikudag hófst fjár
öflunar og árvekniátak Krafts,
stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem
greinst hefur með krabbamein og
aðstandendur. Markmið átaksins
er að selja ný „Lífið er núna“ arm
bönd, fá fólk til að koma saman og
sýna samstöðu með því að perla
armbönd og sýna almenningi inn í
reynsluheim félagsmanna Krafts og
þeim áskorunum sem verða á vegi
þeirra.
Um 70 ungir einstaklingar grein
ast á ári hverju og hefur það bæði
áhrif á þau greindu sem og fjöl
skyldu og ástvini þeirra. Vit
undarvakningin er nú hafin og
stendur til 6. júní og ætlar Kraftur
að selja armbönd á tímabilinu sem
verða seld í takmörkuðu upplagi en
öll armböndin eru perluð af sjálf
boðaliðum.
„Hver perla hefur sína sögu er
yfirskrift átaksins í ár og vísar til
lífsreynslu okkar félagsmanna og
hvaða þýðingu „Lífið er núna“
armbandið hefur fyrir þau. Sem
fyrr verður slagorð Krafts „Lífið er
núna“ í hávegum haft og munum
við hvetja fólk til að „sýna Kraft í
verki“ með því að perla með okk
ur armbönd eða kaupa þau. En með
því að bera armbandið sýnir fólk
stuðning sem það jafnvel áttar sig
ekki alveg á en félagsmenn okkar
finna ætíð fyrir meðbyr og stuðn
ingi þegar þeir sjá aðra með arm
böndin,“ segir Hulda Hjálmars
dóttir, framkvæmdastjóri Krafts.
Armböndin eru komin í forsölu
í vefverslun Krafts á www.lifider
nuna.is og verða einnig í völd
um verslunum Krónunnar sem og
vefverslun Krónunnar eftir stóra
perluviðburðinn. Armböndin kosta
2.900 krónur og rennur allur ágóði
af þeim í starfsemi Krafts og í að
styðja þar með við bakið á ungu
fólki sem greinst hefur með krabba
mein og aðstandendum. mm
Frá Stykkishólmi. Ljósm. sþ.
Nýir byggingareitir í einstakri
bæjarmynd Stykkishólms
Síðastliðinn sunnudag var perlað af krafti í Hörpunni í Reykjavík. Samheldin
fjölskylda tók þátt. Ljósm. Tinna Grímars.
Perlað verður af krafti
næstu daga fyrir Kraft