Skessuhorn - 01.06.2022, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 20226
Skattar í
greiðsludreifingu
LANDIÐ: Ný sjálfs-
afgreiðsluþjónusta á Ísland.
is gerir notendum kleift að
gera greiðsluáætlun og dreifa
greiðslum opinberra gjalda á
þeim stað og tíma sem þeim
hentar. „Sem dæmi geta not-
endur sjálfir gert áætlanir um
greiðslu flestra gjalda, svo sem
skatta og önnur gjöld, und-
ir fjármálum á Ísland.is. Um
mánaðamótin verða niður-
stöður álagningar einstaklinga
2022, vegna tekna 2021, birt-
ar á þjónustuvef Skattsins þar
sem skattaálagningu síðasta
árs er sjálfkrafa dreift á sjö eða
þrjá gjalddaga. Vilji notend-
ur breyta þessari dreifingu,
er með einföldum hætti hægt
að nota nýju þjónustuna til að
gera greiðsluáætlun og lækka
mánaðarlegar greiðslur eftir
greiðslugetu,“ segir í tilkynn-
ingu frá fjármálaráðuneytinu.
Á vef Skattsins geta notend-
ur séð sundurliðun skulda og/
eða inneigna hjá ríkissjóði og
stofnunum sem og hreyfingar,
greiðsluseðla og kvittanir.
Nú um mánaðamótin bætast
greiðsluáætlanir við það yfirlit
og geta einstaklingar þá einnig
dreift skuldum sínum sjálfir
en stefnt er að því að fyrirtæki
geti gert slíkt hið sama síðar á
árinu. -mm
Flýta útskriftar-
skírteinum
LANDIÐ: Háskóli Íslands
hefur fallist á ósk heilbrigðis-
ráðuneytisins um að flýta
útgáfu brautskráningarskír-
teina þeirra nemenda í lækn-
is,- hjúkrunar- og lyfjafræði
sem útskrifast í vor. Þetta er
gert svo unnt sé að afgreiða
starfsleyfi þessara stétta sem
fyrst. Þetta flýtir því um tæpan
mánuð að hlutaðeigandi geti
ráðið sig til starfa með fullgild
réttindi á heilbrigðisstofnun-
um og er til þess fallið að bæta
mönnun á heilbrigðisstofn-
unum þegar sumar leyfi eru
að hefjast. Með þessari ráð-
stöfun er brugðist við ákalli
Landspítala og lyfjaversl-
ana sem þurfa að þjálfa nýút-
skrifaða heilbrigðisstarfsmenn
til nýrra starfa áður en aðrir
starfsmenn fari í sumarleyfi.
-mm
Lögráðamað-
ur dæmdur fyrir
fjárdrátt
VESTURLAND: Héraðs-
dómur Vesturlands hefur dæmt
skipaðan lögráðamann einstak-
lings til sex mánaða fangelsis-
vistar fyrir að hafa á fimm ára
tímabili ítrekað dregið sér fé
af reikningi skjólstæðings síns.
Dómurinn er skilorðsbundinn
til þriggja ára haldi viðkomandi
almennt skilorð skv. 57. grein
hegningarlaga. Þá er lögráða-
manninum gert að endurgreiða
rúmar þrjár milljónir króna
til skjólstæðings síns auk þess
að greiða vexti af upphæðinni,
verðbætur og þóknun til réttar-
gæslumanns brotaþola. Dæmt
er á forsendum þess að um fjár-
drátt hafi verið að ræða og brot
í opinberu starfi sem skipað-
ur lögráðamaður. Fram kem-
ur í dómnum að viðkomandi
hafi gengist við brotum sín-
um, en í 178 tilfellum millifærði
lögráðamaðurinn fjárhæðir af
reikningi skjólstæðings síns
inn á sinn eigin bankareikning.
-mm
Matjurtagarður
tilbúinn
BÚÐARDALUR: Nú er búið
að tæta matjurtagarðinn fyr-
ir áhugasama en þar geta íbú-
ar Dalabyggðar sett niður og
sinnt matjurtum í sumar. Gild-
ir reglan fyrstur kemur fyrstur
fær, segir á heimasíðu Dala, en
einstaklingar sjá sjálfir um að
taka frá reit í matjurtagarðin-
um. Gott er að afmarka reitina
með sjáanlegum hætti. Ekki er
tekið gjald fyrir afnot af garðin-
um. Garðurinn er staðsettur við
hliðina á vatnstönkunum og er
ekið upp afleggjarann að hest-
húsahverfinu. -vaks
Síðastliðinn mánudag stóðu starfs-
menn Grundarfjarðarhafnar og
Köfunarþjónustunnar í ströngu
þegar skipt var um flotbryggju í
höfninni í Grundarfirði. Nýja flot-
bryggjan er talsvert lengri en sú
gamla og því geta fleiri farþega-
bátar lagst að bryggju með far-
þega skemmtiferðaskipanna á kom-
andi árum. Í lok dags var svo gamla
bryggjan hífð upp en hún mun
verða seld og er það komið í ferli.
tfk
Undanfarnar vikur hefur fólk frá
Úkraínu sótt námskeið í íslensku
og samfélagsfræði á Bifröst, en
námskeiðið er á vegum Símenntun-
ar á Vesturlandi. Kennslan hefur
fallið í mjög góðan jarðveg. Það er
ánægjulegt að flestir hafa áhuga á
að halda áfram í íslenskunámi. Það
er G. Ágúst Pétursson sem ann-
ast kennsluna, en hann búsettur á
Bifröst. Símenntun á Vesturlandi
mun bjóða upp á fleiri námstæki-
færi næstu vikurnar fyrir fólk frá
Úkraínu og þá einnig í samvinnu
við Vinnumálastofnun. gj
Flottur hópur við útskrift á námskeiðinu, en G Ágúst er lengst til hægri. Ljósm. aðsend.
Úkraínufólk í íslenskukennslu á Bifröst
Gömlu bryggjunni var
komið haganlega fyrir
svo hægt væri að þrífa
og gera hana klára
til flutnings. Mikið af
sjávargróðri og bláskel
hafði safnast á hana.
Skipt um flotbryggju í Grundarfirði
Nýja bryggjan komin á sinn stað þar sem hún verður standsett fyrir nýtt hlutverk.