Skessuhorn - 01.06.2022, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2022 27
Gamla myndin
Í tilefni þess að á næsta ári
fagnar Skessuhorn 25 ára
starfsafmæli sínu hefur
ritstjórn blaðsins aðeins verið
að grúska ofan í gömlum
myndakössum sem geyma
myndir fyrir og í kringum
síðustu aldamót. Mynd
vikunnar er frá árinu 2004 og
er tekin í Borgarnesi í síðasta
tímanum í ungbarnasundi hjá
Írisi Grönfeldt þá um vorið.
Pennagrein
Nú eru tæpar þrjár vikur liðnar frá
kosningum. Í þessum kosningum
náðu Framsókn og frjálsir frábær-
um árangri, þeim besta hlutfallslega
sem flokkurinn hefur fengið á Akra-
nesi frá upphafi, er mér sagt. Kosn-
ingabaráttan var gríðarlega skemmti-
leg og frambjóðendur Framsóknar
og frjálsra fóru inn í baráttuna fullir
af metnaði eftir frábært kjörtímabil.
Hópurinn lagði hart að sér og uppskar
eftir því í kosningunum. Framsókn og
frjálsir voru eini flokkurinn sem bætti
við sig fylgi og það verulega, sem skil-
aði framboðinu þriðja bæjarfulltrú-
anum. Að sjálfsögðu höfðu nýkjörnir
bæjarfulltrúar Framsóknar og frjálsra
einnig metnað til og stefndu á að fara
inn í meirihluta, en svo fór sem fór.
Það er ekki á vísan að róa í póli-
tík og það að lenda í minnihluta er
enginn heimsendir. Það er ljóst að það
þarf alltaf einhver að vera í minnihluta
og að þessu sinni er það hlutverk bæj-
arfulltrúa Framsóknar og frjálsra. Ég
játa það hins vegar fyllilega að ég er
mjög svekktur með þetta hlutskipti,
ekki síst vegna þeirrar atburðarrásar
sem hófst eftir að meirihlutaviðræður
fóru af stað eftir kosningarnar. Vegna
þeirrar atburðarrásar finnst mér mjög
þarft að koma fram með þessa grein,
bæði til þess að útskýra og til þess að
svara þeim mörgu spurningum og
sögum sem myndast hafa.
Kjörnir fulltrúar Framsóknar og
frjálsra áttu á mánudagskvöldið eft-
ir kosningar, fundi með fulltrúum
Samfylkingarinnar og Sjálfstæðis-
flokksins. Þessa fundi nálguðumst
við af nákvæmlega sama metnaði og
við höfðum viðhaft í kosningabar-
áttunni. Við sögðumst vilja keyra af
fullum krafti og að ríkar kröfur yrðu
gerðar á samstarfsflokk. Við fórum
fram með sömu kröfur og við höfðum
gert til okkar sjálfra. Við fórum mjög
vel undirbúin í samtölin þar sem við
vildum ná góðum samtölum um alla
málaflokka og stóru málin, ásamt sýn
okkar á mögulegt samstarf. Metnað-
ur okkar í Framsókn og frjálsum var
alveg skýr frá upphafi og þess vegna er
það miður að heyra eftir á skýringar
frá fulltrúum Samfylkingarinnar um
að fundurinn okkar hefði verið eins
og starfsviðtal. Kannski var þetta upp-
lifun Samfylkingarinnar þar sem við,
bæjarfulltrúar Framsóknar og frjálsra
vorum hreinskilin og við kærðum
okkur ekki um samstarf nema farið
yrði fram af metnaði og allir fulltrúar
væru tilbúnir í slíka vinnu.
Í framhaldinu var það niðurstaða
okkar í Framsókn og frjálsum að óska
eftir formlegum viðræðum við full-
trúa Samfylkingarinnar. Ekki af því
að Sjálfstæðisflokkurinn hefði fall-
ið á prófi og Samfylkingin staðist
það, en fulltrúar beggja flokka komu
vel fyrir. Niðurstaðan byggist á því
að Framsókn og frjálsir og Samfylk-
ingin höfðu átt í meirihlutasamstarfi
á síðasta kjörtímabili og í ljósi þess að
sitjandi meirihluti bætti við sig fylgi
í kosningunum þá þótti okkur það
heiðarlegast í stöðunni að óska eftir
viðræðum við Samfylkinguna. Með
þeim hætti töldum við okkur einnig
vera að mæta niðurstöðu kosning-
anna. Þetta kvöld fór ég, sem odd-
viti Framsóknar og frjálsra, að heim-
ili oddvita Samfylkingarinnar. Þar
handsöluðum við, Valgarður Lyngdal
Jónsson oddviti Samfylkingarinnar,
heiðursmannasamkomulag um upp-
haf að formlegum viðræðum á milli
flokkanna. Oddviti Samfylkingar tjáði
mér þar að hann hefði þegar bókað
fund með oddvita Sjálfstæðisflokks.
Hann fullvissaði mig um að af þeim
fundi yrði ekki, enda sagðist ég sjálfur
ekki ætla að loka á viðræður við Sjálf-
stæðisflokkinn ef Samfylkingin ætl-
aði að halda þeim möguleika opnum.
Í kjölfarið hringdi ég í oddvita Sjálf-
stæðisflokksins og upplýsti hana um
að ákvörðun hefði verið tekin um að
hefja formlegar viðræður við Samfylk-
inguna.
Bæjarfulltrúar Framsóknar og
frjálsra fóru inn í meirihlutaviðræð-
urnar af trausti, metnaði og heiðar-
leika. Við gerðum kröfu um að fá sama
hlutskipti á þessu kjörtímabili og Sam-
fylkingin fékk á því síðasta er varðar
fjölda formanna í ráðum og nefndum.
En sitt sýnist hverjum um sanngirni
þeirrar kröfu. Okkur fannst þetta
sanngjörn krafa í ljósi þeirrar stað-
reyndar að Framsókn og frjálsir bættu
við sig fylgi á sama tíma og Samfylk-
ingin missti töluvert af sínu fylgi, jafn-
vel þó Samfylkingin hafi haldið sínum
þremur mönnum.
Samfylkingin hefur sent frá sér yfir-
lýsingar þess efnis að þeim hafi verið
settir afarkostir í viðræðum sínum við
Framsókn og frjálsa. Sannleikurinn er
hins vegar sá að þessir hlutir komust
ekki einu sinni á umræðustig. Áður
en hlutirnir voru ræddir í því skyni að
leita lausna, sem allir gætu unað við,
hafði oddviti Samfylkingarinnar slitið
viðræðum – með tölvupósti, já tölvu-
pósti. Hann tók ekki einu sinni upp
símann til að slíta viðræðum! Hann
hitti þó oddvita Sjálfstæðisflokks-
ins á fundi á meðan á meirihlutavið-
ræðum Framsóknar og frjálsra stóð,
fundi sem hann hafði áður fullyrt að
yrði ekki haldinn. Þessi fundur þeirra
fór fram daginn eftir að áðurnefnt
heiðursmannasamkomulag var hand-
salað á tröppunum heima hjá oddvita
Samfylkingarinnar. Í samtali við mbl.
is sagði oddviti Samfylkingarinnar að
þau hefðu hist í því skyni að „ræða
bæjarmálefnin og hvaða málefni Sjálf-
stæðisflokkurinn myndi vilja leggja
áherslu á úr minnihluta.“ Að mínu
mati er mjög einkennilegt að ræða
þessar áherslur áður en þessar áherslur
væru ræddar á milli þeirra flokka sem
höfðu handsalað að fara í meirihluta-
viðræður.
Ég og oddviti Samfylkingarinn-
ar hittumst síðar sama kvöld og hann
hafði hitt oddvita Sjálfstæðisflokks-
ins. Oddviti Samfylkingarinnar sá
ekki ástæðu til að nefna það við mig
að viðræður við væntanlegan minni-
hluta Sjálfstæðisflokks væru í fullum
gangi. Þetta var á þriðjudagskvöldi. Á
þessum fundi var m.a. skipting í ráð
og nefndir, ásamt skipulagi á fundar-
röðun málaflokka til gerðar málefna-
samnings til umræðu. Á fimmtu-
dagsmorguninn hringdi ég í odd-
vita Samfylkingar kl. 11:00 til þess
að ræða næstu skref. Hann sagði mér
að „hljóðið væri þungt í sínu fólki,“
en við ræddum það í framhaldinu að
það væri hlutverk okkar oddvitanna
að ræða málin og leita lausna. Um kl.
13:00 þann sama dag sendi hann mér
hins vegar tölvupóst, þar sem form-
legum viðræðum við Framsókn og
frjálsa var slitið og tilkynnti mér að
Samfylkingin hafi þegar óskað eftir
formlegum viðræðum við Sjálfstæð-
isflokkinn. Eftir á að hyggja er það
morgunljóst að hugur Samfylkingar-
innar var ekki við þær viðræður sem
formlega höfðu verið handsalaðar,
enda var oddviti Samfylkingar á sama
tíma að koma sér vel fyrir í fanginu á
Sjálfstæðisflokknum.
Framsókn og frjálsir buðu Sjálf-
stæðisflokknum í viðræður eftir að
þetta var ljóst. Í því samtali við oddvita
Sjálfstæðisflokksins, var mér tjáð að
oddviti Samfylkingar hefði þegar ósk-
að eftir því að hefja formlegar viðræð-
ur við Sjálfstæðisflokkinn. Í samtalinu
kom fram að það hefði hann gert fyrr
um morguninn á meðan að formlegar
viðræður við Framsókn og frjálsa voru
enn í gangi. Á sama tíma og ég var
að ræða við oddvitann um morgun-
inn var hann að skipuleggja fund með
Sjálfstæðisflokknum. Ætlaði hann að
slíta okkar viðræðum í samtali okkar
en hafði ekki kjark til þess? Ég kemst
sjálfsagt aldrei að því en hitt veit ég að
heiðarleikinn er ekki hátt skrifaður hjá
oddvita Samfylkingarinnar miðað við
þessa framgöngu.
Á föstudagskvöldið gáfu svo Sam-
fylking og Sjálfstæðisflokkur út að
formlegar viðræður væru hafnar þeirra
á milli. Það er því ljóst að forysta Sjálf-
stæðisflokks hefur séð sterkari mál-
efnalega samnefnara á milli Samfylk-
ingarinnar og Sjálfstæðisflokks að
þessu sinni. Það er þeirra ákvörðun og
við hana verðum við að una.
Það er nokkuð einkennilegt að lesa
yfir málefnasamning Samfylkingar
og Sjálfstæðisflokks. En þessir tveir
flokkar hafa alls ekki lagt sömu áhersl-
ur á málin á síðasta kjörtímabili og oft
verið óvægir í garð hvors annars, bara
síðast í greinaskrifum í kosningabar-
áttunni. Þeir leggja nú mikla áherslu
á gott samstarf allra flokka, eins og
fram kemur í upphafi málefnasamn-
ings þeirra. Málefnasamnings sem
birtur var almenningi sl. föstudag
og við í Framsókn og frjálsum lásum
um í fjölmiðlum. Þegar þetta er ritað
þriðjudaginn 31. maí hafa hvorki for-
seti bæjarstjórnar né verðandi formað-
ur bæjarráðs, eða nokkur af kjörnum
fulltrúum þessara flokka séð ástæðu til
þess að svo mikið sem heyra hljóðið í
fulltrúum minnihluta, þrátt fyrir þessa
áherslu á gott samstarf. Það er að
sama skapi enn einkennilegra að þess-
ir sömu fulltrúar sáu ríka þörf fyrir að
ræða hlutskipti væntanlegs minnihluta
Sjálfstæðisflokks daginn eftir að hand-
salaðar höfðu verið „heiðursmanna-
viðræður“ á milli Samfylkingar og
Framsóknar um meirihlutasamstarf.
Starf bæjarfulltrúa er ótrúlega krefj-
andi og áhugavert. Það hefur verið
virkilega gaman og lærdómsríkt að
starfa með frábæru starfsfólki Akra-
neskaupstaðar á því kjörtímabili sem
nú er lokið og ég á von á því góða
samstarfi áfram. Þá átti ég á liðnu
kjörtímabili gott samstarf við fulltrúa
úr hópi bæði Samfylkingar og Sjálf-
stæðisflokks. Í þessari atburðarrás sem
átti sér stað við meirihlutaviðræður
flokkanna dettur mér ekki í huga að
setja alla undir sama hatt. Traust er
grundvöllur alls og með trausti er auð-
velt að byggja. Hér hefur allt traust
verið rofið og að mínu viti er nokk-
uð ljóst hver leiddi og ætla ég fyrst og
fremst að skrifa það á dug- og kjark-
leysi oddvita Samfylkingarinnar sem
hafði hvorki kjark í það að ganga til
viðræðna við Framsókn og frjálsa né
binda endi á samstarf flokkanna af
heiðarleika. Framganga og óheiðar-
leiki oddvita Samfylkingarinnar dæma
sig algjörlega sjálf. Það er hins vegar
ljóst að kjósendur og Skagamenn eiga
helling inni hjá mér og öðrum fulltrú-
um Framsóknar og frjálsra. Eftir frá-
bæra kosningu, heiðarlega og metn-
aðarfulla kosningabaráttu og tilraun
til þess að eiga heiðarlegar meirihluta-
viðræður er ekkert annað í stöðunni
en að standa stoltur í minnihluta með
bakið beint og hjartað hreint, ásamt
frábærum félögum og veita meirihlut-
anum þétt aðhald. Við ætlum okkur að
gera kjósendur Framsóknar og frjálsra
stolta af okkar áherslum og þeirri bar-
áttu sem heldur áfram næstu fjögur
árin.
Áfram Akranes!
Ragnar Sæmundsson, oddviti
Framsóknar og frjálsra
Höf. er brattur minnihlutamaður
Traust ofar öllu