Skessuhorn - 01.06.2022, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2022 15
• Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti
BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS
Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com
Vinnum fyrir öll tryggingafélög
Á sumarhátíð leikskólans Akrasels
á Akranesi síðasta miðviku-
dag fékk leikskólinn viðurkenn-
ingu frá UNESCO og tók á móti
sjötta grænfánanum. Guðni Th.
Jóhannes son Forseti Íslands mætti
á svæðið, afhenti viðurkenninguna
og dró síðan fána að húni.
UNESCO hefur starfrækt sam-
starfsnet skóla á alþjóðavísu frá
árinu 1953 undir sínu nafni. Þeir
skólar eru nú um tíu þúsund tals-
ins og starfa í 181 landi. Skólarn-
ir eru á leik-, grunn– og fram-
haldsskólastigi og vinna allir að
sameiginlegu markmiði sem er að
stuðla að friði. UNESCO-skól-
ar innleiða áherslur samtakanna
í kennslu og leik. Þessar áhersl-
ur eru heimsborgaravitund, frið-
ur, fjölmenning, sjálfbær þróun og
gæða menntun. UNESCO-skólar
hafa einstakt tækifæri til að tengj-
ast öðrum skólum í samstarfsnetinu
um allan heim og taka þátt í fjöl-
þjóðlegum verkefnum. UNESCO–
verkefni auka fjölbreytni í kennslu-
aðferðum og þekkingu nemenda
á málefnum Sameinuðu þjóðanna
og heimsmarkmiðunum. Verkefn-
in eru þverfagleg og geta því nýst
í ýmsum kennslutímum. Þau passa
vel inn í grunnþætti aðalnámskráa
leik,- grunn- og framhaldsskóla og
hafa mikið hagnýtt gildi. Stjórn-
völd halda úti heimasíðunni www.
heimsmarkmidin.is og þar má nálg-
ast til dæmis þau forgangsmarkmið
sem þau hafa sett sér þegar kem-
ur að Heimsmarkmiðunum ásamt
upplýsingum um þau verkefni sem
þau eru að vinna við.
Leikskólinn Akrasel hefur unnið
á grænni grein (Landvernd) frá
opnun leikskólans árið 2008 og tók
við sjötta grænfánanum en græn-
fána vinnan/ umhverfismenntun-
in er grunnurinn að öllu þeirra
starfi. Síðasta ár hafa þau verið að
tengja Heimsmarkmið Sameinuðu
þjóðanna við þeirra starf og kynnt
Barnasáttmálann fyrir elsta árgangi
leikskólans. Á kynningu sem
haldin var fyrir starfsfólk Akrasels
um Heimsmarkmiðin kom fram
ábending um að þau væru að vinna í
anda UNESCO skóla og lagði við-
komandi til að þau myndu sækja um
aðild sem þau gerðu haustið 2019.
Heimsfaraldurinn tafði afgreiðslu
en í desember 2021 barst stað-
festing um að Akrasel væri orðinn
viðurkenndur UNESCO leikskóli.
Skessuhorn kíkti á sumarhátíðina
í síðustu viku og tók nokkrar mynd-
ir af fögnuðinum.
vaks
Akrasel fyrsti UNESCO leikskólinn á Íslandi
Sævar Freyr bæjarstjóri og Guðni forseti.
Krakkarnir voru ánægðir með viðurkenninguna.
Íþróttaálfurinn og Solla stirða vöktu mikla lukku.
Boðið var upp á grillaðar pylsur í tilefni dagsins. Guðni á spjalli við þennan unga dreng.
Anney Ágústsdóttir leikskólastjóri
Akrasels.
Þessir krakkar sungu fyrir gesti.