Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2022, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 01.06.2022, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2022 17 Eldsvoði Fiskþurrkunin gekk afar vel í mörg ár. En þá varð sá leiðindaatburð- ur að það kviknaði eldur í fisk- þurrkunaraðstöðunni og tvö hús brunnu til grunna. „Þetta var rosa áfall,“ rifjar Bryndís upp. „Við vor- um búin að leggja svo mikið í þetta; vinna hörðum höndum og gera allt sjálf. En þegar þetta gerðist féll okkur hreinlega allur ketill í eld og við sáum ekki fram á að geta byrjað að byggja allt frá grunni upp aftur.“ Fyrsta hugsun hjónanna var svo að taka til við einhvers konar rekstur þar sem hægt væri að nýta starfsmannahús sem þau höfðu byggt vegna fiskþurrkunarinnar. Þau töldu gott að nýta húsin með einhverjum hætti og úr varð að fara í ferðaþjónustu. Þaravinnsla Þegar brann hjá Bryndísi og Sig- urði voru þau reyndar líka langt komin með að prufa stórt verkefni í þaravinnslu og Bryndís segir það hafa verið spennandi. „Við vorum búin að kaupa okkur skip til að slá þara og höfðum fjárfest í þurrkara og ýmsum öðrum búnaði. Hugsun- in var að setja upp verksmiðju ásamt skoskum vinum okkar sem eru sér- fræðingar í vinnslu á alginötum sem unnin eru úr þara og eru eftir- sótt vara í lyfja- og matvælaiðnaði. En nýsköpun er oft mjög þung og erfið og við vorum mikið búin á því auk þess sem við höfðum ekki tekj- ur eftir brunann svo við ákváðum að fresta þaraverkefninu í bili. Svo hefur þetta þróast þannig að þetta verkefni sem við komum af stað er að fara í gang á Húsavík. Við stefn- um á að vera hluthafar í því og hluti af þeim tækjum sem við vor- um búin að fjárfesta í fara norður. Aðal þaramiðin eru líka fyrir norð- an svo þetta er alveg rökrétt,“ seg- ir Bryndís. Ferðaþjónustan og uppbyggingin Þau byrjuðu með gistingu í nokkrum húsum fyrir ferðamenn árið 2017 og hafa byggt upp á því sviði síðustu fimm ár. Blaðamað- ur ályktar að ótrúlega mikið hljóti að hafa gerst á þeim tíma miðað við alla þá aðstöðu sem nú má sjá á staðnum. Bryndís viðurkennir að það sé líklegast rétt. „Það vill svo vera að það gerist allt svolítið hratt í kringum okkur. Við erum bæði hugmyndarík, fáum hugmyndir og viljum helst byrja strax að fram- kvæma þær.“ Þegar hér er komið sögu í sam- talinu er gengið til húss sem áður var gömul hlaða sem nýtt var fyr- ir heybagga í búskapartíð föð- urs Bryndísar. Húsið reynist hafa haft gríðarlega fjölbreytt hlutverk í rekstrinum á staðnum. Fyrst var það sem sagt hlaða en hluti hússins var svo notaður sem fóðurstöð fyrir loðdýraræktina. Bryndís segir þau hafa framleitt fóðrið sjálf því það hafi verið svo dýrt í innkaupum. „Síðar þegar við fórum í bleikju- ræktina nýttum við rýmið þar sem nú er eldhús til að flaka fiskinn. Svo breyttist það og starfsfólkið fékk að setja þar upp líkamsræktaraðstöðu, við vorum með svo margt starfs- fólk. Um tíma var hlaðan svo verk- stæði fyrir ýmis tæki og bíl sem við vorum með í fiskþurrkuninni. En nú höfum við sett upp verkstæði í öðru húsi hér á svæðinu og réð- um mann sem hugsar um það fyr- ir okkur.“ Gisting fyrir hundrað manns Þegar fiskþurrkunin brann lögðu Bryndís og Sigurður niður frysti- verksmiðjuna og seldu frystitækin og nú er verkstæðið í því húsi. Þar fara fram allar viðgerðir á bílum, tækjum og tólum auk þess sem þar eru smíðaðir hlutir eins og borðin í veitingasalinn, innréttingar og fleira. Eitt af því sem gera þarf við eru sláttuvélarnar, garðar eru við öll húsin og þau hafa plantað miklu af trjám og blómum. Á Miðhrauni er nú gistiaðstaða fyrir um hundrað manns, þar af eru tvö hús þar sem fólk getur leigt herbergi og deilt stofu og eldhúsi með öðrum, lítið hús sem hentar tveimur einstak- lingum vel og svo sumarhús fyrir 4-6 manns þar sem eru tvö svefn- herbergi. Í rýmunum eru þvottavél og þurrkari auk fullbúins eldhúss svo fólk getur verið sjálfu sér nægt. Auk þessa er gamla íbúðarhúsið á bænum þar sem pláss er fyrir tíu manns og eitt hús á Lynghaga við Vegamót sem áður var nýtt sem starfsmannaaðstaða. „Við keypt- um það á sínum tíma af því okkur vantaði alltaf starfsmannahús. En í dag erum við með fimm slík og hluti af starfsfólkinu okkar leigir íbúðir í Laugargerðisskóla. Núna er t.d. Steinunn yngsta dóttir okk- ar 19 ára gömul að vinna hjá okkur og vinir hennar og stundum kem- ur líka frændfólk til okkar,“ segir Bryndís. Veislusalur í hlöðunni Í sumar er eiginlega allt bókað og veitingastaður í rekstri á Miðhrauni í fyrsta sinn. „Þau verða tvö sem kokka fyrir okkur, Óskar Þór Þórðarson matreiðslumaður og Herdís Stephensen sem er snilld- ar kokkur og líka bakari. Við höf- um gætt þess í ár að ráða nægt fólk, það brást í fyrra þegar ferðaþjón- ustan fór svo snögglega af stað í júlí og allt fylltist. Þá lagði maður bara eins mikið á starfsfólkið og maður þorði og við Sigurður tókum sjálf rest. Við vorum stundum að þvo og brjóta saman þvott hér til klukkan tvö á nóttunni á meðan þetta ástand varði svo það tók á,“ segir Bryndís. Þau hafa nú ákveðið að láta á það reyna að vera með veitinga- stað samhliða gistingunni og enn og aftur fékk hlaðan nýtt hlutverk. Hún er rúmgóð og það er hátt til lofts. Bryndís segir föður sinn hafa byggt hlöðuna árið 1982. Á þeim tíma var hann með baggasúgþurrk- un, en þegar hann fór að nota rúllur hætti hann að nota hlöðuna. Þarna sáu Bryndís og Sigurður tækifæri. „Þetta hús gefur mjög skemmti- lega möguleika. Við hönnuðum breytinguna að mestu leyti sjálf en lögðum mikið upp úr lýsingunni og fengum Kristján Kristjánsson ljósahönnuð í það.“ Þegar gengið er inn í hlöðuna vekur stórt málverk eftir Baltasar athygli. Myndefnið er sköpun heimsins úr Eddukvæðum. Sagað- ir hafa verið stórir gluggar á hlið hlöðunnar öðru megin sem hleyp- ir inn fallegri birtu. Barinn er sér- stakur, þar má sjá ryðgað bárujárn sem nýtur sín vel. Bryndís er ánægð með hvernig til tókst með það. „Mig langaði í ryðlitinn á barinn og við erum gjörn á að taka til svo við áttum ekkert ryðgað bárujárn sjálf. Svo ég spurðist fyrir á Facebook og viti menn, nágranni okkar Stefán á Lækjarmóti átti talsvert af þykku og góðu ryðguðu járni sem hann var til í að láta okkur hafa.“ Stólar með sjarma Breskir skólastólar prýða salinn, pantaðir erlendis frá. Þegar þeir komu til landsins komu í ljós ryð- skemmdir á hluta þeirra vegna þess að gámurinn hafði fengið á sig sjó. „Mín fyrstu viðbrögð voru að við gætum ekki boðið upp á þetta,“ segir Bryndís. „En svo sáum við að þetta var bara til prýði, þetta eru stólar með sjarma sem njóta sín vel í salnum, útlitið passar algerlega. Svo það er bara eins og þetta hafi átt að gerast.“ Það er ekki hægt að segja ann- að en að stólarnir fari vel í hlöð- unni, sem nú er orðin að glæsileg- um veislusal. Þar er gott hljóðkerfi og hægt er að taka borðin niður og dansa eftir borðhald, eins og var gert í 140 manna brúðkaupsveislu þar fyrir stuttu. En þetta er fjölnota salur sem jógahópar hafa líka nýtt til að koma saman svo annað dæmi sé tekið. Reynslan er besti skólinn Enn biðu Bryndísar og Sigurðar miklar áskoranir þegar þau voru rétt að komast af stað í ferða- þjónustunni snemma árs 2020 og horfðu fram á fullbókað sumar. En þá skall á heimsfaraldur. „Þetta var hræðilegt, allt í einu komu engar tekjur. En við höfð- um gengið í gegnum ýmislegt og á þeim tíma lærði maður að nýta hlutina vel og leita lausna í erfið- ustu aðstæðum,“ segir Bryndís. „Líkast til er það besti viðskipta- skólinn, að læra að lifa á engu og láta hlutina ganga upp. Við búum alltaf að þessu, hendum engu heldur reynum að finna hlutum nýjan tilgang. Siggi er mjög skap- andi og sjálflærður verkfræðingur, eldklár og kann mikið. Við höf- um fundið frystiverksmiðju í Dan- mörku sem átti að farga, rifið hana niður og komið henni upp hérna heima. Þurrkarann keyptum við í Póllandi. Það átti að setja hann upp í verksmiðju þar en fjármögn- unin hafði brugðist. Við fórum út og rifum þetta niður skrúfu fyr- ir skrúfu og settum í gám hingað heim,“ segir hún að endingu. Hvar sem litið er á Miðhrauni sést kraftmikil uppbygging, bæði á húseignum og gróðri. Græn- metisræktun er hluti af heildar- myndinni því hráefni af svæð- inu er nýtt í matargerðina eins og kostur er. Það er komið að lok- um heimsóknarinnar í þessa vin í hrauninu. Blaðamaður þakkar fyr- ir sig og gengur út í sólskinið. Þar ómar fuglasöngur í eyrum og nátt- úrufegurðin gleður augað. Hér er gott að vera. gj/ Ljósm. gj og aðsendar. Náttúrulaugin fellur vel að umhverfinu. Gamli bærinn. Ryðguðu plöturnar njóta sín vel framan á barborðinu. Bryndís eigandi Lava Resort á Miðhrauni og Óskar Þór matreiðslumeistari á ferðakaupstefnu í Kórnum. Ljósm. úr safni/mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.