Skessuhorn - 01.06.2022, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 202224
Sigfríður Björnsdóttir er skólastjóri
Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Hún
hefur sinnt starfinu síðastliðinn
vetur og er sterkar rætur í Borgar-
fjörðinn. Blaðamaður hitti Sig-
fríði yfir kaffibolla á sólríkum degi í
tómum tónlistarskólanum þar sem
sumarfrí var hafið hjá nemendum
og flestum kennurum.
Alltaf verið viðloðandi
Borgarfjörðinn
,,Ég er ættuð að norðan í báðar
ættir en hef alltaf búið í Reykja-
vík. Ég byrjaði að vera með ann-
an fótinn í Borgarfirðinum þegar
ég var þrettán ára en þá var ég í
sveit á Kirkjubóli og svo vann ég
með fólki héðan. Ég bjó um tíma í
Lundarreykjadal þar sem ég kynnt-
ist yndislegu og góðu fólki. Þá var
ég með eldri dóttur mína hér í skóla
og fiðlunámi. Ég kenndi líka lítil-
lega á Kleppjárnsreykjum sem var
mjög gaman. Síðar stundaði ég
nám á Bifröst og bjó þar í tengsl-
um við námið. Í dag á ég hlut í jörð
í Reykholtsdalnum þar sem ég kom
mér upp litlum kofa og rækta tré.
Þannig hef ég haldið tengslum við
vini mína hér sem hafa orðið til í
gegnum árin. Í mínum huga er
Borgarfjörðurinn svona hinn stað-
urinn sem ég vil vera á. Ég keyri
samt á milli núna og er það m.a.
út af fjölskylduaðstæðum. Það bara
hentar eins og staðan er núna.“
Ætlaði í eðlisfræði en
endaði í tónmennt
„Ég elst upp í Reykjavík og fer í
Tónlistarskóla Reykjavíkur þar sem
ég læri á píanó. Ég var svona eins
og mörg börn eru með mörg járn í
eldinum, en ég var t.d. líka í hesta-
mennsku sem ég hafði fengið svig-
rúm fyrir m.a. hér í Borgarfirðin-
um. Mamma var svo kennari ásamt
ömmu svo ég fer í Kennarahá-
skólann. Þá er ég kynnt fyrir tón-
menntakennaradeildinni en ég
hafði hugsað mér að fara í eðlis-
fræði eftir göngu mína í MH þar
sem ég lærði aðallega raungreinar.
Þá dregst ég inn í það að draga aft-
ur upp píanóbækurnar og byrja að
læra söng og á fleiri hljóðfæri; gít-
ar, flautu og eitthvað fleira. Ég hélt
svo áfram að læra söng og fór að
læra við Söngskólann í Reykjavík
þar sem ég kenni tónlistarsögu enn
í dag. Ég er sem sagt grunnskóla-
kennari með tónmennt sem val-
grein og svo tónlistarsagnfræðing-
ur.“
Fékk Menntaverðlaunin
fyrir námsefni
Kennslan tókst svo á flug hjá Sig-
fríði og þróaði hún námsefni fyr-
ir tónlistarsögu og tónsmíðar. ,,Í
framhaldi af því að hafa kennt
hérna heima fór ég svo í meistara-
nám í tónlistarsögu til Bandaríkj-
anna og hef alltaf kennt hana sam-
hliða annarri vinnu síðan. Ég kom
til baka og var ráðin sem æfinga-
kennari í tónmennt við Æfinga-
skólann svokallaða, sem var í sam-
vinnu við Kennaraháskólann.
Æfingakennarar kenndu kennara-
nemum og fengu stuðning við þró-
unarstarf. Þar hafði ég svigrúm
og fékk tækifæri til að þróa náms-
efni sem hét Tónlist í tímans rás
og að lokum var það svo gefið út
af Námsgagnastofnun sem vefur.
Fyrir þennan vef fékk ég Mennta-
verðlaunin þegar þau voru veitt
í fyrsta skipti 2005. Þetta var sem
sagt tónlistarsaga og tónsmíðar
sett fram sem heild, en vefurinn
hrundi síðan vegna þess að honum
var ekki haldið við svo það er ekki
fyrirséð hvað verður um þetta efni
núna. Þarna kynntist ég kerfi þar
sem skólinn sjálfur er vettvangur
og tækifæri til þróunar. Mér finnst
mjög spennandi hér hvernig nýja
skólastefna Borgarbyggðar ávarpar
þetta hlutverk skóla.“
Tónlistargagnrýnandi
og menningarstjórnandi
Sigfríður hefur komið víða við á
sínum starfsferli. ,,Ég var tónlist-
argagnrýnandi í tíu ár bæði fyrir
Ríkis útvarpið og DV svo ég fylgdist
vel með og skrifaði fjöldann allan af
greinum um tónlist. Síðan stýrði ég
Íslenskri tónverkamiðstöð í meira
en áratug. Þegar ég var komin svo-
lítið inn í það starf fannst mér ég
þurfa að auka hæfni mína enn frekar
á ákveðnum sviðum sem tengdust
rekstri og stjórnun og fór að læra
mennta- og menningarstjórnun við
Háskólann á Bifröst. Ég færði mig
svo yfir á skóla- og frístundasvið
Reykjavíkurborgar þar sem ég var
deildarstjóri listfræðslu. Þar starf-
aði ég í níu ár og kom að mörgum
spennandi verkefnum.“
Sigfríður segir að í starfi sínu hjá
Reykjavíkurborg hafi nálægðin við
starf með börnum aukist aftur og
það sé yndislegt að heyra litlar tás-
ur trítla upp stigann í nýju starfi við
tónlistarskólann. ,,Þegar ég sá þessa
stöðu auglýsta hér, og að hluti verk-
efnisins væri að útvíkka svið skólans
með því að líta til fleiri listgreina,
þá fannst mér spennandi að fá að
spreyta mig á því.“
Spennandi breytingar í
vændum
Nú vinnur Sigfríður að því að inn-
leiða þessar hugmyndir í Tónlistar-
skóla Borgarfjarðar á grunni nýrr-
ar og spennandi skólastefnu. Hug-
myndin er að kenna fleiri listgrein-
ar en tónlist og t.d. byrjuðu leik-
listarnámskeið í vetur ásamt því að
myndlistarnámskeið eru einnig á
dagskrá. Sigfríður hefur hug á sam-
starfi við Myndlistarskóla Reykja-
víkur og telur mikilvægt að til-
boð í Borgarbyggð opni leiðir til
frekara listnáms. Hún segir að taka
þurfi mark á hverju samfélagið og
unga fólkið sækist eftir og langar
hana að innleiða ákveðinn hjart-
slátt eða takt í starfið, eins og hún
orðar það. Þá væru einhver nám-
skeið kennd að hausti og önnur að
vori og þannig gæti fólk gengið að
ákveðnum tilboðum vísum. Hún
hefur áhuga á tækni og sköpun.
,,Stafræn listsköpun, hvort heldur í
hljóði eða mynd, er líka allt saman
mjög spennandi. En það má ekki
gleyma grunninum. Ef maður ætlar
að vera með stafræna ljósmyndun
þarf líka stundum að kenna hefð-
bundna ljósmyndun en taka alltaf
mið af áhuga samfélagsins hverju
sinni. Við viljum bjóða listræn við-
fangsefni fyrir alla aldurshópa. Við
þurfum að þreifa þannig fyrir okk-
ur og finna hvar áhuginn liggur.
Við þurfum líka að reyna að mæta
því að það eru ekki allir með bíl-
próf og það komast ekki alltaf all-
ir á staðinn, þess vegna viljum við
auka aðgengi með tækni.“
Upplifir jákvæðni
og stuðning
Sigfríður hefur fjölbreytta
reynslu af verkefnum á sviði
listfræðslu hjá Reykjavíkur-
borg. ,,Þó maður hafi verið yfir
fólki sem var að gera nákvæm-
lega það sem ég er að gera núna
þá er ekki þar með sagt að mað-
ur kunni starfið. Mér finnst bara
ótrúlega gaman að stíga inn og
reyna á eigin skinni það sem við
vorum að ræða, spekúlera og spá
annars staðar. Hér er ég búin að
upplifa mikla jákvæðni, stuðning
og opinn hug fyrir því að prófa
sig markvisst afram. Við förum
ekkert hratt inn í þetta. Það eru
ákveðnar grunnhugmyndir sem
er svo mikilvægt að halda í eins og
hugmyndir um samstarf og hlusta
á hvað unga fólkið vill. Við upp-
lifðum til dæmis ákall um leiklist.
Við ætluðum ekki að byrja fyrr en
næsta haust að kenna leiklist en
við hófum samstarf við Mennta-
skóla Borgarfjarðar með leiklist
sem gæti orðið framhald á, en
þetta tókst ótrúlega vel.“ Þar vís-
ar Sigfríður í leiksýninguna Mean
girls sem sýnd var í Menntaskóla
Borgarfjarðar í síðasta mánuði en
verkefnið var samstarf tónlistar-
skólans og menntaskólans.
Möguleikar á
samstarfi miklir
,,Við getum sótt fyrirmynd-
ir í svokallaða Kultur-skóla í
Skandinavíu sem bjóða upp á
list-prógramm fyrir börn eft-
ir skóla. Margir slíkir skólar eru
að nota kerfi sem við stefnum á
að taka upp í haust. Það eru fleiri
lönd en við sem eru með dreifða
byggð svo við getum lært af þeim
og hvernig þau nýta tækni til að
byggja brýr og tryggja aðgengi.
Kerfið og nýting þess tengist líka
stefnunni að hjálpa foreldrum
að komast enn betur inn í nám-
ið og vita hvað er að gerast svo
þau geti boðið börnum sínum
aðstoð heima fyrir. Þetta er stórt
verkefni og verður svolítið inn-
leiðingarferli. Við kennararnir
erum byrjaðir að æfa okkur í upp-
tökum og slíku sem nýtist þegar
farnar verða þessar leiðir. Kerfið
er auðvitað bara viðbót og kemur
ekki í staðinn fyrir neitt sem við
erum þegar að gera. En við get-
um mögulega fjölgað þátttakend-
um í listastarfinu, skapað aukið
aðgengi að þekkingu og námi og
eflt enn frekar einstaklingsmið-
aða kennslu. Það er vel þess virði
að láta á þetta reyna.“
Samstarf spennandi
Sigfríður segist spennt fyrir að
skoða hvernig samstarf skól-
anna á svæðinu geti boðið upp á
möguleika og segir væntingarn-
ar um það sem hægt sé að gera
vera töluverðar. Hún geri sér þó
grein fyrir að ekki sé umfang eða
starfsfólk til að gera allt. ,,Það
væri jafnvel spennandi möguleiki
að vinna með sveitarfélögunum í
kringum okkur. Getum byrjað á
að skoða hvort starfsfólk geti far-
ið meira á milli stofnana og hvort
hægt sé að samnýta fjármagn og
styðja þannig enn frekar við verk-
efni sem þegar eru í gangi. Það
er líka mjög mikilvægt að velja
vel utanaðkomandi samstarfsað-
ila með það í huga að geta byggt
upp varanleg samskipti við lista-
fólk með reynslu og menntun
og möguleika til að mæta okk-
ur. Leynileikhúsið sem við hófum
samstarf við er þannig aðili með
menntafólk á bak við sig og hef-
ur starfað lengi. Vonandi náum
við að tengja okkur við í gegnum
námskeiðstilboð hér við Mynd-
listaskólann í Reykjavík og það
sem hann hefur að bjóða. Við vilj-
um bjóða áhugahvetjandi nám-
skeið og líka skapa sterkan grunn
og tækifæri fyrir formlegra nám.“
Tónlistarhjartað
slær áfram
Nú stefnir tónlistarskólinn að því
að búa til nýja vefsíðu þar sem
m.a. upplýsingum um margvíslegt
efni verður safnað saman sem
aðrir skólar eins og grunnskól-
ar og leikskólar geta stuðst við og
notað. Hún segir tónlistar nám á
Íslandi vera í mjög góðum farvegi
enda eina listgreinin sem sveitar-
félög eru skyldug til að bjóða upp
á. Hún segist þess vegna ætla að
halda vel utan um tónlistarhjarta
skólans sem slær áfram og eflist
en um leið munu fleiri listgrein-
ar bætast við. ,,Með samstarfi er
hægt að dreifa tækifærum og ná
til margra, við lærum svo smám
saman hver besta leiðin er til þess.
Það er hægt að gera alls kon-
ar mistök en við þurfum að vera
með opið hugarfar og taka við
ábendingum og ég lýsi bara hér
með eftir ábendingum um hvað
fólki finnst vanta.“
Allir geta fengið vængi
ef þeir vilja
Sigfríður segir að greinilegur
áhugi á listum í sveitarfélaginu
skapi tónlistarskólanum mikið
hlutverk. ,,Það er ljóst að það eru
menningarlegir þræðir hérna sem
tengja samfélagið saman eins og
ég kynntist í Lundarreykjadaln-
um þegar ég bjó þar, svo sem leik-
listarfélögin og kórarnir. Það er
þess vegna m.a. okkar hlutverk að
tryggja það að unga fólkið okkar
hafi tækifæri til að afla sér þjálfun-
ar og eflist að því leyti að það trúi
á að það eigi erindi og geti flogið
inn í þessa starfsemi. Það er ótrú-
lega mikilvægt fyrir allt mann-
líf að halda slíku starfi sprelllif-
andi. Svo er auðvitað fjörugt lista-
líf hérna almennt, viðburðir og
hátíðir. Við viljum gera góða hluti
sem styrkir fólk og gerir það að
verkum að allir geti fengið vængi
ef þeir vilja.“ sþ
Skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar sér
fram á spennandi breytingar
,,Okkar helsta hlutverk er að efla áhuga á listum og tryggja að unga fólkið okkar hafi tækifæri til að afla sér þjálfunar“
Sigfríður Björnsdóttir tók við starfi skólastjóra Tónlistarskóla Borgarfjarðar síðastliðið haust.