Skessuhorn - 01.06.2022, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 202210
Föstudaginn 27. maí voru 36 nem-
endur brautskráðir frá Mennta-
skóla Borgarfjarðar í Borgarnesi.
Sá fáheyrði atburður átti sér stað
að með bestan námsárangur á
stúdentsprófi voru tvíburasystur,
þær Þóra Kristín og Ásrún Adda
Stefánsdætur. Báðar voru þær
með einkunnina 9,32 og fengu
fyrir það viðurkenningu frá Arion
banka.
Þórunn Sara Arnarsdótt-
ir nýstúdent flutti ávarp á braut-
skráningunni auk þess sem Sól-
veig Heiða Úlfsdóttir fulltrúi tíu
ára stúdenta flutti ræðu. Ásmund-
ur Einar Daðason mennta- og
barnamálaráðherra var viðstaddur
útskriftina og hvatti nemendur til
að fylgja hjartanu og taka óhrædd-
ir móti næstu áskorunum. Hann
talaði einnig til aðstandenda nem-
endanna og minnti á að mikilvægt
væri að sleppa takinu og styðja
þau í öllu því sem þau vildu gera.
Tónlistaratriði við brautskrán-
ingu voru í höndum þriggja fyrr-
verandi og núverandi nemenda
við skólann eða þeirra Steinþórs
Loga Arnarssonar og systranna
Sigurdísar Kötlu Jónsdóttur og
Alexöndru Rutar Jónsdóttur.
Lilja S. Ólafsdóttir aðstoðar-
skólameistari flutti annál skólans
og lauk honum með sömu orðum
og þegar hún ávarpaði nýstúdenta
fyrir tíu árum enda var sá afmælis-
árgangur viðstaddur athöfnina
að þessu sinni. Bragi Þór Svav-
arsson skólameistari talaði til
útskriftarnema í lok athafnar
og óskaði þeim gæfu og gengis.
Hann hvatti nemendur til áfram-
haldandi góðra verka hvort held-
ur væri í leik eða starfi og nefndi
mikilvægi þess að ungt fólk tæki
þátt í samfélaginu og léti til sín
taka.
Gj/ Ljósm. MB.
Halldóra Margrét Pálsdóttir var dúx skólans.
Útskrift frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga
Fjórtán af sautján útskriftarnemum ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara.
Tvíburasysturnar Þóra Kristín og Ásrún Adda Stefánsdætur.
Tvíburasystur jafnar og með
bestan námsárangur
Nýstúdentarnir ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara. Bjart og fallegt veður var á þessum hátíðisdegi.
Síðastliðinn föstudag voru 17 nem-
endur útskrifaðir frá Fjölbrauta-
skóla Snæfellinga í Grundarfirði.
Af náttúru- og raunvísindabraut
útskrifuðust fimm nemendur, af
félags- og hugvísindabraut útskrif-
uðust tveir nemendur, af íþrótta-
braut útskrifuðust tveir, sex nem-
endur útskrifuðust af opinni braut
og af starfsbraut luku tveir nem-
endur námi. Með þessum hóp hef-
ur skólinn útskrifað 530 nemendur
frá fyrstu útskriftinni sem var í des-
ember 2005.
Að loknu ávarpi og útskrift
skólameistara veitti Sólrún Guð-
jónsdóttir aðstoðarskólameistari
viðurkenningar fyrir góðan náms-
árangur sem eru gefnar af sveitar-
félögum á norðanverðu Snæfells-
nesi og sunnanverðum Vestfjörð-
um, Danska sendiráðinu á Íslandi,
Háskóla Íslands, Arion banka og
Landsbankanum.
Halldóra Margrét Pálsdótt-
ir útskrifaðist með hæstu meðal-
einkunn að þessu sinni. Viður-
kenningu fyrir góðan námsárang-
ur í dönsku hlutu, Halldóra Mar-
grét Pálsdóttir og Rakel Mirra
Steinarsdóttir. Viðurkenningu fyr-
ir góðan námsárangur í þýsku hlaut
Ingimar Þrastarson, viðurkenn-
ingar fyrir góðan námsárangur í
spænsku hlutu Halldóra Margrét
Pálsdóttir, Rakel Mirra Steinars-
dóttir og Kristrún Sigr. Þorgríms-
dóttir. Halldóra Margrét hlaut
viðurkenningu fyrir góðan náms-
árangur í íslensku. Viðurkenningu
fyrir góðan námsárangur í sálfræði
hlutu Halldóra Margrét Pálsdóttir
og Kristrún Sigr. Þorgrímsdóttir.
Benedikt Osterhammer Gunnars-
son hlaut viðurkenningu fyrir góð-
an námsárangur fyrir eðlisfræði.
Halldóra Margrét Pálsdóttir og
Sara Líf Helgadóttir hlutu viður-
kenningu fyrir góðan námsárangur
í líffræði. Ingimar Þrastarson hlaut
viðurkenningu fyrir góðan náms-
árangur í jarðfræði. María Guðrún
Böðvarsdóttir hlaut viðurkenningu
fyrir góðan námsárangur í sögu.
Gísli Pálsson íþróttagreina-
kennari var kynnir útskriftar,
Hafrún Bylgja Guðmundsdóttir
flutti kveðjuræðu fyrir hönd starfs-
fólks og Aðalgeir Bjarki Þorsteins-
son tíu ára stúdent flutti ræðu.
Heiðrún Edda Pálsdóttir forseti
og nýstúdent flutti ræðu fyrir hönd
stúdenta og sáu nýstúdentarn-
ir Halldóra Margrét Pálsdóttir og
Rakel Mirra Steinarsdóttir um tón-
listaratriði.
mm/ Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson